Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 21

Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 21
23 En það er mjög mikilvægt, þegar slík sýningarefni eru valin, að það sé unnið með þau sem efnismenn- ingu. Að þau verði ekki að texta eða myndefni. Það þarf því að fara út og búa til, skapa, fá að láni, leita að, finna og safna hlutum sem gefa mynd af þessum samtímamálefn- um og að þú safnir þeim markvisst fyrir safnið. Á hinum enda rófins, þá vorum við með sýningar úr safn- kosti og innsetningar. Við réðum til okkar fólk til að búa til eitthvað nýtt og túlka safnkostinn á nýjan hátt, eins og á sýningunni Óséð svæði. Dvalarstaður djöflanna (Sites Unseen. Dwelling of the Demons) eftir lista- manninn Fred Wilson, en hann kannaði valdakerfi og velti fyrir sér hefðbundnum safnkosti safnsins, sem er af þjóðháttalegum toga. Fyrir hverja sýningu var sett saman sýningarteymi. Í hverju teymi var starfsmaður með fræðilegan bak- grunn í umfjöllunarefninu, utan- aðkomandi arkitekt eða hönnuður, viðburðarstjórnandi frá safninu, yfirmaður fræðslu allt frá upphafi, umsjónarmaður fasteigna, yfirmaður safnkosts, og utanaðkomandi mann- eskja sem þekkti efnið af eigin raun, hafði á því sérfræðiþekkingu. Þegar við réðum inn fyrsta stóra hóp fræðslu- og móttökustarfsmanna, þá réðum við inn um 10 manns samtímis. Við bjuggum til snjalla starfsauglýsingu, þar sem kom skýrt fram að við værum að ráða inn hóp og þannig gátum við leyft okkur að setja heildarkosti hópsins framar kostum einstaklinganna. Með þeim hætti uppfylltum við líka markmið lagarammans um starfsauglýsingar og ráðningar. Eitt af því sem við settum fram í auglýsingunni var sú að persónuleg eða eigin reynsla af ákveðnum málaflokki væri kostur. Innan fyrsta hópsins sem við réðum voru nokkrir HIV skráðir hinsegin aktívistar, stelpa sem var nýútskrifuð úr menntaskóla og aktívisti í mál- efnum ungs fólks. Strákur sem var í fótboltaliði sem vann verkefni með fólki sem var með HIV í Afríku, var sjálfur ættleiddur frá Afríku. Þarna kom persónulegur bakgrunnur heim og saman við fræðilegan bakgrunn eða menntun og reynslu af kennslu. Hópurinn var sérstaklega fjölbreyttur og þetta reyndist vera lykillinn að því hversu vel tókst til að tengja safnið Gautaborgarsvæðinu. Safnið hlaut líka mikla reynslu af ótrúlega erfiðu, en jafnframt ár- angursríku verkefni með stórum hópi fólks sem í voru fyrstu kynslóðar innflytjendur frá Afríku, öll íbúar og ríkisborgarar í Svíþjóð. Þetta var verkefni styrkt af Evrópusambandinu og átti safnið að vinna með ólíkum iðnfyrirtækjum í Gautaborg. Vegna kreppuástands var vinnunni með fyrirtækjunum slaufað, svo að hópur- inn var með safninu mun lengur en við öll bjuggumst við en vinnan snerist um að rannsaka og setja safn- kostinn frá Afríkuhorni [austurhluti Afríku] í samhengi. Þeim fannst stofnunin einfaldlega rasísk og við urðum að vinna okkur í gegnum oft á tíðum sársaukafull, nærgöngul og persónuleg ágreiningsefni. Við urðum að hlusta mjög vel hvort á annað til að skilja merkingu og tákn- fræði daglegra samskipta. Safnið bjó til dæmis til herbergi fyrir þetta verkefni sem af safnsins hálfu var nánast heilagt, af því að þaðan var óheft aðgengi að geymslunni þar sem safnkosturinn var varðveittur. Fyrir starfsfólk safnsins fól aðgangur að herberginu í sér ákveðin forréttindi. En það sem þátttakendur verkefn- isins sáu var að þetta herbergi var í kjallaranum, svo safnið hafði, eins og alltaf, ýtt þeim niður í kjallara og gert þau þar með ósýnileg. Þetta var gríðarlega erfitt fyrir alla sem tóku þátt, en sumir þátttakenda bundust safninu og eru ennþá í vinnu þar sem fastráðnir starfsmenn. Núna þegar ég horfi til baka, þá finnst mér vera líkindi við það sem mörg söfn finna fyrir núna, með Black Lives Matter í huga, þar sem gagnrýni er sett fram á söfn og bent á þörfina á því að vinna sig í gegnum bæði kerfisbund- inn og persónulegan rasisma – sem er viðhaldið af okkur og hvítu for- réttindum okkar. Gestatölurnar sýna fram á að gestir safnsins eru miklu yngri en víðast hvar annarstaðar á söfnum í heiminum. Var ákveðið í upphafi að einbeita sér að yngri aldurs- hópum? Hvernig völduð þið mark- hópana og umfjöllunarefnin? Ef þú ákveður að gera sýningu um HIV veiruna og alnæmi þá er það efnið sem laðar að sér yngri gesti. Í öðrum tilfellum beindum við sjónum okkar að eldri, hefðbundnari hópum. Við unnum mikið með rýnihópa og prófuðum á þeim mismunandi sýningarefni, eins og til dæmis með Paracas textílana sem voru lykilsafn- gripir í gamla þjóðháttasafninu. Við ákváðum við enduropnun safnsins að sleppa textílunum. Að hluta til var það vegna forvörslusjónarmiða en líka af því að í rýnihópavinnunni kom í ljós að fólkið sem hafði verið dregið á safnið á barnaskólaaldri langaði minnst af öllu að sjá textílana. Þeir voru neðst á listanum yfir það sem það hafði áhuga á að sjá. En almannarómur og menningarelítan í Gautaborg var annarrar skoðunar, fyrir þeim var það nánast glæpur að sýna ekki textílana. Þetta voru háværar raddir sem höfðu mikil áhrif en endurspegluðu ekki viðhorf almennings. Þetta dæmi sýnir hvernig gestarannsóknir styrkja hug- myndir og byggja traustar brýr yfir til almennings. Þegar kemur að notkun tungu- málsins, er það vandamál að flestir starfsmenn safna komi úr háskólaumhverfinu? Það fer allt eftir því hversu vel þú tengist samfélaginu. Ef þið eruð öll 25. kynslóðar fræðafólk, þá er ekki víst að það sé geta til þess að eiga samskipti út fyrir fræðasamfélagið, en ef að þú ert með fólk í starfi sem er af fyrstu kynslóð fræðafólks eða fólk sem er varla fræðafólk, þá munu

x

Safnablaðið Kvistur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.