Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Qupperneq 24

Víkurfréttir - 02.09.2020, Qupperneq 24
góðum kaffibolla að sögn Sigurðar en bætir því við að það sé samt misskilningur að vegan-vörur séu eitthvað hollari, þar sé t.d. sykur. Hrafnhildur dregur fram „Brownies“-kökur sem innihalda í hefðbundinni uppskrift talsvert af smjöri og eggjum. „Ég þurfti nokkrar tilraunir til að finna réttu vegan-uppskriftina en það tókst mjög vel.“ Sigurður segir að vegna margra nýjunga sem þau séu að bjóða upp á þá sé plássið stundum of lítið í bakaríinu. Því þurfi að huga að því og skipuleggja vinnuna því ekki sé hægt að bjóða upp á allt alla daga. „Hrafnhildur, varstu búinn að sýna honum töfluna okkar? Sjáðu, hér sérðu pantanir næstu vikuna. Svona er þetta. Ánægjulegt en við þurfum að vera skipulögð og biðjum því viðskiptavini um að panta tímanlega hjá okkur ef þau vilja fá sitt bakkelsi á ákveðnum degi,“ segir Siggi. – En þið hafið verið að fram- leiða vegan-vörur fyrir verslun í Reykjavík? Sigurður jánkar því og segir að það hafi gerst í framhaldi af því að viðskiptavinur hafi prófað vegan- vörur hjá þeim og hann hafi látið verslunina vita. Í framhaldi af því hefur Hérastubbur bakað vegan- vörur og sendir búðinni í borginni þrisvar sinnum í viku. „Bakkelsið er með límmiðum frá Hérastubbi því það þarf að vera innihalds- lýsing á öllum vegan-vörum,“ segir Siggi. Hrafnhildur segir að það berist mikið af sérpöntunum og þá meira í tertum. „Núna er Þristakakan og saltkaramellukakan vinsælar en svo bökum við líka mjög oft marsipan tertu með jarðarberja- fyllingu. Svo prófuðum við nýja blöndu með jarðarberjum, kókos- bollu og vanillurjóma og hún hefur fengið góðar móttökur. Við erum hér til að þjónusta fólk og hvetjum fólk til að panta t.d. deginum áður,“ segir bakaradóttirin með brosi á vöru og jánkar spurningu blaða- manns um það hvort þau baki eitthvað gamaldags eins og fransk- brauð. Pabbi hennar svarar þessu nokkuð ákveðið líka og kinkar kolli. „Jú, við erum í þessu hefðbundna og sumir segja gamaldags brauðum og kökum að sjálfsögðu líka. Ég get bætt normalbrauðinu við í þá um- ræðu. Það er svakalega gott hjá okkur. Já og gömlu formkökurnar, sandkaka, jólakaka og möndlukaka. Við eigum dyggan viðskiptavin, eldri mann í Vogum sem pantar svona reglulega,“ segir hann. Hrafnhildur er alger meistari þegar kemur að bakaralistinni, hún hefur útbúið fjölmargar vegan-uppskriftir að gómsætu bakkelsi. Núna er Þristakakan og saltkaramellu- kakan vinsælar en svo bökum við líka mjög oft marsipan tertu með jarðarberjafyll- ingu. Svo prófuðum við nýja blöndu með jarðarberjum, kókos- bollu og vanillurjóma og hún hefur fengið góðar móttökur ... Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta 24 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.