Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Síða 7

Freyr - 15.12.1967, Síða 7
FREYR BÚNAÐARBLAÐ Freyr nr. 23—24 — desember 1967 63. árgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjárn: AGNAR GUÐNASON GÍSLI KRISTJÁNSSON (ábyrgðarmaður) Helmilisfang: PÓSTHÓLF 390, REYKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK Prentsmiðja Jóns Helgasonar Reykjavík - Sími 38740 Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bœndahöllinni, Reykjavík — Sími 19200 EFNI: Það er yfir oss vakað Vellir í Svarfaðardal Frá byggðum Breiðafjarðar Myndir úr norskum sveitum Sœnskur búskapur í myndum Jarðrœktarframkvœmdir 1966 Tékkar og notkun þeirra Slœ með gamla laginu Tilraunastöð Skógrœktar ríkisins Molar HARALDUR NÍELSSON: Það eryfir oss vakað Er vetrar geisar stormur stríður, þá stendur hj'á oss friðarengill blíður, og þegar Ijósið dagsins dvín, ojí drottins birta kring um skín. V. Br. ADFANGADAGSKVÖLD Jólin eru að koma. Það er engu líkara en vér heyrum með einhverju innra eyra þytinn af ósýnilegu, hljóðu vængjataki. Og alveg sérstakur geðblœr læsir sig um hug vorn við þá tilhugsun. Minningar bernskuáranna kunna tök á oss þennan dag, öllum dögum betur.. í kvöld tengjast heil belti jarðarinnar samhygðar- böndum. Þess sér merki með auðugum og snauðum, i fjölmenninu og þar sem einstæðingurinn elur manninn. í kvöld heilsa menn hver öðrum blíðlegar en ella, og á barnaheimiliunum má lesa það úr geislandi augum barn- anna, að nú er hin Ijúfasta hátíð að breiða faðminn móti þeim. í kvöld syngja þeir jólasálma, sem aldrei hafa ann- ars slíkt um hönd. Og ef vér leitum uppsprettunnar, þaðan sem jólahug- urinn á upptök sín, nemum vér staðar við lítinn bæ, sem liggur milli tveggja grasi vaxinna hœða. Húsin eru full af fólki, sem komið hefur víðsvegar að úr héruðum Gyð- ingalands. Gistihúsið fær jafnvel ekki hýst fleiri. En nú er allt sigið í fasta blund, og friður og kyrrð hvílir yfir öllu. Þó er vakað, að minnsta kosti á tveim stöðum. Ann- ar staðurinn er peningshús. Þar liggur nýfætt barn, vaf- ið reifum----í jötu, og timbursmiðurinn Jósef frá Naz- aret vakir yfir barninu og móður þess. Hinn staðurinn er úti í haga, þar sem fáeinir fjárhirðar gæta um nótt hjarðar sinnar. En birta drottins Ijómar kring um þá og engill drottins flytur þeim þá fregn, að nú sé frelsari fœddur. Óþrotleg hefur reynzt, öld 'eftir öld, þessi fagnaðar- uppspretta. Aldrei hefur frostið orðið svo hart, að hana hafi þrotið. Aldrei hafa hitarnir orðið svo miklir, að hún hafi þornað upp. Mikið fagnaðarflóð er úr svo lítilli upp- sprettu runnið. Og enn er nóg í þeim nægtabrunni. Fœðingarsaga fátæka sveinsins birtir oss svo margt, og meðal annars þetta: Þ að e r v akað. F R E Y R 469

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.