Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 69

Safnablaðið Kvistur - 2020, Síða 69
út frá hamfarahlýnun jarðar og sýndu afraksturinn í Deiglunni. Á sýningunni voru lítil líkön af völd- um neyðarskýlum á Íslandi og hnit svo hægt væri að finna staðsetningu þeirra á Internetinu. Þau héldu fyrir- lestur í Listasafninu og ræddu lofts- lagsbreytingar ásamt því að Natalie sýndi ljósmyndir af verkum sínum. Áður en þau fóru gáfu þau safnfræðsl- unni í Listasafninu líkönin og voru nokkur þeirra með á sýningunni. Í ár var sýningin Sköpun bernsk- unnar aftur komin í allt Ketilhúsið. Tveir myndlistarmenn voru fengnir til að halda smiðjur fyrir fimm ára leikskólabörn í safnfræðslurými Listasafnsins og var annar myndlistar- mannanna þátttakandi í sýningunni. Hinn myndlistarmaðurinn, Jóborg Sigurðardóttir (Jonna) skapaði verk sem var einskonar skjól, úr pappa- -líkömum barna. Árlega er áætlað að þrír grunnskólar taki þátt. Í ár var ekki gefin út sýningarskrá því sýn- ingin hafði verið uppi í viku þegar safninu var lokað vegna Covid-19 faraldursins. Nýlunda í ár var að fá Kristínu Dýrfjörð lektor við Háskól- ann á Akureyri til að halda fyrirlestur um sköpun leikskólabarna. Áætlað er að hafa tvo fyrirlestra á ári tengda list / sköpun / safnfræðslu barna á hverri önn í tengslum við sýninguna. Þetta fyrirkomulag mun halda áfram næstu tvö árin þ.e. að myndlistarmað- ur í Eyjafirði sér um smiðju tengda eigin verkum fyrir helming barnanna sem taka þátt. Hinn helmingurinn fær smiðju frá öðrum myndlistarmanni á svæðinu sem tengir það við list lista- mannsins sem kemur að sunnan. Í ár var ekki haldin listasmiðja fyrir börn í tengslum við opnun sýningarinnar en hins vegar var hægt að teikna og skapa í miðju sýningarrýminu allt sýningartímabilið. Í sýningarrýminu var staðsett leikfangahús og leikföng frá Minjasafninu og máttu börnin leika sér þar. Börnin kunnu vel að meta bæði leik- og teikniaðstöðuna. Áfram verða gefnar sýningarskrár sem og veglegt bókverk árið 2022, sem yfirlit fyrir sýningaröðina. Listasmiðjum verður fjölgað þegar t.d. barnamenningarhátíð kemur inn í sýningartímabilið. Þemað 2021 er gróður jarðar og 2022 er það fuglar og önnur dýr. Árið 2017 var Sköpun bernskunnar valin til þátttöku í Menningarlandinu – ráðstefnu um barnamenningu, sem haldin var á vegum Menntamálaráðu- neytisins á Dalvík. Lokaorð Sýningarverkefnið Sköpun bernsk­ unnar er fræðsluverkefni sem annars vegar hefur þróast í fast form en er hins vegar opið fyrir margskonar breytingum. Mikilvægur þáttur er þó að halda sýningunum lifandi og að þær hafi ótvírætt listrænt gildi sem hæfir listasafni. Því er mikil- vægt að metnaðarfullir, starfandi myndlistarmenn taki þátt, sem og Leikfangasafnið (nú Minjasafnið á Akureyri) ásamt því að verk barn- anna séu í jafnvægi við aðra þætti sýningarinnar, sett fram þeim til gagns og ánægju. Tilgangurinn er að gera myndverkum barna hátt undir höfði en ekki að ofhlaða í krafti þátt- tökufjölda. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi og sýningarstjóri. 71

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.