Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 20

Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 20
22 Á síðustu áratugum hefur starfsfólk safna búist við einhverju aukreitis til að framkvæma þessa vinnu, hvort sem þú kallar það að vinna að að- gengi fyrir alla, félagslegu réttlæti eða félagsþátttöku, eða hvað annað sem þú vilt kalla það, það er eitthvað sem fólk hélt það myndi gera þegar það fengi aukafjármagn. Maður sækir um aukafjármagn og þá verður af því, en ef þetta aukafjármagn hverfur, þá hverfur líka starfsemin af því að hún er verkefnatengd. Og það er hér sem ég vildi vísa til lagaramma um starfsemi safna – að skuldbindingin til að skapa aðgengi án aðgreiningar að menningarlífi er skylda sem okkur var sett af löggjöfinni. Ekki eitthvað sem við getum valið að sinna eða þegar okkur langar til þess eða þegar við erum með auka fjármagn. Það ætti að vera hluti af grunnplaninu og kannski ætti það endurspeglast í þeim viðmiðum sem söfnum eru sett og ætlað að uppfylla af hálfu stjórnvalda. Veistu um einhver dæmi um mæl- ingar sem sýna niðurstöður úr slíkri vinnu við það að ná út fyrir veggi safnsins? Á tíunda áratugnum notuðum við á Þjóðminjasafni Danmerkur það sem kallast sjálfsmatsviðmið frá Texas safni (Texas Museum Self Assessment Guide). Viðmiðin fela í sér langan spurningalista sem reyndist mjög afhjúpandi fyrir stofnunina. Okkur fannst ganga vel með að mæta kröf- um um fjölbreytni og samfélagslega vinnu, en spurningalistinn sýndi fram á að okkur hafði misheppnast hrapa- lega þegar kom að fólki sem vann störfin á safninu. Starfsfólkið okkar var einstaklega einsleitt og algjörlega hvítt. Ég var eina konan við deildar- stjórn safnsins og við æðri stjórn voru eingöngu karlar. Spurningalistinn dró þetta fram. Ég hefði sagt með stolti frá öllum frábæru verkefnunum sem við unnum. En þau voru á yfirborðinu og þegar margt lykilfólk hætti í safninu árið 2001 urðu eftir fá ummerki og lítið minni um vinnu okkar. Af þessum sökum er þess virði að meta alla mismunandi þætti starfsins og líta ekki eingöngu til þess að það séu flott verkefni í gangi. Skoða þarf hversu vel þau eru tengd allri annarri vinnu, til dæmis við söfnun og stjórn- un. Eru aðallega bara góð fræðsluver- kefni og kvöldviðburðir eða síast það inn í allt safnastarfið? Það að ná að tengja allt saman í eina samfellu ætti alltaf að vera markmiðið. Það er stöð- ug nauðsyn á því að spyrja sig: Hvers vegna erum við að vinna að þessu verkefni og er það sannarlega samof- ið þeim samfélögum sem við höldum að við séum að vinna fyrir? Geturðu sagt mér frá nálgun þinni hjá Heimsmenningarsafn- inu í Gautaborg, og þá hvað varð- ar umfjöllunarefni, vinnu með safnkostinn, fræðslustefnu og ráðningar, og markhópa? Ég var undir áhrifum frá Gettysafn- inu – þú verður að brenna fyrir því að vilja ná til allra. En þú getur ekki náð til allra samtímis eða með einum og sama hætti. Þú verður að miðla á ólíkan hátt fjölbreyttu umfjöllunarefni. Umfjöllunarefnið, hönnunartungumálið og tungumál orðanna sem þú velur mun laða að sér ólíka hópa og ólíkt samstarf. Við settum ekki upp grunnsýningar á safninu, heldur skilgreindum fimm svæði innan byggingarinnar sem aðgreindu sýningar og viðburði. Á hverju þessara fimm svæða voru ólík umfjöllunarefni sem átti að skipta út eftir tímabilum, sum þeirra stóðu í fimm ár, önnur þrjú og enn öðrum var skipt út oftar. Umfjöllunarefnin voru valin að vel athuguðu máli, sum voru tengd safnkostinum, önnur málefnatengd. Dæmigerð málefnatengd sýning var um HIV – Nafnlausa veikin. Alnæmi á öld alþjóðavæðingar (No Name Fever. Aids in the Age of Globalization) og næst þar á eftir var sýning um mansal. Það var augljós- lega ekkert til í safnkostinum sem tengdist þessum umfjöllunarefnum. gildandi sem mikilvægar stofnanir í því samhengi. Te Papa Tongarewa safnið var auðvitað í allt annarri stöðu en þau Evrópsku söfn sem ég vann fyrir. Það var miklu tengdara fjölbreyttum hópum á Nýja Sjálandi. Ekki bara Pākehā fólkinu og Maórum, heldur einnig til dæmis ítölskum og japönskum samfélögum. Það var miklu tengdara og miklu meðvitaðara í því að vinna náið saman, sem skap- aði hópunum hlutdeild í samfélaginu. Þú minntist á það í heimsókn þinni til Íslands fyrr á árinu að stjórnvöld eða fjárhagslegir bak- hjarlar ættu kannski að krefjast þess að söfn sýndu í verki fram- kvæmd yfirlýstrar stefnu um að- gengi án aðgreiningar fyrir ólíka hópa samfélagsins og að þau gætu til dæmis sagt: Jæja, þið hafið haft 75 ár til að uppfylla þetta en það hafa verið afar litlar heimtur, svo þess vegna munum við lækka fjár- styrki til ykkar. Þú sagðir einnig að ríkisstjórnir eða menntamála- ráðuneytið gætu veitt söfnum sem eru þegar farin að uppfylla slík markmið umbun í formi athygli og aukins fjármagns. Get- ur þú útskýrt þetta betur? Þetta er áhugaverð pæling því mörg lönd eru komin með lágmarksstaðla eða viðmið fyrir söfn til að uppfylla til þess að fá fjármagn. Til dæmis að húsnæði safna þurfi að standast ákveðnar kröfur, öryggismál þurfi að vera í lagi, safnkostur þurfi að vera skráður stafrænt o.s.frv. Að sama skapi gæti sá sem veitir fjármagn- inu sagt: Við viljum að þú sýnir og skráir vinnuna sem snýr að því að þjóna samfélaginu eða: Við viljum sjá í skýrslunum ekki bara hversu margir gestir koma á safnið, heldur hvaða gestir það eru. Við viljum vita af samstarfinu sem þið skapið. Við viljum sjá hvernig þið komið að gagni eða gerið ykkur gildandi í sumum bæjarhlutum sem eru í erfiðri stöðu, og sérstaklega á þeim svæðum þar sem íbúarnir hafa ekki notað safnið í gegnum tíðina.

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.