Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 30
32
þar sem reynsla starfsfólks af vett-
vangi hefur meira vægi. Niðurstöður
leiddu í ljós að skipulagsstrúktúr
safna hefur bein áhrif á fræðsluhlut-
verk þeirra. Opinber rödd safnsins,
sem birtist m.a. í stefnumótunar-
skjölum og ársskýrslum þess, sýndi
fram á að viðfangsefnið myndlist var
sett í forgrunn en fagleg þróun safn-
fræðslustarfsins og samfélagslegt
hlutverk safnsins hafði minna vægi.
Engin opinber fræðslustefna var til
staðar og áform um mótun hennar
hafa dofnað með árunum. Tækin
sem notuð eru til að mæla árangur
safnsins á þessu sviði (t.d. skorkort)
styðja ekki við faglega þróun. Það
sem kom einna mest á óvart var að
safnfræðsla virðist teljast stökkpall-
ur yfir í önnur störf innan safna
sem njóta meiri virðingar. Þá er fag-
legur grunnur safnfræðslustarfsins
ekki skýr. Ákvarðanir eru teknar á
persónulegum nótum fremur en að
safnið hafi skýra sýn sem mennta-
og menningarstofnun. Vöntun á
virðingu fyrir fræðslustarfi safna
er ein ástæða þess að fólk kýs að
stökkva í önnur safnastörf þar sem
meira rými er fyrir vöxt og þróun.
Framtíðarmúsík
Stafræna menntaverkefnið Biophilia
var skoðað til að kanna framtíðar-
möguleika og hömlur við faglega
nálgun safnfræðslu. Verkefnið er
runnið undan rifjum Bjarkar Guð-
mundsdóttur sem gaf út plötu með
sama nafni 2011 og 10 kennslufræði-
leg smáforrit í kjölfarið. Björk sá
verkefnið upphaflega fyrir sér sem
safn með afgerandi fræðsluhlutverk
og sterk umhverfistengsl. Spjald-
tölvur voru nýkomnar til sögunnar
þegar verkefnið fór af stað og smá-
forritin virkuðu eins og pop-up safn
eða smástundarsafn.6 Á alþjóðavísu
tóku a.m.k. 17 söfn þátt í fram-
kvæmd fræðslusmiðja Biophilia sem
jafnframt var formennskuverkefni
Íslands í Norrænu ráðherranefndinni
2014–2016, leitt af Mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytinu í samstarfi við
Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg.
Þrátt fyrir sterkan meðbyr þeirrar
stjórnsýslu sem jafnan hefur með
starfsemi íslenskra safna að gera var
farið á mis við söfn sem óformlegan
námsvettvang hér á landi. Ég tók sex
viðtöl og aflaði mikilla gagna til að
komast að því hvað safnfræðsla gæti
lært af verkefninu. Kennslufræðileg
nálgun Biophilia-menntaverkefnis-
ins reyndist keimlík því námi sem
fram fer á söfnum. Þegar best lætur
er nálgunin eins og bráðsmitandi
„vírus“ sem kveikir áhuga allra þátt-
takenda á skapandi, tilraunakenndri
og þverfaglegri teymisvinnu. Nálg-
un Biophilia er opin fyrir óvæntum
möguleikum, varpaði ljósi á tengsl
milli safnfræðslu, gjörnings (learning
as performance) og gagnrýninnar
kennslufræði (critical pedagogy).
Hagnýtt líkan
Doktorsverkefnið leiddi m.a. í ljós að
safnfræðsla sem sérstakt fag krefst
fræðilegra kennslulíkana og styðj-
andi skipulagsheilda (organizational
structure) innan safna. Stuðla þarf
að valdeflingu safnkennara innan
þessara skipulagsheilda til að ná
fram breytingum til lengri tíma.
Ef söfn ætla sér að ná langvarandi
árangri sem fræðslustofnanir verða
þau að gefa safnfræðslu aukið vægi
og rými í skipulagi sinna stofnan-
anna (þ.m.t. fjármál) og auka mark-
visst skuldbindingar sínar gagnvart
menntunarhlutverkinu.
Söfn hafa verið gagnrýnd fyrir
að vera menningarlega ríkar en
kennslufræðilega fátækar stofnanir.
Til að sporna við slíku ástandi var
kynnt til sögunnar hagnýtt líkan,
byggt á niðurstöðum rannsóknar-
innar (sjá mynd 2). Líkanið beinir
sjónum að samverkandi heild þriggja
ólíkra þátta: menningarhlutverki
safna, menntunarhlutverki þeirra
og fólkinu sem sinnir safnfræðslu
innan þessara stofnana. Rannsókn-
in leiddi í ljós að þegar horft er til
framtíðar í fræðslumálum safna er
nauðsynlegt að samþætta víðtækt
menningarhlutverk safna sem
birtist m.a. í stefnum þess og fram-
tíðarsýn, ígrunda kenningarlegan
grunn menntunarhlutverks þeirra
og ígrunda hvernig hlutverki safn-
fræðslufólks er best háttað þannig
að safnfræðsla sem skapandi fag nái
að festa rætur.
„Ástandsskoðun“ 2020
Til gamans og sem tilraun til að
tengja efnistök greinarinnar við
íslenskan veruleika var framkvæmd
eins konar „ástandsskoðun“ á stöðu-
gildum og starfsheitum þeirra sem
sinna safnfræðslu. Könnun var lögð
fyrir 55 manna Facebook-hóp sem
kallar sig „Fræðslusérfræðingar á
söfnum“. Þá voru heimasíður viður-
kenndra safna skoðaðar og þeim
send skrifleg fyrirspurn um starfs-
hlutföll og starfsheiti. Svör bárust
frá 72 starfsmönnum á 42 söfnum,
Ég er í hlutastarfi
við fræðslu á safni
64,66%Ég er í 100% fræðslustarfi á safni
8,8%
Mig langar mjög mikið til að sinna
fræðslumálum safnsins en kemst
sjaldan í það vegna anna við önnur
verkefni
5,5%
Viðburðir eru hluti af fræðslustarfi mínu
16,17%
Ég starfa ekki beint við fræðslu en er í
samstarfi við þá sem sjá um hana, 4,4%
Safnfræðslustarf á 42 söfnum
(svörun frá 72 starfsmönnum)
Ég er í hlutastarfi
við fræðslu á safni
64,66%Ég er í 100% fræðslustarfi á safni
8,8%
Mig langar mjög mikið til að sinna
fræðslumálum safnsins en kemst
sjaldan í það vegna anna við önnur
verkefni
5,5%
Viðburðir eru hluti af fræðslustarfi mínu
16,17%
Ég starfa ekki beint við fræðslu en er í
samstarfi við þá sem sjá um hana, 4,4%
Safnfræðslustarf á 42 söfnum
(svörun frá 72 starfsmönnum)
Ég er í hlutastarfi
við fræðslu á safni
64,66%Ég er í 100% fræðslustarfi á safni
8,8%
Mig langar mjög mikið til að sinna
fræðslumálum safnsins en kemst
sjaldan í það vegna anna við önnur
verkefni
5,5%
Viðburðir eru hluti af fræðslustarfi mínu
16,17%
Ég starfa ekki beint við fræðslu en er í
samstarfi við þá sem sjá um hana, 4,4%
Safnfræðslustarf á 42 söfnum
(svörun frá 72 starfsmönnum)
Mynd 3 – Flestir þátttakendur í hlutastarfi.