Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 51

Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 51
Ég hvet fólk til að heimsækja söfn oft, fara aftur og aftur á sama stað og gefa sér tíma til að melta það sem fyrir skilningarvitin ber. Fólk hefur áhuga á fortíðinni og menningunni sem tæki til að skilja betur samtíð- ina og framtíðina. Á síðasta ári var voru framlög til safnasjóðs hækkuð – fylgdu þeirri hækkun einhver tilmæli? Þessi ríkisstjórn hefur það á stefnu- skrá sinni að rækta menninguna og sér þess stað í stjórnarsáttmálanum þar sem höfuðsöfnin eru tiltekin og að styrkja beri starfsemi þeirra. Við vitum að það hefur þurft að setja meiri fjármuni í þessi verkefni, en við settum þetta í hendur þeirra sem eru að stýra ráðinu og söfnunum og erum að segja „við treystum ykkur fyrir þessari sköpun og miðlun“. Söfnin eru með ákveðna framtíðar- sýn og við treystum henni, við kjós- um að treysta fólkinu okkar fyrir því. Við vitum að söfn lentu mörg í niðurskurði í kjölfar hrunsins en hafa síðan náð að efla sértekjur sínar í takti við aukna ásókn ferðamanna. En nú sjáum við að Íslendingar eru að taka við sér – við eigum að nýta okkur tækifærið sem býðst núna til að kynnast menningararfinum. Það má segja sem svo að það séu ákveðnar línur lagðar af ríkisstjórn- inni og síðan treystið þið í raun á stefnumótun þeirra aðila sem fá peningana? Það er auðvitað þannig, hvort sem það verður í vetur eða næsta haust að það mun fara fram ákveðin endurskoðun í ljósi breyttra aðstæðna. Eitt sem hefur legið á safnamönn- um lengi, það er þessi hugmynd um tiltekt í þessari flórusafna líkt og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. Okkur langar að fá þitt álit á ákvæðinu um ábyrgðarsöfn í safna- lögum og hvort að það standi til að innleiða þetta ákvæði og hvort þið sjáið frekari sameiningar fyrir ykkur í safnageiranum á næstu árum. Í stefnumótandi byggðaáætlun frá 2018 til 2024 þá voru settir ákveðnir fjármunir í verkefnið Samstarf safna – ábyrgðarsöfn og landshlutasamtök sveitarfélaganna gátu sótt um styrk til þess að fara í fýsileikakönnun þar sem þau áttu að skoða hvort áhugi væri fyrir frekari samvinnu og sameiningu til þess að efla söfnin í mismunandi landshlutum. Fimm landshlutasam- tök sóttu um og fengu styrk til þess að framkvæma könnunina. Ein hafa skilað skýrslu með góðri heildarmynd af safnastarfi á sínu svæði og við erum að kalla inn þessar skýrslu til að fá heildarmyndina. En ég er á því að það þurfi að vinna mikið saman – en ég tel einnig mikilvægt að hlúa að sér- kennum safna og steypa þau ekki um of í sama mót. En ég er trúuð á það að frumkvæðið þurfi að koma frá lands- hlutunum, ég tel að til að ná velgengi þá þurfi drifkrafturinn að koma úr ástríðu, áhuga og metnaði. Við hér í ráðneytinu höfum það hlutverk að tryggja ákveðnar fjárveitingar og vera í stóru myndinni en ég lít ekki á það sem mitt hlutverk að sameina stofn- anir nema þær hafi sjálfar áhuga á því. Við viljum auðvitað að allur rekstur gangi upp, en það er bara ótrúlegt þegar fólk stýrir með ástríðu. En sjáið þið fyrir ykkur að búa til gulrætur? Já, þegar við sjáum grundvöll fyrir því í vilja eigenda og aðstandenda þá get- um við að sjálfsögðu komið inn af því að frumkvæðið er til staðar. Ég held að það sé lykilatriði að þetta sé drifið áfram af þeim sem eru á svæðinu, þeir þekkja sína sögu best og eru best til þess fallnir að miðla henni. Þú talaðir um höfuðsöfnin áðan og menn velta fyrir sér hlutverki höfuð- safnanna gagnvart viðurkenndum söfnum og þau eru kannski misjafn- lega í stakk búin til að takast á við þetta hlutverk, og þetta er kannski bara ein spurning – á ráðuneytið þátt í einhverskonar miðlægu sam- tali við höfuðsöfnin um hlutverk þeirra gagnvart þeim söfnum sem tilheyra þeirra flokki – eða leggið þið það í hendur forstöðumannanna sjálfra eða safnaráðs? Við höfum lagt það í hendur for- stöðumanna, þeir hafa hafa útfært þetta með mismunandi hætti. Og ég legg áherslu á að það sé virkni á landsvísu. Tökum sem dæmi Þjóðminjasafnið, Þjóðminjasafnið er um allt land og er mjög duglegt í að miðla, vera með sýningar og vera leiðbeinandi. Finnst þér nálgun Þjóðminjasafnsins á hlutverk sitt sem höfuðsafns geta verið fyrirmynd fyrir önnur höfuðsöfn? Já, ég tel að Þjóðminjasafnið geri þetta vel. Nú erum við komin með drög að því hvernig er hægt að koma Náttúruminjasafninu á varanlegri stað. Þarna eru tækifæri til að tengja saman menntun og menningu. Söfnin hafa hlutverk inn í skóla- kerfið og geta þar nýtt ýmsar leiðir. Sjáum bara tengsl náttúrunnar og tungumálsins til dæmist í gegnum nýyrðasmíð Jónasar Hallgrímssonar – slík dæmi geta verið uppspretta nýsköpunar. Í sýningum á borð við Fullveldissýninguna í Listasafni Íslands árið 2018 sjáum við söfn og fleiri menningarstofnanir vinna saman og miðla þeim arfi sem þau varðveita inni í skólana. Það er hlutverk safna að miðla menningararfinum til unga fólksins svo þau fái tilfinningu fyrir menn- ingararfinum og áhrifum hans á allt frá Tolkien til Marvel-mynda. Lykill- inn að því að þekkingin flytjist milli kynslóða er að nota tæknina, bjóða upp á eitthvað sem ungt fólk hefur áhuga á. Ef við nefnum dæmi þá má segja að Örlygsstaðabardagi sé okkar 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.