Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 73

Safnablaðið Kvistur - 2020, Blaðsíða 73
75 Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði í annað sinn þann 24. maí síðastliðinn. Alls hlutu 42 verkefni styrki að heildarupphæð 92 milljónir kr. Söfn áttu hlut að máli í nokkrum verk efnum, þar á meðal hlutu söfnin í Kópavogi hæsta styrkinn upp á sex og hálfa milljón. Söfnin í Kópavogi skáru sig reyndar úr í ár með fjölda verkefna sem hlutu háa styrki. Það verkefni Menningarhúsanna í Kópavogi sem hlaut hæsta styrkinn í ár, er samstarfsverkefni við H.C. Andersen safnið í Óðinsvéum, Múmín-safnið í Tampere og Undraland Ilon í Haapsalu. Um er að ræða 3 ára verkefni sem byggir á vinnu- smiðjum, sýningum og viðburðum fyrir almenning þar sem skólabörn eru í helstu hlutverkum. Það verður spennandi að sjá hvaða söfn fá styrki í Barna- menningarsjóði á næsta ári og afrakstur þeirra verkefna sem nú þegar hafa hlotið styrki úr sjóðnum. Það er alltaf mikilvægt að eiga virkt samtal um fagleg mál. Ekki má heldur gleyma að tala um líðan í starfi, ekki síst á tímum sem þessum. Facebook býður upp á þægilegan vettvang fyrir fólk að nálgast hvort annað án þess að brjóta reglur á tímum samkomubanna. Flestir þekkja hóp FÍSOS, Safnmenn og hóp safna- fræðinnar, Umræðuvettvangur um Safnafræði. En fleiri hópar eru til sem safnmenn hafa stofnað. Til dæmis má nefna Fræðslusérfræðingar á söfn- um og Sarpur – Umræðuvettvangur fyrir skrá- setjara. Allt eru þetta vettvangar þar sem hægt er að leita aðstoðar og ræða flókin og einföld mál innan sérsviða safna. Vonandi sjá fleiri safnmenn sér hag í að stofna eða taka þátt í hópum utan um málefni sem þeir brenna fyrir. Ekki væri vitlaust að stofna hóp utan um lobbý- isma fyrir söfn. Nú þegar líður að kosningum gæti þannig hópur verið stór hjálp í að efla hag safna. Eins gæti áhugafólk um safnbúðir átt samtal í sér hóp. En fleiri grasrótarhópar gætu orðið til, samtöl myndast og safnmenn orðið mun þéttari hópur en þeir eru núna. Nú þegar þriðja bylgja Covid skellur á landsmönnum er komin góð reynsla á að nýta stafræna miðla í tengslum við ýmiskonar miðlun. Mikill fjöldi ráð- stefna og námskeiða í boði í gegnum netið. Safnasamtök nágrannalanda okkar bjóða upp á margt spennandi efni: Bresku safnasamtökin eru með margt á sinni könnu. Ráðstefna eins og A Meeting place: Leading Digital at a Time of Uncertainty gæti verið lærdómsrík: www.museumsassociation.org/events/# Norsku samtökin bjóða upp á Facebook live og Zoom viðburði: www.museumsforbundet.no/ Danir eru með ýmislegt að skoða: www.dkmuseer.dk/efteruddannelse-arrangementer/ Margir kannast við Nemo – Evrópsku safnasamtökin, þar fer árleg ráðstefna þeirra fram á netinu: www.ne-mo.org/about-us/european-museum-con- ference-2020.html Úthlutun úr Barnamenningarsjóði Samvinna og samtal safnafólks Endurmenntun og heimsfaraldur FRÉTTIR ÚR SAFNAHEIMINUM Gefðu þér tíma og staldraðu við í Glaumbæ Gaktu inn í horfinn tíma og upplifðu húsakynni og heimilismuni sem algeng voru á Íslandi um margra alda skeið. Sýningin „Mannlíf í torfbæjum“ er í gamla bænum í Glaumbæ, sem er gangabær úr torfi og grjóti líkur þeim sem tíðkuðust á stórbýlum á Íslandi fram á fyrri hluta 20. aldar. Í Áshúsi, timburhúsi frá 19. öld, eru sýningar um heimilishald á fyrri hluta 20. aldar. GLAUMBÆ 561 VARMAHLÍÐ | S: 4536173 | BYGGDASAFN@SKAGAFJORDUR.IS |WWW.GLAUMBAER.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.