Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 66

Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 66
í kennslufræði listgreina; að virkja börn með því að láta þau skapa og með þátttöku, upplifa listasafnið. Tilgangurinn með því að hafa gamla muni frá Leikfangasafninu til sýnis er að tengja eldri og yngri; minn- ingar hjá þeim eldri og forvitni hjá þeim yngri. Sýningarnafnið tengist sköpun barna og hinu skapandi barni sem býr innra með þeim eldri. Sýn- ingarnar eru hugsaðar sem skapandi og auðgandi fyrir þátttakendurna og ekki síður gesti á öllum aldri. Sköpun bernskunnar, afmælisgjöf til Akureyrar á 150 ára afmælinu Tildrög sýningarinnar voru þau að sýningarstjórinn, sem í dag er fræðslu- fulltrúi Listasafnsins, sat í stjórn Myndlistarfélagsins á Akureyri og vildi finna félaginu fjölbreyttari vett- vang tengdan myndlist. Sótt var um fjármagn til viðburða í Menningarsjóð Eyþings til að hanna og setja upp sýningu þar sem börn og myndlist- armenn áttu sjálfstætt samspil. Árið 2012 var 150 ára afmæli Akureyrar- bæjar og mikið um menningarvið- burði tengda afmælinu. Skilyrt var hjá menningarsjóðnum að ekki færri en þrír sjálfstæðir aðilar/menningarstofn- anir eða félagssamtök, væru þátttak- endur. Verkefnið Sköpun bernskunnar varð því samstarfsverkefni milli Myndlistarfélagsins, Myndlistaskólans Sköpun bernskunnar FRÆÐSLUVERKEFNI Í FORMI SÝNINGAR Samvinna og markmið Meginmarkmið sýningarraðarinnar eru fjögur: 1. Að gera list barna (barnamenn- ingu) sýnilega í samtali við list starf- andi myndlistarmanna. 2. Að efla safnfræðsluna með nýrri nálgun fyrir leik-og grunnskóla. 3. Að auka þjónustu safnsins við mismunandi markhópa og gera safnið aðlaðandi fyrir þá. 4. Að gera almenning, þ.e. gesti safnsins, meðvitaða um þá sköpun og listfengi sem býr í æskunni (börnum til 16 ára aldurs). Barnamenning er að verða áþreifan- legri í samfélaginu og þetta er ein leið til að gera hana sýnilegri og efla þannig rödd barna. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á að börn og starf- andi myndlistarmenn eigi í listrænu samtali í gegnum myndverk sín á sýningunum. Eitt af markmiðum með sýningun- um er að mynda tengingar; annars vegar á milli þátttakenda, þ.e. barna og starfandi myndlistarmanna, og hins vegar á milli Listasafnsins, þátt- takenda og gesta. Þetta er ein leið Að skapa vettvang þar sem lista­ verk barna eru sýnd og borin er virðing fyrir þeim, er hluti af því að viðhalda og styrkja skapandi samfélagi á hverjum tíma. Skapandi samfélag er skemmtilegt samfélag sem þorir að vera í litum og þorir að leika sér. Börn verða fullorðin og þau halda áfram að skapa og læra að njóta lista. Þeim hefur verið gert mögulegt að vera hluti af sam­ félagi sem lætur sér ekki nægja að einungis vinna, borða og sofa. Soffía Vagnsdóttir, fyrrverandi fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, 2016. Sýningin Sköpun bernskunnar hefur verið árviss viðburður á Akureyri síðan árið 2012 og í Listasafninu á Akureyri síðan árið 2015. Þar mætast myndverk og gripir frá leik- og grunnskólum á Akureyri, Leikfangasafninu (Minjasafninu) og myndlistarmönnum sem boðið er að taka þátt. Sýningarröðin hefur verið í þróun í gegnum árin hvað varðar skipulag og staðsetningu Safnasjóður styrkti sýninguna til þriggja ára með nýstofnuðum Önd- vegisstyrk 2020–2022. 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.