Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 67

Safnablaðið Kvistur - 2020, Qupperneq 67
inn með sýningarskránni er að fanga andrúmsloft sýningarinnar. Hún inniheldur myndir frá opnunardegi og af hluta þeirra myndverka sem sýnd eru. Sýningarskráin hefur verið gefin út eftir opnunina og er ókeypis. Styrkur frá Norðurorku hefur borið hluta kostnaðarins. Á fyrstu sýningunni sem sett var upp í Ketilhúsinu, var framinn gjörning- ur myndlistarmannsins Þóru Sól- veigar Bergsteinsdóttur, með aðstoð eiginmanns hennar Erwin van der Werve myndlistarmanns og barna þeirra, sem var hluti af Listahátíð í Reykjavík. Sömu myndlistarmenn voru svo með barnanámskeið og voru verk frá námskeiðinu sýnd árið eftir sem hluti sýningarinnar 2016. Sýningin tók breytingum árið 2016 þegar farið var að greiða mynd- listarmönnum örlitla þóknun sem nokkurskonar þátttökugjald. Þá var þátttakendum úr röðum myndlistarfólks fækkað úr tíu í fjóra. á Akureyri og Leikfangasafnsins, þá í eigu Guðbjargar Ringsted myndlistar- manns. Styrkurinn greiddi útgáfu og hönnun á póstkortum sem nýtt voru til kynningar fyrir þátttakendur, og voru þau gefins til gesta á sýningar- tímanum. Styrkurinn nýttist einnig í að greiða laun fyrirlesara og fyrir auglýsingar. Á þessari fyrstu sýningu voru sýnishorn af gömlum leikföng- um frá Leikfangasafninu, myndverk af afmælistertum frá barnanám- skeiðum Myndlistaskólans og verk myndlistarmanna þar sem börn voru viðfangsefnið. Í lok sýningartímans, þegar skólahald var um það bil að hefjast, var í boði fræðsludagskrá um leikfangaframleiðslu fyrri ára í bænum, tengingu myndverkanna við listasöguna og um mikilvægi sköp- unar og listar annars vegar í skólum og hins vegar í lífi fólks. Sýningunni var vel tekið ekki síst af kennurum og erlendum ferðamönnum sem lýstu ánægju sinni með hana og þetta form sýningar sem var nýtt fyrir mörgum þeirra. Sköpun bernskunnar verður árviss í Listasafninu á Akureyri Árið 2015 var ákveðið að færa sýn- ingarröðina í nýju formi inn í starfsemi Listasafnsins. Fyrir fyrstu sýninguna voru þátttöku- boð send út til allra leikskóla bæjar- ins. Þeir sem þáðu boðið fengu senda efnisbúta til að nota í lítil myndverk. Sjö af ellefu leikskólum bæjarins tóku þátt. Allir grunnskólar Akureyr- ar tóku einnig þátt með verkefni sem myndmenntakennararnir völdu. Ekki var gerð krafa um að verkin væru sérstaklega unnin fyrir sýninguna. Ekkert formlegt þema var í þetta sinn en nokkrir unnu verk út frá leikjum og leikföngum. Tíu myndlist- armenn tóku þátt, allir frá Eyjafirði nema einn frá höfuðborgarsvæðinu. Sextán blaðsíðna litrík sýningarskrá var gefin út og hefur sú hefð haldist þar til í ár þegar Coronavírusinn ruglaði sýningartímanum. Tilgangur- 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.