Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Síða 68

Víkurfréttir - 02.09.2020, Síða 68
Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Tjarnargötu 3 - sími 421-3855 „Óhætt er því að segja að sú kú- vending sem varð á stefnu stjórn- valda hvað varðar frjálsa för fólks til og frá landinu hafi komið flatt upp á marga. Ákvörðun um að loka nánast landinu með því að skylda alla í tvær skimanir og sóttkví virðist hafa verið tekin án samráðs við atvinnulífið í landinu og án þess að lagðir hafi verið fram út- reikningar og rökstuðningur fyrir þeirri ákvörðun,“ segir í álykktun stjórnar Samtaka Atvinnurekenda á Reykjanesi. „Frá upphafi faraldursins hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að í raun og veru séu það Íslendingar sem eru líklegastir til þess að bera smit inn í landið. Erlendir ferðamenn séu ekki líklegir til að smita mikið, enda ekki í jafn nánum samskiptum inn í samfélagið. Jafnframt hefur sóttvarnarlæknir talað fyrir því að það sé ekki markmið út af fyrir sig að fá engin smit inn í landið, heldur getum við búist við smitum af og til á meðan faraldurinn geysar á heims- vísu. Ríkisstjórn Íslands hefði hæg- lega geta valið mildari útgáfu við skimun á landamærum án þess að loka fyrir flæði ferðamanna með svo íþyngjandi sóttvörnum. Til að mynda hefði verið hægt að skima alla, jafnvel tvisvar en látið duga að setja Íslendinga í sóttkví. Ef þær ráð- stafanir gæfu ekki tilætlaðan árangur hefði á seinni stigum alltaf verið hægt að herða sóttvarnir í takt við þær reglur sem nú eru í gildi. Eftir gjaldþrot WOW Air og í kjölfar COVID-19 faraldursins hefur atvinnuleysi í landinu stóraukist og einna verst er ástandið hér á Suðurnesjum eins og fréttir undan- farinna daga sýna og telur stjórn SAR að botninum sé ekki náð. Með ákvörðun ríkistjórnarinnar fyrir tæpum tveimur vikum síðan, þá er fyrirséð að ferðaþjónusta í landinu kemur að mestu leyti til með að leggjast af, allavega tímabundið með auknu atvinnuleysi og Stjórn SAR skorar á Ríkisstjórn Íslands að end- urskoða þær sóttvarnarreglur sem nú gilda á landamærum án tafar til að auðvelda erlendum ferðamönnum að heimsækja Ísland og um leið tak- marka efnahagsleg áhrif veirunnar.“ Samþykkt á stjórnarfundi SAR 31. ágúst 2020. Nemendur Gerðaskóla og Sand- gerðisskóla opnuðu formlega nýjan göngu- og hjólastíg á milli Garðs og Sandgerðis í Suður- nesjabæ í síðustu viku. Um er að ræða rétt rúmlega 4 km. langan stíg sem er 2,5 metrar á breidd en framkvæmdir hafa staðið yfir allt þetta ár. Stígurinn er upplýstur með tæplega 100 ljósastaurum og samtals er malbikið sem fór á stíginn yfir 10.000 fermetrar. Nemendur skólanna vígðu stíginn með því að hlaupa eða ganga og mættust á miðri leið á móts við golfvöllinn að Kirkjubóli. Með reglu- legu millibili var svo marglitu dufti kastað yfir skólafólkið í anda þess sem gert er í litahlaupinu. Samtals fóru nemendurnir 3004,5 kíló- metra. Nýi stígurinn er þegar orðinn mjög vinsæll og margir hafa nýtt hann til útivistar og heilsubótar í sumar, þó svo framkvæmdum hafi ekki verið lokið. Stígurinn eykur líka öryggi gangandi vegfarenda til muna á leiðinni milli Garðs og Sand- gerðis. Eins og fyrr segir eru rétt um 100 ljósastaurar sem lýsa leiðina yfir heiðina og á nokkrum staurum eru skilti með upplýsingum um vegalengdir og hvatningarorðum til þeirra sem ferðast eftir stígnum. Það var verktakafyrirtækið Ellert Skúlason sem var aðalverktaki við lagningu stígsins. Nemendur gengu 3004 km. Göngu- og hjólastígurinn í Suðurnesjabæ opnaður formlega Lokun landamæra, aukið atvinnuleysi ... og þú færð þær inn um lúguna Sjá nánar á síðu 23 Víkurfréttir í áskrift! 8 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.