Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 24
26
Undanfarin ár hefur Listasafn Reykja-
víkur staðið fyrir yfirlitssýningum
í Vestursal Kjarvalsstaða á verkum
núlifandi íslenskra myndlistarmanna
sem teljast hafa markað mikilvæg spor
í íslenskri samtímalist. Anna Líndal
(f. 1957) reið á vaðið með sýningunni
Leiðangur árið 2017, því næst beindi
safnið sjónum að ferli Haraldar Jóns-
sonar (f. 1961) á sýningunni Róf 2018
og snemma á þessu ári lauk svo sýn-
ingunni Úngl á verkum Ólafar Nordal
(f. 1961) en hún var opnuð á Kjarvals-
stöðum haustið 2019. Samfara sýn-
ingarframtakinu hefur Listasafnið
gefið út vandaðar, samnefndar bækur
um feril listamannanna þriggja og
eru þær til umfjöllunar hér. Ólöf K.
Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns
Reykjavíkur, annaðist sýningarstjórn
og ritstjórn bókanna um Önnu Líndal
og Ólöfu Nordal en í tilviki Haraldar
var það Markús Þór Andrésson, deildar-
stjóri sýninga og miðlunar hjá safninu.
Þessi sýningar- og útgáfuröð Listasafns-
ins hverfist – að minnsta kosti enn sem
komið er – um að kynna og kortleggja
ákveðna kynslóð í íslenskri myndlist.
Anna, Haraldur og Ólöf eru af sömu
kynslóð, eiga það sameiginlegt að hafa
sótt nám við Myndlista- og handíða-
skólann og eru félagsmenn í Mynd-
höggvarafélaginu – leiðir þeirra lágu
raunar fyrst saman á sýningunni Skúlp
túr, skúlptúr, skúlptúr á Kjarvalsstöðum
árið 1994. Þau hafa því verið samferða
og mótast sem virkir þátttakendur í
íslensku listalífi síðustu þrjá áratugina.
Á hinn bóginn sóttu þau öll einnig
nám til ólíkra stofnana erlendis; Anna
til Bretlands, Belgíu og Þýskalands,
Haraldur til Frakklands og Þýskalands
og Ólöf til Bandaríkjanna og Hollands.
Þau eru ólíkir listamenn og sem slíkir
góð dæmi um tjáningarbreiddina í
íslensku listalífi og um þá útvíkkun
sem einkennt hefur myndlist síðustu
áratuga og lýsir sér í blendingsformum
og krossræktun milli miðla, listgreina
og menningarsviða. Anna, Haraldur
og Ólöf eru listamenn sem finna hug-
myndum sínum farveg og form í því
efni eða með þeirri aðferð sem hentar
hverju sinni og leita eftir innblæstri
og efniviði í til dæmis þjóðsögum,
tungumálinu, jarðfræðirannsóknum,
aðferðafræði safna og vísindastarfs,
í byggingarvöruverslunum, söfnum
af ýmsu tagi, hversdagshlutum, nátt-
úrunni eða tilfinningalífi mannsins.
Öll hafa þau fengist við skúlptúr og
ljósmyndin hefur verið nokkuð fyrir-
ferðarmikil í verkum þeirra. Þá hafa
þau hvert um sig nýtt sér ýmsa miðla,
svo sem útsaum, vídeó, teikningu,
prent og texta.
Yfirlitssýningarnar á verkum lista-
mannanna voru prýðilegar og gáfu
góða innsýn í feril þeirra. Færa má
gild rök fyrir valinu á þessum þremur
ágætu listamönnum í sýningar- og
útgáfuröð safnsins þótt skiptar skoð-
anir geti verið á því hvaða listamenn
teljast, umfram aðra, hafa „markað
afgerandi spor í íslenska listasögu“
(samanber inngang bókarinnar
Róf). Með þessu framtaki eins helsta
listasafns landsins er ljóst að listsögu-
leg spor listamannanna eru í öllu falli
orðin meira áberandi en ella, ekki
síst fyrir tilstuðlan útgáfunnar sem
hefur tekist afar vel. Bækurnar eru
ekki aðeins heimild um sýningarnar
og feril listamannanna, heldur eru
þær skapandi vettvangur í sjálfum sér.
Hvort sem lesandinn sá sýningarnar og
þekkir til listamannanna eða ekki, þá
geta bækurnar hver um sig falið í sér
upphafið að nýjum eða ítarlegri kynn-
um. Hafi til að mynda yfirlitssýningin
kveikt áhuga á ferli listamanns – yfir-
litssýningar eru einstakt tækifæri til
að átta sig á þróun og samhengi milli
verka og á samhenginu við ytri þætti
Frá sýningum til bóka
Útgáfa Listasafns Reykjavíkur: Leiðangur, Róf og Úngl
– þá er bókin eigulegur gripur sem
má hafa með sér heim til að rifja upp,
glöggva sig betur á hlutunum, upp-
götva eitthvað nýtt og sökkva sér ofan í
heim listamannsins.
Bækurnar eru allar harðspjalda og í
handhægu broti; um hönnun þeirra
sá Ármann Agnarsson. Kápa hverrar
bókar gefur fyrirheit um inntakið:
hæðarlínur á landakorti og slóðir af
ýmsu tagi, saumaðar í léreft með mis-
munandi lituðum tvinna, liggja þvers
og kruss á kápu bókarinnar Leiðangur;
ljósir og dökkir tónar mynda órætt
samspil forma á kápu Rófs, og á kápu
Úngls sést móta fyrir mynstri sem er á
mörkum hins kunnuglega. Pappírinn
er vandaður og í mismunandi lit eftir
því hvort textinn er á íslensku eða
ensku. Í Úngl er gengið lengst í hönnun
bókarinnar sem sérstaks rýmis og
prentverks þar sem litur, áferð og
þykkt pappírsins er mismunandi eftir
bókarhlutum eða verkum sem tengjast
innbyrðis. Sú bók er sýnu stærst, um
250 blaðsíður. Prentið er fallegt í öllum
bókum og mikið er um litmyndir af
verkum listamannanna (þ. á m. eru
myndir frá yfirlitssýningunum á Kjar-
valsstöðum); stundum ná myndir yfir
heila síðu eða opnu. Í öllum bókunum
eru textar eftir ýmsa höfunda og fer
vel á því að prenta þá á mattan pappír.
Fyrir vikið eru myndirnar einnig allar
á möttum grunni, en í Úngl hefur verið
farin sú leið að prenta hluta myndanna
á sérstakar myndasíður, þ.e. á pappír
með meiri glans, og er það skiljanlegt
sjónarmið. Í Úngl eru aðrar myndir og
textar prentaðir á þykkari pappír með
aðeins grófari áferð, utan textasafns
Ólafar, Sögur, sem prentað er á þunn-
an, gagnsæjan pappír. Tilfinning fyrir
áferð og mismunandi blæbrigðum
er fyrir vikið ríkust í Úngl. Í heild má
segja að hér sé ekki um að ræða lista-
verkabækur þar sem sérstök áhersla er
lögð á litmyndir af listaverkum í stóru
broti. Fremur er leitast við að flétta
saman myndum af verkum og textum
og leiða þannig lesandann inn í sam-
fellu þar sem eitt tekur við af öðru er
varpar ljósi á feril listamannanna.
RÝNI / Anna Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og listfræðingur