Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.08.2020, Page 74

Víkurfréttir - 19.08.2020, Page 74
– Nafn: Brynja Björk Harðardóttir. – Árgangur: 1975. – Fjölskylduhagir: Gift Halldóri Skúlasyni. Við eigum þrjú börn; ellefu, þrettán og fimmtán ára. – Búseta: Garðabær. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Foreldrar mínir eru Anna Sigurðar- dóttir og Hörður Karlsson. Ég er alin upp í Njarðvík. – Starf/nám: Tannlæknir. – Hvað er í deiglunni? Hlýðum Víði. – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Ég var ágætis nemandi. – Hvernig voru framhaldsskóla- árin? Mjög skemmtileg. Ég var í FS. Það var voða gaman. Ég var í góðum félagsskap þar. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Hmmm. Man það ekki. Ég tók stefnuna á tannlækningar þegar ég var í FS og fór á Háskóladaginn þar sem allar deildir voru kynntar. Ég fékk að bora í fyrsta skipti þá. – Hver var fyrsti bíllinn þinn? Daihatsu Charade. – Hvernig bíl ertu á í dag? Volvo. – Hver er draumabíllinn? Ég held ég haldi mig bara við Volvo. Finnst hann æðislegur. Tesla er reyndar alveg fín líka. Rafmagn er auðvitað framtíðin. – Hvert var uppáhaldsleik- fangið þitt þegar þú varst krakki? Kubbar. – Hvernig slakarðu á? Kósíkvöld með fjölskyldunni. Góð bíómynd og bland í poka. Og, jú! Yoga hjá Heiðbrá. – Hver var uppáhaldstón- listin þín þegar þú varst u.þ.b. sautján ára? George Michael allan daginn. – Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? GDRN. Svöl og allt flott sem kemur frá henni. – Horfirðu mikið á sjónvarp og hvernig? Ég horfi eiginlega eingöngu á seríur. Netflix og RÚV-appið – Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Fréttunum á RÚV. – Besta kvikmyndin: Get ekki gert upp á milli Thelma & Louise og Bridesmaids. – Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég er þolinmóðust. – Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Pavlova. – Hvernig er eggið best? Soðið ... í nákvæmlega sjö mínútur og 30 sekúndur (borða a.m.k. tvö á dag). – Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi. – Uppáhaldsmálsháttur eða til- vitnun: Lærðu að segja nei. Það reynist þér gagnlegra en að kunna latínu. – Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færirðu? Ef ég gæti tekið með mér áreiðan- lega vitneskju um upphaf Covid-19 ... stoppa það. – Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Of mikið súkkulaði er ekki nóg. – Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar manneskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndirðu gera? Donald Trump. Segja af mér í hvelli! – Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöld- verð? Mömmu, pabba og Dóra mann- inum mínum. – Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Óraunverulegt en ég get ekki kvartað. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... ... til Ástralíu. Langar rosalega að koma þangað. 74 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár Miðvikudagur 19. ágúst 2020 // 31. tbl. // 41. árg. ti m ar it .is Ö l l t ö l u b l ö ð V í k u r f r é t t a f r á 1 9 8 0 o g t i l d a g s i n s í d a g e r u a ð g e n g i l e g á timarit.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.