Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 36
38
vera mötun á upplýsingum yfir í
að tengja við hugarheim þess sem
nemur, sem síðan fetar sína eigin
leið til að byggja við sína þekkingu
og skilning út frá fyrri þekkingu
og reynslu, með öðrum orðum hug-
smíðahyggja. Heimspekingurinn
John Dewey er einn upphafsmanna
hugsmíðahyggjunnar. Hann lagði
höfuðáherslu á reynslu og upplifun í
allri heimspekiumræðu en ekki síst
þegar fjallað væri um inntak, eðli og
markmið menntunar. Hein vitnar
í Dewey og útskýrir að það sé ekki
nóg að reynslan sé áhugaverð og
lifandi því þá falli hún fremur undir
afþreyingu en fræðslu. Hún þurfi
líka að vera skipulögð, úthugsuð, svo
hægt sé að læra af henni. Rútínu-
bundin reynsla, sem ekki örvar
eða hvetur, hefur heldur ekkert
menntunargildi. Inni á söfnum sé
t.d. ekki nóg að hafa eitthvað til að
prófa eða snerta (e. hands-on) held-
ur verði að vera einhver meining á
bakvið, eitthvað til að uppgötva (e.
minds-on).
Og hvað svo?
Áðurnefnd Cornelia Brüninghaus-Knu-
bel brýnir mikilvægi þess að koma til
móts við allt samfélagið fyrir lesend-
um sínum í sömu grein og við vitnum
til í byrjun.
Allir sérfræðingar í söfnum, hvert sem
starf þeirra er eða sérhæfing, þurfa að
vera sannfærðir um nauðsyn þess að deila
mikilvægi þekkingar og skilnings á upp
runa mannkynsins og menningunni sem
það hefur skapað, sem og náttúruarfleifð
plánetunnar. Vitneskjunni þarf að deila
með sem flestum, á öllum aldri og af öllum
félagslegum stigum.2
Með nýrri safnafræði (sem helst í hend-
ur við hið póstmóderníska safn sem
áður er minnst á) breytast starfshættir
safna, og athygli starfsfólks færist
meira á samfélagsleg verkefni samtím-
ans og að takast á við ólíkar skoðanir
og sjónarhorn. Fagfólk á söfnum gerir
þá kröfu að allir hafi tækifæri til að
segja sína sögu og ólíkir gestir sjái sögu
sína speglaða á sýningum. Þungamiðja
safnastarfs hefur færst frá safnkostin-
um yfir á þjónustu við samfélagið.
Þetta kallar á breytingar í starfsháttum
safna. Það er alveg sama hvernig safn
er um að ræða, samstarf verður að vera
á milli starfsfólks safnfræðslu, sýn-
ingargerðar og safnkosts.
Þó að hugsmíðahyggjan sé sannfær-
andi er ekki er líklegt að neitt safn not-
ist eingöngu við fræðslu í anda hennar
heldur mun að líkindum verða notast
við ólíkar aðferðir fræðslu áfram.
Safnfræðslan þarf að vera úthugsuð
í samstarfi safnkennara og annarra
Þessi nýja sviðsmynd safnastarfs kallar
á ný vinnubrögð innan safnanna sam-
kvæmt Marstine. Hún segir að efla
þurfi samstarf á milli ólíkra deilda.
Tilhneigingin sé sú að sýningarstjórar
taki allar ákvarðanir varðandi sýn-
ingahald en safnkennarar hafi litla
rödd. Safnfræðslan hefur gjarnan verið
jaðarsett, segir hún, og hengd utan á
innihaldið eftir á. Nútíma sýningagerð
kallar á samstarf milli sýningarstjóra
og safnkennara alveg frá upphafi
undirbúnings sýningarverkefna.
George E. Hein skrifaði bókina Learning
in the Museum (1998) sem margt safna-
fólk kannast við. Hann er leiðandi
fræðimaður á sviði safnfræðslu og
gagnast umfjöllun hans vel þeim
sem áhuga hafa á miðlun þekkingar
á söfnum til ólíkra gesta. Hein notar
hugtakið safnfræðsla (e. museum
education) fremur vítt en samkvæmt
honum eru meginstólpar safnfræðslu
allt í senn sýningargerð, framsetning
og túlkun sýningarefnisins, auk dag-
skrár og leiðsagna sem safnkennarar
sinna. Hann segir ekki nógu mikla
þekkingu innan safna á því hvað nám
er og af hvaða þáttum nám saman-
stendur, sem endurspeglist meðal
annars í óskýrri safnfræðslustefnu.
Hein fjallar um ólíkar kenningar
um þekkingu, nám og kennslu og
undirstrikar mikilvægi þess að starfa
samkvæmt ákveðinni hugmyndafræði
í allri safnfræðslu. Söfn eru uppfull
af alls konar menntunartækifærum
enda eru þau talin til menntastofnana.
Hugmyndir sýningahöfunda um eðli
fræðslu endurspeglast í sýningum sem
þeir setja upp. Að okkar mati miðast
sýningagerð safna alltof oft við mötun
á endanlegum sannleika fremur en
að fá gestinum vald yfir þekkingarleit
sinni og ályktunum.
Einn útgangspunkta við sýninga-
og dagskrárgerð safna þarf að vera
hvernig fólk lærir. Hein ræðir um
fjóra flokka fræðslu á sýningum í
söfnum, sem eru á rófi frá því að