Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Side 85

Víkurfréttir - 02.09.2020, Side 85
Færri bátar stunda bugtarveiðarnar Þegar þessi pistill kemur út þá er nýtt fiskveiðiár komið og það þýðir að Faxaflóinn meðal annars opnast fyrir dragnótaveiðar. Veiðarnar í Faxaflóanum ganga undir nafninu bugtarveiðar. Í ár eru bátarnir nú ekki margir. Þeir eru einungis þrír, Benni Sæm GK, Siggi Bjarna GK og síðan er það Aðalbjörg RE frá Reykjavík. Aðal- björg RE á sér langa sögu í veiðum í Faxaflóanum og á sínum tíma voru tveir bátar sem voru hétu þessu nafni á veiðum í bugtinni, Aðalbjörg RE og Aðalbjörg II RE. Þetta þýðir að aðeins tveir bátar frá Suðurnesjum stunda veiðar í Faxaflóa og er það mjög mikil fækkun á bátum sem voru á þessum veiðum. Sem dæmi fyrir 30 árum síðan í september árið 1990 þá voru eftirfarandi bátar á veiðum: Í Keflavík voru Arnar KE, Baldur KE, Eyvindur KE, Farsæll GK, Haförn KE, Reykjaborg RE og Ægir Jóhannson ÞH. Í Reykjavík voru Rúna RE, Sæljón RE, Aðalbjörg II RE, Njáll RE, Aðalbjörg RE og Guð- björg RE. Annars núna í ágúst fóru drag- nótabátarnir aðeins af stað. Benni Sæm GK réri oftast, fékk 83 tonn í þrettán róðrum, Aðalbjörg RE 63 tonn í sjö, Siggi Bjarna GK 38 tonn í sex róðrum og Sigurfari GK hóf veiðar undir lok ágúst og landaði 25 tonnum í tveimur róðrum. Allir bátarnir lönduðu í Sandgerði. Netabátarnir hafa fiskað mjög vel í ágúst og voru þeir að veiðum í Faxaflóa. Maron GK er með 88 tonn í 21 róðri, Bergvík GK 55 tonn í fimmtán, Halldór Afi GK 47 tonn í 24, Sunna Líf GK 45 tonn í fjórtán og Hraunsvík GK 27 tonn í þrettán. Reyndar kom smá leki að Hraunsvík GK og var hann tekinn í slipp í Njarð- víkurslipp, Eins og fram kemur komið í þessum pistlum þá hefur verið fjallað um Grímsnes GK en hann er kominn á ufsann og hefur gengið feikilega vel. Grímsnes GK er kominn í 111 tonn í sex róðrum og þar af landaði báturinn 88 tonn í aðeins fjórum róðrum og mest 28 tonn í einni löndun. Erling KE er kominn í slippinn í Njarðvík en hann var á grálúðuneta- veiðum í sumar og var á veiðum fyrir Brim HF, sem áður hét HB Grandi. Togarinn Berglín GK er líka kominn í slippinn en þessi togari komst í fréttirnar þegar að áhöfn skipsins tók til sinna ráða og mót- mælti því að Nesfiskur borgaði þeim það lágt verð fyrir rækjuna svo hún ákvað að sigla togaranum tómum til Njarðvíkur. Þar lá togarinn í hátt í fjórar vikur en fór svo á rækjuveiðar um miðjan júlí. Togarinn mun fara á botnfiskveiðar eftir slippinn, enda er skipið með úthlutað 1.434 tonna kvóta. Aðeins út í kvótann. Sóley Sigur- jóns GK er með 4.124 tonna kvóta, Pálína Þórunn GK 1.669 tonna kvóta, Erling KE 1.688 tonna kvóta, Sigur- fari GK 2.927 tonna kvóta, Grímsnes GK 178 tonna kvóta og af því er 85 tonna rækjukvóti, Sturla GK, nýi tog- báturinn sem Þorbjörn á með, 3.392 tonna kvóta og Jóhanna Gísladóttir GK 3.951 tonna kvóta. Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta fylgir með myndband sem var tekið þegar að netabáturinn Maron GK er að koma til hafnar í Njarðvík en þessi bátur er smíðaður árið 1955 og er einn af elstu stálbátunum á Íslandi í útgerð í dag. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Berghólabraut 7 // 230 Reykjanesbær // sími 421 8010 // netfang kalka@kalka.is // www.kalka.is Kalka leitar að fjölhæfum starfskrafti Nánari upplýsingar um starfið veitir Davor Lucic í síma 843 9213 eða tölvupósti, davor@kalka.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. september. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá. Þeir sem það kjósa geta sótt umsóknareyðublað á www.kalka.is. Umsókir skal senda Kölku Sorpeyðingarstöð, Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á davor@kalka.is. Kalka sorpeyðingarstöð sf. óskar að ráða fjölhæfan starfsmann til starfa við móttökuplan og brennslustöð fyrirtækisins í Helguvík. Starfið felur meðal annars í sér þjónustu við viðskiptavini, flutning og meðhöndlun úrgangs innan athafnasvæðis Kölku, vigtun efnis og þátttöku í umbótaverkefnum. Auk vinnu í Helguvík getur starfið krafist þess að starfsmaður sinni verkefnum á móttökuplönum fyrirtækisins í Grindavík og Vogum. Kalka er opin um helgar svo starfið krefst viðveru utan dagvinnutíma. Við leitum að einstaklingi sem ... ... hefur áhuga á að sinna fjölbreyttum verkefnum í umhverfi í stöðugri mótun. ... nýtur sín við framlínustörf og meðal viðskiptavina en einnig í skrifstofuumhverfi. ... hefur ástríðu fyrir stöðugum umbótum og vill gera betur í dag en í gær. Kröfur um menntun og hæfni: Góð almenn menntun. Bílpróf er skilyrði. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Almenn tölvufærni er mikill kostur. Réttindi sem löggiltur vigtarmaður er kostur. Vinnuvélaréttindi eru kostur. Kalka sorpeyðing sf. er fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga. Fyrirtækið annast sorphirðu á svæðinu, í samvinnu við verktaka, rekur móttökuplön í Helguvík, Grindavík og Vogum og sorpbrennslu í Helguvík. Kalka annast söfnun á endurvinnsluefni og miðlar því til samstarfs- og endurvinnsluaðila. Hjá Kölku starfa að jafnaði um 20 manns. Meðhöndlun úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum hefur breyst ört undanfarin ár og ljóst er að þróunin mun áfram verða hröð á komandi árum. Miklar breytingar eru að verða í ytra umhverfi, með lögum og reglugerðum um úrgangsmál og væntingar eigenda og viðskiptavina Kölku um ábyrga meðhöndlun úrgangs breytast hratt. Verkefnin framundan eru því mörg og fjölbreytt. aFlaFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 25

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.