Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 85

Víkurfréttir - 02.09.2020, Blaðsíða 85
Færri bátar stunda bugtarveiðarnar Þegar þessi pistill kemur út þá er nýtt fiskveiðiár komið og það þýðir að Faxaflóinn meðal annars opnast fyrir dragnótaveiðar. Veiðarnar í Faxaflóanum ganga undir nafninu bugtarveiðar. Í ár eru bátarnir nú ekki margir. Þeir eru einungis þrír, Benni Sæm GK, Siggi Bjarna GK og síðan er það Aðalbjörg RE frá Reykjavík. Aðal- björg RE á sér langa sögu í veiðum í Faxaflóanum og á sínum tíma voru tveir bátar sem voru hétu þessu nafni á veiðum í bugtinni, Aðalbjörg RE og Aðalbjörg II RE. Þetta þýðir að aðeins tveir bátar frá Suðurnesjum stunda veiðar í Faxaflóa og er það mjög mikil fækkun á bátum sem voru á þessum veiðum. Sem dæmi fyrir 30 árum síðan í september árið 1990 þá voru eftirfarandi bátar á veiðum: Í Keflavík voru Arnar KE, Baldur KE, Eyvindur KE, Farsæll GK, Haförn KE, Reykjaborg RE og Ægir Jóhannson ÞH. Í Reykjavík voru Rúna RE, Sæljón RE, Aðalbjörg II RE, Njáll RE, Aðalbjörg RE og Guð- björg RE. Annars núna í ágúst fóru drag- nótabátarnir aðeins af stað. Benni Sæm GK réri oftast, fékk 83 tonn í þrettán róðrum, Aðalbjörg RE 63 tonn í sjö, Siggi Bjarna GK 38 tonn í sex róðrum og Sigurfari GK hóf veiðar undir lok ágúst og landaði 25 tonnum í tveimur róðrum. Allir bátarnir lönduðu í Sandgerði. Netabátarnir hafa fiskað mjög vel í ágúst og voru þeir að veiðum í Faxaflóa. Maron GK er með 88 tonn í 21 róðri, Bergvík GK 55 tonn í fimmtán, Halldór Afi GK 47 tonn í 24, Sunna Líf GK 45 tonn í fjórtán og Hraunsvík GK 27 tonn í þrettán. Reyndar kom smá leki að Hraunsvík GK og var hann tekinn í slipp í Njarð- víkurslipp, Eins og fram kemur komið í þessum pistlum þá hefur verið fjallað um Grímsnes GK en hann er kominn á ufsann og hefur gengið feikilega vel. Grímsnes GK er kominn í 111 tonn í sex róðrum og þar af landaði báturinn 88 tonn í aðeins fjórum róðrum og mest 28 tonn í einni löndun. Erling KE er kominn í slippinn í Njarðvík en hann var á grálúðuneta- veiðum í sumar og var á veiðum fyrir Brim HF, sem áður hét HB Grandi. Togarinn Berglín GK er líka kominn í slippinn en þessi togari komst í fréttirnar þegar að áhöfn skipsins tók til sinna ráða og mót- mælti því að Nesfiskur borgaði þeim það lágt verð fyrir rækjuna svo hún ákvað að sigla togaranum tómum til Njarðvíkur. Þar lá togarinn í hátt í fjórar vikur en fór svo á rækjuveiðar um miðjan júlí. Togarinn mun fara á botnfiskveiðar eftir slippinn, enda er skipið með úthlutað 1.434 tonna kvóta. Aðeins út í kvótann. Sóley Sigur- jóns GK er með 4.124 tonna kvóta, Pálína Þórunn GK 1.669 tonna kvóta, Erling KE 1.688 tonna kvóta, Sigur- fari GK 2.927 tonna kvóta, Grímsnes GK 178 tonna kvóta og af því er 85 tonna rækjukvóti, Sturla GK, nýi tog- báturinn sem Þorbjörn á með, 3.392 tonna kvóta og Jóhanna Gísladóttir GK 3.951 tonna kvóta. Í rafrænni útgáfu Víkurfrétta fylgir með myndband sem var tekið þegar að netabáturinn Maron GK er að koma til hafnar í Njarðvík en þessi bátur er smíðaður árið 1955 og er einn af elstu stálbátunum á Íslandi í útgerð í dag. Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Berghólabraut 7 // 230 Reykjanesbær // sími 421 8010 // netfang kalka@kalka.is // www.kalka.is Kalka leitar að fjölhæfum starfskrafti Nánari upplýsingar um starfið veitir Davor Lucic í síma 843 9213 eða tölvupósti, davor@kalka.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. september. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá. Þeir sem það kjósa geta sótt umsóknareyðublað á www.kalka.is. Umsókir skal senda Kölku Sorpeyðingarstöð, Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ eða með tölvupósti á davor@kalka.is. Kalka sorpeyðingarstöð sf. óskar að ráða fjölhæfan starfsmann til starfa við móttökuplan og brennslustöð fyrirtækisins í Helguvík. Starfið felur meðal annars í sér þjónustu við viðskiptavini, flutning og meðhöndlun úrgangs innan athafnasvæðis Kölku, vigtun efnis og þátttöku í umbótaverkefnum. Auk vinnu í Helguvík getur starfið krafist þess að starfsmaður sinni verkefnum á móttökuplönum fyrirtækisins í Grindavík og Vogum. Kalka er opin um helgar svo starfið krefst viðveru utan dagvinnutíma. Við leitum að einstaklingi sem ... ... hefur áhuga á að sinna fjölbreyttum verkefnum í umhverfi í stöðugri mótun. ... nýtur sín við framlínustörf og meðal viðskiptavina en einnig í skrifstofuumhverfi. ... hefur ástríðu fyrir stöðugum umbótum og vill gera betur í dag en í gær. Kröfur um menntun og hæfni: Góð almenn menntun. Bílpróf er skilyrði. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Almenn tölvufærni er mikill kostur. Réttindi sem löggiltur vigtarmaður er kostur. Vinnuvélaréttindi eru kostur. Kalka sorpeyðing sf. er fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna Reykjanesbæjar, Grindavíkurbæjar, Suðurnesjabæjar og Voga. Fyrirtækið annast sorphirðu á svæðinu, í samvinnu við verktaka, rekur móttökuplön í Helguvík, Grindavík og Vogum og sorpbrennslu í Helguvík. Kalka annast söfnun á endurvinnsluefni og miðlar því til samstarfs- og endurvinnsluaðila. Hjá Kölku starfa að jafnaði um 20 manns. Meðhöndlun úrgangs frá heimilum og fyrirtækjum hefur breyst ört undanfarin ár og ljóst er að þróunin mun áfram verða hröð á komandi árum. Miklar breytingar eru að verða í ytra umhverfi, með lögum og reglugerðum um úrgangsmál og væntingar eigenda og viðskiptavina Kölku um ábyrga meðhöndlun úrgangs breytast hratt. Verkefnin framundan eru því mörg og fjölbreytt. aFlaFrÉttir á suðurNesJuM Í 40 ár // 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.