Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 65
67
sveitarfélagið leggur félaginu sem á
sýninguna til húsnæði til 15 ára sem
annars hafði verið ætlað Byggðasafni
Skagfirðinga, ekki að það hafi átt að
færa torfbæinn úr Glaumbæ, heldur
sýningar safnsins á Sauðárkróki og
vinnuaðstöðu starfsfólks. Einnig
leggur sveitarfélagið til starfsfólk
sýningarinnar ef ég hef skilið þetta
rétt. Vonandi leggur þetta ekki
stein í framtíðargötu byggðasafns-
ins. Af þessum sökum vonaði ég að
sýningin 1238 yrði flugeldasýning.
Flugeldasýning sem réttlætti þessa
markaðssókn sveitarfélags og aug-
lýsingastofu til að ná í ferðafólk inn
í Skagafjörð. Reyndar finnst mér
alltaf fullt af bílum, rútum og fólki í
Glaumbæ, en það má alltaf blómum
á sig bæta. Á mig leitar samt spurn-
ingin hvort ekki hefði verið hægt að
gera það í samvinnu við Byggðasafn
Skagfirðinga?
Sýningin 1238 var ekki flugelda-
sýning, ekki heldur ömurleg. Hún
stendur bara ekki undir markaðs-
setningunni. Þegar til kastanna
kemur er eitthvað raunverulegra
og ferskara við sýninguna í Kakala-
skála. Kannski er það vegna þess að
þar hefur verið lögð ástríða svo ekki
sé minnst á blóð svita og tár á vogar-
skálarnar. Það skín í gegn á meðan
að markaðshyggjan er undirliggj-
andi í sýningunni 1238.
Maríu Guðmundsdóttur, er eigandi
Kakalaskála. Ástríða Sigurðar gagn-
vart verkefninu skín í gegn en hann
hefur unnið að því frá 2008. Ýmsir
úr fjölskyldu og vinahópi Sigurðar
og Maríu hafa lagt hönd á plóginn og
gera enn. Hluti sýningarinnar er utan-
húss þar sem Sigurður hefur sett upp
umfangsmikið útilistaverk úr grjóti
þar sem dregin er upp „stillimynd
af sviðinu að morgni 19. apríl 1246,
augnabliki áður en herfylkingunum
lýstur saman í orrustu. “Sérvaldir
steinar túlka þá sem helst koma við
sögu og hafa verið festir litlir járn-
krossar á 111 steina til marks um þá
sem létu lífið í bardaganum sjálfum.“
Eins og segir á kakalaskali.is.
Verkið er tilkomumikið og Sigurður
dregur ekki dul á að þetta er hans
sýn á atburðina, þó hann hafi nýtt
sér rannsóknir að einhverju marki.
Raunar hefur hann verið í samvinnu
við Árnastofnun og Háskóla Íslands
og haldið reglulega málþing um
Sturlungu.
Í Kakalaskála er boðið upp á
myndskreytta hljóðleiðsögn! Þetta
hljómar eins og þversögn en þetta
raunverulega virkar. Hér stígur sögu-
maðurinn Sigurður fram á sviðið en
þó ekki. Því þó hann hafi sett saman
sína Þórðar sögu Kakala þá er það
rödd Sturlungu sem hana les. Einar
Kárason rithöfundur er eiginlega
Sturla Sighvatsson þegar hann les
textann. Og myndskreytingarnar?
Þar nálgaðist Sigurður verkefnið
á óvenjulegan hátt. Í samstarfi við
Jón Adólf Steinólfsson, myndhöggv-
ara, bauð hann alþjóðlegum hópi
listamanna til listamannabúða í
Kakalaskála. Hópurinn gerði svo afar
fjölbreytt listaverk sem myndskreyta
hljóðleiðsögnina. Úr hópi 80 umsækj-
enda voru valdir 14 listamenn frá
10 þjóðlöndum sem gerðu fjölbreytt
listaverk út frá sögubrotum Sigurðar.
Hljóðleiðsögnin leiðir gesti um
söguna en fyrir augun ber 30 lista-
verk og enn og aftur er það grjótið
sem tengir þessar tvær sýningar sitt-
hvoru megin í Skagafirði. Í Kakala-
skála er umgjörð sýningarinnar
fallega hlaðnir veggir.
Myndskreytta hljóðleiðsögnin í
Kakalaskála gengur fullkomlega
upp. Listaverkin eru misgóð og
spennandi, eins og gengur. Vissu-
lega reynir á athyglisbrest nútíma-
gestsins að hlusta í 30 mínútur en
einhvern veginn virkar þetta og
heldur gestinum hugföngnum. Það
átti bæði við leiðsögn fyrir börn og
fullorðna. Það er ekki síst ólík sýn
og nálgun listafólks frá Jórdaníu,
Bandaríkjunum, Tyrklandi, Hvíta
Rússlandi og ýmsum Evrópuríkjum
á íslenskan menningararf sem gerir
sýninguna. Eða er íslenskur sagna-
arfur ekki alveg eins alþjóðlegur?
Svo er það ástríða sögumannsins
Sigurðar sem verður áþreifanleg í
sýningunni.
Augljóslega hafa sýningarnar haft úr
mismiklum fjármunum að spila en
þegar til kastanna kemur þá breytir
það ekki upplifun þess sem þetta
ritar að af sýningunni í Kakalaskál-
anum var raunverulegri.
En hvað finnst þér í raun og veru?
Í upphafi skyldi endi skoða. Þegar
ég tók að mér að skrifa um þessar
sýningar hugsaði ég með mér hvort
ég gæti verið hlutlaus í svona rýni.
Ef það er þá til hlutlaus rýni! Hins
vegar er það þetta pólitíska bitbein,
sem minnst var á í upphafi greinar-
innar, sem sat á öxlinni á mér, það
er nefnilega líka safnapólitískt. Get
ég skrifað grein eins og þessa og ver-
ið sanngjarn? Ég hef svo sannarlega
leitast við að vera það gagnvart báð-
um sýningum en sérstaklega gagn-
vart sýningunni 1238. Af hverju?
Sýningin er í húsnæði sem sveitar-
félagið Skagafjörður tók í skiptum
fyrir húsnæði Byggðasafns Skag-
firðinga. Sveitarfélagið skipti hins
vegar um hest í miðri á og gerði
húsið upp til að koma þar inn sýn-
ingunni 1238. Pólitíska bitbeinið
snýr sem sagt að því annars vegar að
Frá Kakalaskála.