Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Qupperneq 26

Víkurfréttir - 19.08.2020, Qupperneq 26
Viðureign toppliðanna á sunnudag Kvennaliði Keflavíkur hefur gengið ákaflega vel í Lengjudeild kvenna í sumar. Stelpurnar eru efstar í deildinni með eins stigs forskot á Tindastól sem er í öðru sæti. Liðin mætast í toppslag á Nettóvellinum á sunnudagi. Fyrri leikur liðanna fór 1:1 fyrir norðan svo það má búast við hörkurimmu þessa tveggja sterkra liða. Gunnar M. Jónsson, þjálfari Keflavíkur, ræddi við blaðamann Víkurfrétta um komandi leik og stöðuna á sínum leikmönnum. Keflvíkingar voru að bæta við nýjum leikmanni, sú heitir Claudia Nicole Cagnina og er perúsk lands- liðskona sem er ætlað að fylla skarð Anitu Lindar Daníelsdóttur sem er farin í nám erlendis. – Ég sá að þið voruð að bæta við ykkur leikmanni, perúskri landsliðskonu. „Já, við vorum að missa sterkan leikmann. Hún Anita Lind var að fara út í skóla og því þurftum við að bæta við okkur og reyna að fylla hennar skarð. Hún er í sóttkví svo við eigum eftir að sjá hvernig hún fittar inn í liðið. Hún heitir Claudia Nicole Cagnina og er bandarísk með ítalskt vegabréf og hefur leikið með landsliði Perú. Hún verður með okkur út tímabilið og er komin með leikheimild. Við eigum eftir að sjá hvernig hún er en ef hún stendur sig vel þá verður líklega samið við hana áfram.“ – Verður hún klár í næsta leik? „Hún á að fara í seinni sýnatöku á föstudaginn svo vonandi nær hún æfingu með okkur á föstudag og laugardag – og verður svo klár í leikinn á sunnudag.“ – Eru allar heilar hjá þér? „Já, það eru búið að vera svolítið meiðsli hjá okkur en þær eru að skríða saman. Ég held að þær séu bara allar heilar núna. Það er bara fínt stand á hópnum svo við verðum klár í toppslaginn á sunnudaginn. Þetta er mjög gott lið sem við erum að fara að mæta með sterka útlendinga, mjög góðan markmann, mjög góðan leikmann á miðjunni og svo hefur framherjinn hjá þeim vakið mikla athygli og mörg úrvals- deildarlið vildu fá hana en hún er núna á þriðja tímabili hjá Tindastóli – vill bara vera á Króknum.“ Anita Lind hefur leikið sinn síðasta leik í bili fyrir Keflavík. Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg. 26 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.