Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Page 26

Víkurfréttir - 19.08.2020, Page 26
Viðureign toppliðanna á sunnudag Kvennaliði Keflavíkur hefur gengið ákaflega vel í Lengjudeild kvenna í sumar. Stelpurnar eru efstar í deildinni með eins stigs forskot á Tindastól sem er í öðru sæti. Liðin mætast í toppslag á Nettóvellinum á sunnudagi. Fyrri leikur liðanna fór 1:1 fyrir norðan svo það má búast við hörkurimmu þessa tveggja sterkra liða. Gunnar M. Jónsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við blaðamann Víkurfrétta um komandi leik og stöðuna á sínum leikmönnum. Keflvíkingar voru að bæta við nýjum leikmanni, sú heitir Claudia Nicole Cagnina og er perúsk lands- liðskona sem er ætlað að fylla skarð Anitu Lindar Daníelsdóttur sem er farin í nám erlendis. – Ég sá að þið voruð að bæta við ykkur leikmanni, perúskri landsliðskonu. „Já, við vorum að missa sterkan leikmann. Hún Anita Lind var að fara út í skóla og því þurftum við að bæta við okkur og reyna að fylla hennar skarð. Hún er í sóttkví svo við eigum eftir að sjá hvernig hún fittar inn í liðið. Hún heitir Claudia Nicole Cagnina og er bandarísk með ítalskt vegabréf og hefur leikið með landsliði Perú. Hún verður með okkur út tímabilið og er komin með leikheimild. Við eigum eftir að sjá hvernig hún er en ef hún stendur sig vel þá verður líklega samið við hana áfram.“ – Verður hún klár í næsta leik? „Hún á að fara í seinni sýnatöku á föstudaginn svo vonandi nær hún æfingu með okkur á föstudag og laugardag – og verður svo klár í leikinn á sunnudag.“ – Eru allar heilar hjá þér? „Já, það eru búið að vera svolítið meiðsli hjá okkur en þær eru að skríða saman. Ég held að þær séu bara allar heilar núna. Það er bara fínt stand á hópnum svo við verðum klár í toppslaginn á sunnudaginn. Þetta er mjög gott lið sem við erum að fara að mæta með sterka útlendinga, mjög góðan markmann, mjög góðan leikmann á miðjunni og svo hefur framherjinn hjá þeim vakið mikla athygli og mörg úrvals- deildarlið vildu fá hana en hún er núna á þriðja tímabili hjá Tindastóli – vill bara vera á Króknum.“ Anita Lind hefur leikið sinn síðasta leik í bili fyrir Keflavík. Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg. 26 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.