Safnablaðið Kvistur - 2020, Side 68
Námskeið voru lögð af og sömuleið-
is varð ekki frekara samstarf við
Listahátíð í Reykjavík. Árið 2017 var
byrjað að hafa nokkuð ákveðið þema
fyrir skólana, og myndlistin valin
samkvæmt því. Þemað það árið var
fjaran en nokkrir þátttakenda notuðu
hafið eða vatn enda þemað sveigjan-
legt og einungis hugsað sem einhvers
konar utanumhald.
Þáttaskil í fræðslustarfsemi
Listasafnsins
Sýningarröðin hefur átt sinn samastað
í Ketilhúsinu / sal 11 eftir að Listasafnið
tók við henni. Húsið er hentugt fyrir
þessa tegund sýningar þar sem hægt er
að skoða stærri sal þess bæði frá gólfi
og af efri hæðinni, nokkuð sem börn-
unum finnst merkilegt.
Árið 2018 var farið að greiða starf-
andi myndlistarmönnum samkvæmt
gjaldskrá og hækkaði þóknunin mik-
ið frá því sem áður var. Í framhaldi af
því var ákveðið að hafa tvo myndlist-
armenn í stað fjögurra; karl og konu,
annan frá suðvesturhorninu og hinn
úr heimabyggð. Þemað það árið var
tröll og vakti risastórt veggmálverk
Siggu Bjargar Sigurðardóttur, annars
myndlistarmannsins, á vegg Ketil-
hússins / salar 11, mikla lukku. Eftir
endurgerð og stækkun Listasafnsins
það ár þurfti að hafa Ketilhúsið til-
búið til útleigu fyrir samkomur og
því ekki hægt að vera með verk á
gólfi. Það gilti þó ekki um efri hæð
Ketilhússins og voru því minni gólf-
verk sýnd þar.
Nokkrar breytingar urðu enn á
skipulagi sýningarinnar árið 2019. Þá
var í fyrsta skipti haldin listsmiðja á
opnuninni og var Jónborg Sigurðar-
dóttir (Jonna) myndlistarmaður,
fengin til að sjá um hana í sjálfu
sýningarrýminu. Borð og stólar
voru sett upp fyrir sýningargesti til
að skapa myndverk inni í salnum
meðan á sýningunni stóð. Þema sýn-
ingarinnar var heimurinngeimurinn
og mál þróuðust þannig að í nýju
tengibyggingunni var sett upp einka-
sýning annars myndlistarmannsins,
Kristins E. Hrafnssonar og hinn,
Rósa Kristín Júlíusdóttir, sýndi verk
á efri hæð. Leikfangasafnið var ekki
með að þessu sinni vegna breytinga
á eignarhaldi. Einum leikskóla í stað
tveggja hafði verið boðin þátttaka
með 25 fimm ára börnum. Listasafnið
tók að sér umsjón með sköpunar-
vinnu þeirra og í fyrsta sinn var
starfandi myndlistarmaður, Guðrún
Pálína Guðmundsdóttir, að leiðsegja
börnunum. Fram að þessu höfðu
listamenn og börn ekki unnið saman
að sköpun fyrir sýninguna. En verk
þeirra einungis verið sýnd saman.
Listasafnið fékk eigið kennslurými
eftir breytingarnar á húsnæðinu og
mun eftirleiðis sjá um listsköpun
fimm ára barna úr völdum leikskól-
um í verkefnum sem tengjast Sköpun
bernskunnar.
Öndvegisstyrkur Safnaráðs
til þriggja ára
Árið 2020 kom Leikfangasafnið aftur
inn sem þátttakandi nú í umsjón
Minjasafnsins á Akureyri. Þemað
það árið var húsheimiliskjól með
undirþemanu hamfarahlýnun eða
hlýnun jarðar.
Kanadísku myndlistarmennirnir
Natalie Lavoie og Steve Nicoll dvöldu
í gestavinnustofu Gilfélagsins í Lista-
gilinu árið 2018. Þau unnu verkefni
70