Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 39

Víkurfréttir - 15.07.2020, Page 39
hraða en stundum hægar þegar mikill mótvindur er. - Hvernig er að upplifa nátt- úruna hjólandi? „Ég á ekki orð yfir það. Að upp- lifa náttúruna á þennan hátt og kyrrðina á morgnana og að vera einn með sjálfum sér. Landið er bara yndislegt. Ég er að njóta hverrar einustu mínútu.“ Svanur hefur sloppið við blöðrur og allt vesen á ferða- laginu. Hann segist hafa fengið góð ráð áður en haldið var í ferðina frá reynsluboltum en m.a. hafa nokkrir Suðurnesja- menn farið svona ferðir áður. Þá segir Svanur að Birna hugsi vel um hann á ferðinni. Hann sé stoppaður reglulega til að borða og drekka. Svanur segist borða góðan morgunmat, hafragraut, skyr og döðlur. Þá fær hann núðlusúpu og lifrar- pylsu þegar hann er hálfnaður hverja dag- leið. „Orkurík fæða er það sem gildir,“ segir hann, enda sé brennslan mikil þegar það er hjólað. Suðurströndin er nokkuð flöt til að hjóla en þegar komið er á austufirðina og á norður- landið þá er meira um brekkur. Svanur sagði þær vera tilhlökkun, því þegar búið er að hjóla upp brekku, þá sé líka hægt að láta sig renna niður og þá geti maður farið hratt. Svanur segir að fyrir svona hringferðalag þurfi að undirbúa sig vel bæði líkamlega og and- lega. Það þarf að hafa orkuríka fæðu og mjög gott að hafa góðan ferðafélaga, það skipti öllu máli. Svanur gerir svo ráð fyrir að enda ferðalagið um komandi helgi en hann og Birna stoppuðu auka- nótt á Akureyri um miðja vikuna, þar sem þau eiga bæði fjöl- skyldu. Félagar Svans úr 3N ætla að taka formlega á móti þeim þegar þau koma aftur til Reykja- nesbæjar á laugardag eða sunnudag. Myndirnar með umfjölluninni eru af Face book-síðum þeirra Svans og Birnu og birtar með góðfúslegu leyfi. Hjóla og synda hringinn Miðvikudagur 15. júlí 2020 // 28. tbl. // 41. árg. víkurFrÉttir á SuðurNESjuM í 40 ár // 39

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.