Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 55

Safnablaðið Kvistur - 2020, Page 55
breytingum í hugum fólks á þessum tveimur árum sem liðin voru frá því sýningin var fyrst sett upp. Í einum hluta sýningarinnar er fjallað um sjötta heimsmarkmiðið sem tengist hreinlæti og aðgangi að vatni. Þar er munurinn á hreinlætisvenjum fólks árið 1918 og 2018 dreginn fram og spurt hvort við séum ef til vill orðin of upptekin af hreinlæti og sótthreinsun nú á dögum. Sú spurning virtist hálf taktlaus á Covid-árinu 2020 þegar handþvottur og handsprittun er orðin mun stærri og mikilvægari hluti af tilveru fólks en hann var síðast þegar sýningin var sett upp. Breytt hegðun og áherslur fólks þegar kemur að hreinlæti komu einnig berlega í ljós á opnun sýningarinnar sumarið 2020 en hjá áðurnefndri umfjöllun um hreinlæti og aðgang að vatni hafði verið stillt upp brúsa með handspritti. Á opnun sýningarinnar, 17. júní 2020, voru mjög margir sýningargestir sem gengu að brúsanum og fengu sér spritt á hendur, nokkuð sem gerðist aldrei þegar sýningin var uppi árið 2018. Að halda mörgum boltum á lofti og missa engan Starfi safnafólks á smærri söfnum hér á landi hefur oft verið líkt við starf fjöllistamannsins sem heldur mörg- um boltum á lofti. Starfsfólkið hefur í höndunum marga bolta sem allir eru mikilvægir og þurfa allir að ná að svífa til að starfsemi safnsins blómstri. Þar er um að ræða verkefni sem geta spannað allt frá þrifum og viðhaldi húsa, launavinnslu og bókhaldi yfir í rannsóknir og varðveislu, sýningar og viðburðahald. Eðli málsins samkvæmt getur verið erfitt fyrir fámennt starfs- lið að halda öllum boltunum á lofti til lengri tíma, sumir fljúga hátt og svífa lengi á meðan aðrir falla til jarðar og komast seint á loft á ný. Þegar nýir boltar bætast við, eins og til dæmis stór tímbundin verkefni eins og það sem hér hefur verið lýst, getur verið erfitt að fá hann til að flæða áreynslulaust með öllum hinum. Það er því mikill hagur fólginn samstarfi eins og því sem þetta verkefni byggði á. Að geta sameinað krafta, lagt til mismunandi sérþekkingu og reynslu og skipt með sér verkum, skilaði sér í sterkri lokaafurð. Það var jafnframt bæði lærdómsríkt og hollt að stíga út úr daglegri rútínu, prófa eitthvað nýtt og vinna með fólki sem kom út ólík- um áttum. Það var mikill heiður fyrir alla sem að verkefninu komu að það skyldi hljóta tilnefningu til Íslensku safnaverðlaunanna. Tilnefningin er viðurkenning á því viðamikla starfi sem fram fór í tengslum við verkefnið og sýnir að margur er knár þótt hann sé smár. sóknir. Ein leið til að koma til móts við þá skóla sem ekki eiga þess kost að heimsækja söfn er að nýta tæknina til að opna glugga inn á söfnin í gegnum netið. Fyrir nokkrum árum lét Minja- safn Austurlands til dæmis gera sér- stakt námsefni með það að markmiði að jafna aðgengi skólanna á starfs- svæði safnsins að safninu og hefur það gefist vel. Slíkt kemur auðvitað ekki í staðinn fyrir heimsókn á safn eða sýningu en fjar-safnfræðsla er þó betri en enginn og getur kveikt neista sem leiðir nemendur inn á söfnin síðar. Öll söfn og menningarstofnanir mættu skoða hvernig þau geta stuðlað að jafnara aðgengi allra barna á landinu að sinni safnfræðslu og safnkosti með hjálp tækninnar. Mikilvægi Austurbrúar í verkefninu var ótvírætt. Auk þess að hafa frum- kvæði að því að kalla hópinn saman í upphafi stóð Austurbrú undir nafni sem brú á milli allra stofnanna sem að verkefninu komu og má segja að hún hafi verið límið sem batt verkefnið saman. Innan Austurbrúar er til stað- ar margvísleg sérþekking á sviðum sem stundum verða útundan á þétt- skrifuðum verkefnalista safnanna, t.d. á sviði verkefnastjórnar og markaðs- og kynningarmála. Með því að leggja til vinnu við þessa þætti verkefnisins og hafa yfirsýn yfir það, skapaðist meira svigrúm hjá öðrum sem að verkefninu komu til að einbeita sér að þáttum eins og heimildaöflun og sýn- ingargerð. Þá hefði sýningin jafnfamt verið harla lítilfjörleg ef ekki hefði komið til vinna hönnunarteymisins við bæði sýningarhönnun og hönnun kynningarefnis en þeim tókst afar vel að laga sýningunna að mismunandi sýningarrýmum á hverjum stað. Í tilefni af tilnefningunni til Íslensku safnaverðlaunanna var ákveðið að setja sýninguna upp á nýjan leik sum- arið 2020, að þessu sinni í Sláturhús- inu, menningarmiðstöð Fljótsdalshér- aðs á Egilsstöðum. Sýningunni var vel tekið og greinilegt að umfjöllunarefni hennar eiga enn vel við. Þó var eitt atriði sem virtist hafa tekið ákveðnum Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands 57

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.