Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.1967, Qupperneq 8

Freyr - 15.12.1967, Qupperneq 8
Eitt fegursta einkenni mannlegrar elsku, eins og vér þekkjum hana fórnfúsasta og fullkomnasta, er einmitt þetta: hún vakir. Móðirin vakir yfir barninu sínu oft og iðulega, þegar aðrir sofa og njóta hvíldar. Og hún vakir mest og tíðast, meðan barnið er alveg ósjálfbjarga og hefir litla eða enga hugmynd um, hvað við það er verið að gera, né nokkurt vit á að meta hvað lagt er í sölurnar fyrir það. Ástvinir vaka yfir sjúklingnum, þegar hann er sárþjáður, og mannelskan hefur reist sjúkrahæli víðsvegar um heim, til þess að vakað yrði nótt og dag yfir þeim, er þjást og líða. Jólaguðspjallið minnir oss á þetta sama einkenni mannlegrar elsku og umönnunar: Jósef vakir yfir barni og móður, og hirð- arnir vaka yfir hjörð sinni, til að annast hana. En það minnir á meira. Það segir oss frá, að yfir oss sé vakað á œðri stöðum. Það segir oss, að sjálfur Guð himnanna hafi vakað yfir hinu veika, ó- fullkomna mannkynA, og af því að hann vakir yfir því og elsk(ir það og lætur sér annt um það, sendir hann því hjálp------ frelsara. Barnið í jötunni er birting þessa leyndar- dóms: það er yfir oss vakað. Með því aug- lýsti Guð þetta: „Eg læt mér annt um mannkynið allt, ég hugsa um sérhvern ein- stakling. Eg vaki yfir ykkur öllum“. Guðs eilífa gæzka vakir yfir vöggu mannkynsins-------vakir yfir vöggu sér- hverrar kynslóðar. Og meira en það. Guð lætur vaka yfir hverjum einum. Hirðunum var birt, með hverjum hœtti þetta gerist. Þeir sitja hljóðir yfir hjörð sinni, þeim finnst allt sofa umhverfis sig. Náttúran öll er sem umlukt örmum svefnsins og allt er kyrrt og hljótt. Allt er þagnað. Þá grunar sízt, að yfir þeim sé vakað-----sjálfum vökumönnunum. Unz engill drottins stend- ur allt í einu hjá þeim í hinni undarlegu birtu, er af honum stafar. Þeir verða hræddir. Þeir vita ekki, að verið er að velja þá til að verða fyrstu boðbera hins mikla fagnaðarerindis: „Yður er í dag frelsari fæddur.“ Og síðan er þeim vísað á reifað ungbarn í jötu. En með þessum hætti er líka verið að tilkynna þeim Jósef og Maríu, að yfir þeim sé vakað og litla barninu í jötunni. Fytir milligöngu hirðanna eiga þau að sannfærast um þetta: Heilar sveitir engla láta sér annt um hið nýfædda barn. Fæðing þess hér á jörðu vekur lofsöngva meðal himneskra hersveita. Hversu dásamleg tíðindi móðurhjartanu. Svona er þá yfir henni vakað: Englar Guðs svífa kringum hvílu barnsins hennar, þótt hún sé ekki nema jata í peningshúsi. Og nú spyr þú sjálfan þig: Er líka yfir mér vakað? Þér finnst það naumast geta verið. Þú ert svo fátækur. Þú eigir svo bágt. Þú sért svo gleðivana, eigir um svo sárt að binda eða sért svo umkomulaus. En ertu umkomulausari en fátæka móð- irin, sem varð að leggja barnið sitt í jötu? Jólahugurinn vekur upp minninguna um eina frásögu Gamla testamentisins, af því að hún er svo skyld jólaboðskapnum. Ungur maður var á ferð. Hann lagðist kvíðinn til svefns úti á víðavangi, með stein undir höfðinu. Þá sá hann í draumsýn inn í hulinn heim, sá stiga, sem stóð á jörðu og náði til himins, og engla Guðs stíga upp og niður stigann. Og orðin, sem bárust að eyra honum, minntu hann á þetta: að yfir hon- um væri vakað. Yfirlýsingin frá Guðs hendi var þessi: „Sjá, eg er með þér og varðveiti þig, hvert sem þú ferr.“ Nákvœmlega hið sama var það, sem þeim Jósef og Maríu var birt. Og englar Guðs vöktu yfir sveininum frá vöggu til grafar. Þeirra varð líka vart við síðasta hvílurúm hans. Þeir gættu hans er öll mannleg hjálp var úti. En sama föðurelskan, sem yfir honum lét vaka, lætur og vaka yfir hverjum og einum af oss-----frá vöggu til grafar. En hvert gagn er oss að slíkri gæzlu; úr því að vér vitum ekki af henni? 470 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.