Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 47
Vatnskötturinn í túlkun Ránar Flygenring.
Jarðfræðin hefur sinn sess í sýn-
ingunni þar sem er fallegt safn
holufyllinga og kristalla úr náttúru
Íslands auk flettiskjáa. Holufyllingar
eru síðsteindir sem verða til þegar
heitt vatn leikur um holrými ofan í
berggrunninum. Þarna gefst kostur
á að fræða nemendur um drauga-
steina og silfurberg og segja frá
tengingu holufyllinga við vatn og
hlutverki silfurbergs í þróun smá-
sjárinnar en íslenska silfurbergið er
óvenjutært og var áður fyrr notað
við rannsóknir í ljósfræði.
Í lok heimsóknar fá nemendur á
efsta stigi að sjá nýlega fræðslu-
mynd í teiknimyndaformi um vatn,
eðli þess og uppruna. Myndin er
einstaklega myndræn og auðskilin.
Hún er framleidd af BBC og talsett af
Stjörnu-Sævari (Sævar Helgi Braga-
syni) fyrir Náttúruminjasafnið. Gam-
an hefur verið að fylgjast með
hversu vel myndin fangar athygli
nemendanna.
Úr mörgu að velja
Viðfangsefni fyrir skólahópa eru í stöð-
ugri þróun. Eftirfarandi viðfangsefni
standa eldri nemendum til boða:
– Vatnið
– Ár og árgerðir
– Veður og loftslag
– Votlendi
– Líf í ferskvatni
– Líffræðilegur fjölbreytileiki
– Þingvallavatn
Eins og sjá má á þessari upptalningu
eru efnistök í fræðslunni fjölbreytt
með ferskvatnið, eina dýrmætustu
aðlind landsins, í forgrunni. Fræðslan
byggist á því að virkja gesti til að
horfa, hlusta, spyrja, leika og kanna.
Að lokinni heimsókn á sýninguna
er það von safnkennara að nemend-
ur séu fróðari og áhugasamari um
undraveröld vatnsins og mikilvægi
þess sem undirstöðu lífs á jörðinni.
börn fá opin verkefni sem tengjast
lífríki ferskvatns þar sem áherslan
er á teikningu. Kennarar geta valið
sérstök efnistök fyrir nemendur
sína í 5.–10. bekk grunnskóla. Verk-
efnablöðin eru á formi spurninga
sem þarf að svara eða krossa við. Á
bakhlið er lítil þraut, völundarhús
eða orðarugl sem er valkvætt. Flestir
nemendur taka verkefninu fagnandi
en þau sem minni áhuga hafa upplifa
ákveðið frelsi að fá að sleppa því.
Í fimm vatnsbúrum sýningarinnar
eru lifandi dýr og jurtir. Lífríkið í
búrunum er breytilegt, stundum má
finna þar vatnskött ásamt fullorðn-
um vatnabjöllum eða vatnatítum, allt
eftir því hvað veiðst hefur á hverjum
stað og tíma. Raunstærð vatnskatt-
ar er um 1–2 cm og geta nemendur
fylgst með honum í stækkunargleri
þar sem hann skríður eftir botninum
eða syndir um. Fyrir framan búrin er
stórt vatnsborð. Í vatninu er líkan af
vatnabjöllu og rykmýslirfu í 20-faldri
stækkun sem gefur gestum kost á
að skoða sérkenni dýranna sem ekki
sjást í raunstærð með berum aug-
um. Vatnsborðið býður upp á marga
möguleika. Í því er hægt að hand-
fjatla lifandi dýr og vatnagróður og
einnig er hægt að spá í eðliseiginleika
vatns með því að fylla á og leika sér
með vatn í sérútbúnum vatnstönk-
um. Með aðstoð stækkunarglerja,
víðsjár og tölvuskjás er hægt að rýna
betur í lífríkið í vatnsborðinu.
49
Allir finna eitthvað við sitt hæfi á sýningunni. Hér er það bleikjuleikurinn og Þingvallavatn. Ljósm. Vigfús Birgisson.
Kristín Harðardóttir, safnkennari.