Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 39

Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 39
41 AlmaDís Kristinsdóttir Safnkennari til margra ára og nú safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar: Hvað hefur helst haft áhrif á störf þín í safnfræðslu? Mér dettur helst í hug að nefna 51 viðtal sem ég tók við fræðslufólk hér á landi og í Hollandi á árunum 2011– 2018. Það var gríðarlega lærdómsríkt að hlusta á allt þetta frábæra fólk og fá innsýn í fræðslustarf ólíkra safna. Ég tengdi sterkt við reynsluheim þeirra, áskoranir og árangur í starfi. Það voru í raun viðtölin sem hjálp- uðu mér að halda það út og klára doktorsverkefni um safnfræðslu því mér rann blóðið til skyldunnar að leyfa röddum kollega minna að heyr- ast. Raddir fræðslufólks eru magn- aður þekkingarbrunnur sem mætti rannsaka mun meira og nýta betur í safnastarfi. Málið er að ábyrgð safna á menntunarhlutverkinu er oft sett á fáa einstaklinga sem eiga það til að brenna út því álagið getur orðið mjög mikið. Ástríða og þreyta í fræðslustarfinu skein í gegn í hverju einasta viðtali sem ég tók. Að mínu mati er vandinn kerfislægur og mun stærri en einstaklingurinn. Það er ofuráhersla lögð á viðfangsefni safna og ákveðna afgreiðslu hópa. Minna er gert úr kennslufræði safna og að skoða hvaða þekkingu er verið að miðla og af hverju. Ef ég ætti að sjóða þetta saman í eina setningu þá myndi ég segja að helsta bjargráð safna til að bæta fræðslustarf sitt er að horfa og gagnrýnum augum á það. Það er erfitt en nauðsynlegt. Annars er mikil hætta á stöðnun í stað þess að virkja þá ástríðu og sköpunarkrafta sem eru svo sannar- lega til staðar í safnfræðslustarfinu. Helga Einarsdóttir Fræðslustjóri hjá Alþingi: Hvað hefur helst haft áhrif á störf þín í safnfræðslu? Ég nota talsvert mikið úr kennslu- náminu við störf mín í safnfræðslu, yfirleitt hef ég heimsóknina á svo- kallaðri kveikju til að vekja áhuga nemenda. Ég hef alltaf verið hrifin af fjölgreindarkenningu Gardners þar sem lögð er áhersla á að allir geti tileinkað sér vissar upplýsingar þó einstaklingar nálgist þær á mismun- andi máta. Ég styðst yfirleitt við aðal- námskrá hverju sinni þegar ég útbý og þróa safnfræðslu fyrir skólahópa. Þó reyni ég að hafa markmiðin ekki beint sjáanleg heldur legg frekar áherslu á að heimsóknin sé skemmti- leg upplifun en á sama tíma fræðandi, án þess helst að krakkarnir fatti það. Eins er ég farin að hafa Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna talsvert að leiðar- ljósi. Ég fylgist með hvað önnur söfn, bókasöfn og menningarstofnanir eru að gera í fræðslumálum en sjálfri finnst mér lærdómsríkast að heim- sækja aðra fræðslusérfræðinga, heyra og upplifa hvaða áherslur þeir eru með í sinni vinnu. Mér finnst radd-og áherslubeiting, líkamstjáning og augnsamband við nemendur í hópnum skipta miklu máli. Ég reyni að hvetja nemendur til að spyrja eða spyr þá sjálf reglu- lega út í það sem tekið er fyrir. Ég legg mikið upp úr að gera upp- lýsingar aðgengilegar og einfalda eftir þörfum hópsins. Það þarf heldur ekki að koma öllum upp- lýsingum til skila í einni heimsókn heldur frekar byggja fræðsluna upp á þann hátt að nemendur geti komið á mismunandi skólastigum í ólík safnfræðsluprógrömm. Og þannig fræðst um viðkomandi stofnun út frá mörgum sjónarhornum og ólík- um nálgunum. VIÐTÖL VIÐ SAFNKENNARA Safnkennarar nálgast verkefnin á fjölbreyttan hátt og mótast af ólíkum hlutum. Nokkrir reyndir safnkennarar voru teknir tali og þær spurðar að því hvað hefði helst haft áhrif á þær í þeirra störfum. Bjargir í safnfræðslu

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.