Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 33
35
Jóna Símónía
Forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í nýju starfi?
Helsta áskorunin er að taka á
geymslumálum safnsins og skráningu
muna. Fyrsti veturinn fór í að skipu-
leggja skráningu og tiltekt ásamt því
að skipuleggja sumarstarfið.
Hverjar verða helstu áherslur
á næstu 2–3 árum?
Helstu áherslur verða á skráningu en
líka á að breyta aðeins opnun safns-
ins sem hingað til hefur verið bara
yfir sumarið. Við viljum gjarnan
hafa opið t.d. í desember og koma til
móts við íbúa með jóladagskrá sem
og um páska. Safnkennsla er líka
eitt sem við leggjum áherslu á að
komist í gagnið.
Verður bryddað uppá
einhverjum nýjungum?
Nýjungarnar hjá okkur verða helst
í formi lifandi safns og að sýna
gamalt verklag. Við erum t.d. núna
að setja upp aðstöðu til beitningar
þar sem sjá má hvernig það hefur
breyst í tímans rás og stefnum á
að fá menn til að kenna beitningu,
hnýta net og seinna að verka salt fisk
og þurrka. Aukið samtal við nær-
umhverfið er þannig mál málanna
hjá okkur.
Kristín Scheving
Safnstjóri Listasafns Árnesinga
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í nýju starfi?
Að komast inn í öll mál þar sem safn-
stjóri í litlu safni þarf að geta gengið
í flest störf í safninu þannig að það er
margt að læra. Svo er mikilvægt að
ná eyrum samfélagsins og mynda góð
tengsl. Mér fannst líka mikilvægt að
kynnast safneigninni og það var eitt
af fyrstu verkefnum mínum að skoða
hana frekar.
Hverjar verða helstu áherslur
á næstu 2–3 árum?
Listasafn Árnesinga mun áfram vera
með fjölbreyttar sýningar eins og
áður og við munum einnig vinna í
að kynna safneignina. Við byrjuðum
strax á því á covid tímum. Stefnan
er að vinna í skráningum til að geta
miðlað enn frekar upplýsingum um
verkin okkar og við erum að skoða
ýmsa fleti á því starfi. Við erum einnig
að vinna að því að efla vefsíðuna
okkar og stefnum t.d. á að gera allar
katalógur sem safnið hefur gefið út
aðgengilegar þar, sem og meiri upplýs-
ingar um sýningar safnsins. Fræðslu-
starfið mun áfram vera mikilvægur
hluti af starfi okkar.
Verður bryddað uppá einhverjum
nýjungum?
Við munum örugglega gera það, erum
mikið að hugsa um hvernig safnið
nær til fleiri aðila og viljum nota
tæknina enn frekar.
Andri Guðmundsson
Forstöðumaður Skógasafns
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í nýju starfi?
Það er auðvitað margt nýtt að takast á
við þegar tekið er við sem forstöðumað-
ur safns. En þar sem ég hafði unnið á
safninu í nokkur ár áður, kynntist ég
safninu vel og faglegu starfi þess og
hafði því ákveðna reynslu. Engu að
síður var nauðsynlegt að setja sig inn í
margt nýtt í sambandi við fjármál og
rekstur ásamt viðhaldi húsa. Þetta hef-
ur verið lærdómsríkt ferli og ég er enn
að læra og tileinka mér nýja hluti.
Hverjar verða helstu áherslur
á næstu 2–3 árum?
Í ár fengum við úthlutað öndvegisstyrk
frá Safnasjóði til ársins 2022 í sam-
bandi við frágang og endurskipulagn-
ingu í geymslum safnsins. Á næstu
árum verður lögð áhersla á þetta
verkefni samhliða öðrum verkefnum
tengdum safnkosti safnsins. Einnig
þarf að bregðast við breyttum aðstæð-
um eftir heimsfaraldur kórónuveiru og
erfitt er að segja um hvort gengið verði
að sama rekstrarumhverfi.
Verður bryddað uppá
einhverjum nýjungum?
Það eru margar spennandi hugmyndir
í gangi hjá okkur um þessar mundir í
sambandi við miðlun. Við höfum verið
dugleg að miðla efni frá okkur á vef- og
samfélagsmiðlum og munum halda því
áfram. Þá erum við að vinna að útfær-
slu á ýmsum miðlunarleiðum svo sem
hljóðleiðsögn um hluta safnsins.