Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 48

Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 48
bæjar hús safnsins undir leiðsögn eins og gert var áður. Í öðrum hlutanum skoða börnin torfbæinn á eigin veg- um út frá ratleik þar sem þau eiga að finna valda hluti eins og ask, strokk og helstu muni sem tilheyrðu torf- bæjarlífi. Með því að sjá raunverulega gripi rifja þau upp námsefnið eða undirbúa sig fyrir að læra um það í skólanum. Í hinum hlutanum vinnur hópurinn verk sem er mismunandi eftir árstíma og veðri, sem eins og við vitum skiptir miklu máli á Íslandi. Ullarvinnan hefur reynst hentugust yfir vetrartímann. Börnin fá óunna ull í hendur og þurfa að átta sig á hvernig henni er breytt í ullarþráð sem hægt er að prjóna flík úr. Þetta er eitthvað sem flest börn geta ómögulega áttað sig á fyrr en þau fá að prófa. Á veður- blíðari árstímunum: Vor, sumar og haust eru útiverk í forgrunni eins og að finna til eldivið, bera vatn og sópa fyrir utan bæinn. Þau kynnast mikilvægi vatnsburðar áður en vatn á krana var leitt inn í hús, bera hrís að stöðum sem hann var notaður, ýmist til eldiviðar í smiðju og í fjárhúsinu við gerð á torfþaki. Breytingin hefur gefist mjög vel og nær undantekningarlaust hafa nemendur verið glaðir að heimsókn lokinni. Það hefur verið gaman að finna hvernig þeir virðast njóta þess að fá tækifæri til að læra um verklega þekkingu með því að prófa hana en ekki bara hlusta á fróðleik um hana. Enda hafa flestir flestir á þessum VERK AÐ VINNA Á ÁRBÆJARSAFNI Löng hefð er fyrir árstíðabundinni fræðslu á erlendum útisöfnum og því gaman að þróa slíka hér á landi sem viðbót við íslenska safnaflóru. Árbæjar safn nýtur þeirrar sérstöðu að vera sveit í borg, hafa torfbæ inn- an sinna vébanda og vera staðsett við miðju höfuðborgarsvæðisins. Markhópur fræðslunnar er allir 3.–4. bekkir grunnskóla á stór-höfuðborgar- svæðinu. Því er úr nægum efnivið að moða, bæði hvað snertir stærð mark- hópsins sem og efni sem hægt er að nýta í fræðsluna, og verður nánar lýst í þessari grein. Veturinn 2016 hóf göngu sína fræðsla á Árbæjarsafni undir heitinu Verk að vinna fyrir 3.–4. bekk grunnskóla. Fræðslan er hugsuð sem vettvangsferð í tengslum við námsefnið Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti og leysti af hólmi leiðsögnina Ísland áður fyrr sem lengi hafði notið mikilla vinsælda hjá kennurum, enda beintengd við fyrrnefnt námsefni. Tími var kominn til að hleypa að breytingunum í takt við nútímalegar áherslur í faginu og bæta virkni við þetta vinsæla efni. Börnum er nú gefið tækifæri til að prófa að vinna eitthvað af þeim verk- um sem unnin voru áður fyrr með því markmiði að vitneskjan festist í gegn- um virkni. Verk að vinna er skipt í tvo hluta og er notast við stöðvaskipulag í stað þess að leiða bekkinn í gegnum gömlu 50 Árstíðabundin fræðsla

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.