Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 37

Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 37
39 sérfræðinga safnsins og hún þarf að byggja á viðeigandi kennslufræðum og hugmyndafræði menntunar. Þá er hægt að semja og styðjast við safn- fræðslustefnu sem byggir á betri skiln- ingi á milli ólíkra fagsviða safnsins og endurspeglar sameiginlegt markmið alls starfsfólks; þ.e.a.s. þjónustu við samfélagið og sífellt samtal og sam- vinnu við hina ólíku hópa þess. Samkvæmt Marstine sjást breytingar í safnastarfi helst í tímabundnum sýningum en síður innan safnsins sjálfs sem stofnunar. Breytingar taka tíma. Stórar grunnsýningar eru endur nýjaðar á margra ára fresti en það þýðir ekki að það megi ekki breyta ýmsu. Til dæmis er hægt að endurskoða sýningartexta sýninga með hugsmíðahyggju í huga og bæta safnfræðsluna með kennsluaðferðum sem veita gestum meira frelsi. Skipta má út hefðbundnum leiðsögnum fyrir aðra nálgun sem reiknar með fyrri þekkingu og virkni gesta. Til þess að svo megi vera þarf að vera unnið eftir meðvitaðri safnfræðslustefnu sem allt starfsfólk safnsins stendur að. Að lokum Söfn standa frammi fyrir nýjum veruleika. Sama krafa hljómar úr öllum áttum: ICOM (International Council Of Museums), CECA (Com- mittee for Education and Cultural Action), Safnastefna á sviði menn­ ingarminja, safnalög, fræðafólk, safnafólk, fulltrúar minnihlutahópa, menningarstefna mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins, aðgerða- áætlun um menningu barna og ung- menna, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hið endurskilgreinda safn, póstmóderníska safnið, er mál málanna í safnaheiminum í dag. Það sést til dæmis í tillögu að nýrri safnaskilgreiningu ICOM og efni ráðstefnu CECA fyrir 2021. Þar verð- ur rætt um ofangreint, sbr. lýsingu sem gefin hefur verið út um þema ráðstefnunnar. Lykilorðið þar er samsköpun (e. co-creation). Lýsingin hljómar svo í þýðingu okkar: Sífellt fleiri söfn nota verklag þar sem gengið er út frá því að margir taki þátt í að móta hugmyndir, dagskrá og viðburði. Hugsjón þeirra og markmið er að allir hópar séu með, þau hvetja til samtals, samvinnu og samsköpunar ólíkra sam­ félagshópa og einstaklinga, ungra sem eldri. Þessi nýi tónn er kominn til að vera. Að eiga í samvinnu og samtali við almenning er hvetjandi afl fyrir margar stofnanir sem vinna ötullega að því, ekki aðeins innan veggja safnsins heldur einnig utan þeirra. Þetta er ekki aðeins tískubylgja; þetta er ný hugsjón um söfn og hlutverk þeirra. Þar sem samsköpun snertir þó nokkur svið safnastarfs liggur ábyrgð á henni ekki aðeins hjá safn­ fræðslu eða markaðs­ og kynningardeild­ um heldur hjá stofnuninni í heild. Þetta þýðir að við þurfum að breyta skipulagi okkar. Lykilatriðið í aðlöguninni liggur í fræðslu­sýningarstjórn (e. edu­curation), (þar sem safnkennarar taka þátt í að móta sýningar og sýningasali), vegna þess að samsköpun með þátttöku almennings gengur aðeins upp ef ólíkar deildir safns­ ins vinna á þann hátt sín á milli.3 Ný safnaskilgreining og hin nýja safnafræði kallar á ný vinnubrögð innan safna. Nú þegar eru fjölmörg dæmi um starfsemi í safnageiranum hér á Íslandi þar sem verið er að svara þessu kalli. Við hvetjum lesendur til að rifja upp í huga sér eitt og annað sem sýnir fram á að íslensk söfn séu með á nótunum. En til brýningar er hér stutt upptalning á atriðum sem við teljum farsælt að við safnafólk höfum í huga við skipulag vinnu okkar: – Tengjast ólíkum hópum samfélags- ins til að fá breiða sýn og hugmyndir – Leita sífellt nýrra leiða til miðlunar – Vera meðvituð um bæði það sem er yrt og óyrt á sýningum og við- burðum – Gera safnið að aðlaðandi vettvangi samtals um ólík málefni – Innleiða skýra sameiginlega sýn starfsfólks á markmið safnastarfsins, þvert á allar deildir og sérhæfingu – Skapa vettvang innan safna til sam- sköpunar sýninga, viðburða og dag- skrár, bæði með þátttöku starfsfólks og aðila utan safnsins – Taka afstöðu í málefnum sem snerta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Við vonum að þessar hugleiðingar verði lesendum hvatning til að stíga skrefið til fulls inn í hið nýja safn, safnið sem starfar þverfaglega og tek- ur samfélagið inn í starfsemina. Frumtextar á ensku: 1 What are museums for? What is the purpose of all the efforts in collecting, restoring and displaying objects? [...] In fact, this is undertaken in order to make the museum’s knowledge and collections known to the public, to people of all ages and back- grounds, and to let them participate in knowledge and culture. Consequently it is important that every action of the museum should aim to serve the public and their education. 2 All museum professionals, whatever their particular job or specialization, need to have a strong belief in the need to share with as many persons of all ages or social levels as possible knowledge of the importance of discovering and understanding the roots of mankind and their creation of culture as well as the natural heritage of our planet. 3 An increasing number of museums are operating within a participatory framework as regards ideas and activities. Taking an inclusive mission as their starting point, they are embracing dialogue, cooperation and co-creation with various communities and individuals, young and less young. This new tone would seem to be irreversible. Collaborating and engaging in dialogue with the public is a motivating force for many org- anizations and one that is being worked on ardently, not only inside but also outside the museum walls. It is more than a trend; it is a new vision of the museum and its remit. Since co-creation affects several of a museum’s areas of activity, responsibility for it lies not solely with the educational or external relations departments, but with the whole organization. This means that we will have to adjust our organisation. A movement in which edu-curation (the educator’s participation towards exhibitions and gallery museography) can play a key role, because co-creation with the public can often be only successful if there is co-creation between the different departments in the museum. Anna Leif Elídóttir, meistaranemi í Safnafræði. Jóhanna Bergmann, meistaranemi í kennslufræðum við LHÍ.

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.