Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 64
66
sýningu Sjóminjasafns Amsterdam.
Inni í einum sýningargripnum,
eftirgerð af kaupskipi frá 1749,
er sýndarveruleiki notaður til að
sýna umhverfi hafnarinnar á tíma
skipsins. Þetta er greinilega sýning
sem er komin til ára sinna en bætir
samt heilmiklu við í þeirri sögu sem
sögð er í skipinu. Í sýndarveruleik-
anum flýgur þú yfir höfnina og sérð
umhverfi hennar á tíma skipsins
og færð um leið sögu þess og lífinu
við höfnina. Flugið yfir höfnina
í Amsterdam var álíka langt og
sýndarveruleikinn í Skagafirði en
skilur eftir sig meiri upplifun þó
þetta hafi verið ógagnvirk sýning.
Hverju bætir sýndarveruleikinn við í
sýningunni 1238?
Sýningin býður einmitt upp á svo
marga möguleika á að gera óhefð-
bundna hluti en kannski var hug-
myndin ekki dýpri en raun ber vitni.
Hvers vegna ekki að fara alla leið?
Láta gestinn fá að velja sér lið í bar-
daganum, jafnvel strax frá upphafi í
miðasölunni með því að merkja sig í
hvoru liðinu hann ætlar að vera. Segja
honum þá frá liðinu sem hann er í,
persónum og leikendum. Leyfa hon-
um/henni að skoða og prófa hluti sem
hans persóna myndi hafa notað. Taka
af sér mynd og allur sá pakki. Boðið er
reyndar upp á myndatöku af gestum í
sýningunni og var mjög vinsælt, eins
og það er alltaf. Kannski er hið raun-
verulega og áþreifanlegra mesta og
besta upplifunin og sú sem til framtíð-
ar gestir sækjast meira eftir. Nóg er af
skjám í hversdagsleikanum.
Hugmyndin er í grunninn spennandi
og skemmtileg. Að stíga aftur í tímann
og taka þátt í sögulegum atburð um
er frumleg nálgun. Það er augljóslega
búið að verja miklum upphæðum í
húsnæði og sýningu. Að koma sýningu
á laggirnar er bara hálfur sigur og
fyrir sýndarveruleikasýningu hlýtur
það að vera mikilvægt til framtíðar að
endurnýja innihald tölvuleiksins með
reglubundnum hætti til að halda í við
framþróun í tölvuleikjageiranum. Það
er af þessum sökum sem fá íslensk
söfn hafa haldið inn á lendur staf-
rænnar miðlunar sem þessarar enda
sjaldnast til fjármunir til að endurnýja
tæknivæddar sýningar nema á áratuga
fresti. Í heimi tölvuleikja er áratugur
sem þúsund ár. Leikir eins og sýningin
býður upp á úreldast hratt, jafnvel
hraðar en „hefðbundnar“ sýningar.
Annars staðar í Skagafirði, í Kringlu-
mýri, er einnig sýning um sögusvið
Sturlungu, þar sem sögð er saga
Þórðar Kakala og Haugsnesbardaga
í og við Kakalaskála. Hugmyndin
er sett fram á einfaldari og minna
tæknivæddan hátt en á sýningunni
1238 á Sauðárkróki.
Sýningin er hugarfóstur Sigurðar
Hansen, sem ásamt eiginkonu sinni,
Opið daglega:
kl. 10-17 1. júní til 31. september / kl. 13-16 1. október til 31. maí
Aðalstræti 58, Akureyri • Sími 462 4162 minjasafnid.is
Tónlistarbærinn
Akureyri
Aðeins kr 2.200
Eigandi korts:
10% Afsláttur í safnbúð / 10% Discount in the Museum Shop
Minjasafnið á AkureyriNonnahús
Leikfangahúsið
Davíðshús
Gamli bærinn Laufás
Allt árið 2020