Freyr - 15.12.1967, Síða 9
Barnið veit jyrsta æviskeið minnst um
það, með hve dásamlegri umhyggju móðir-
in vakir yfir því, einmitt þá er því ríður
mest á.
Vera má, að því eins sé farið um oss.
í jarðlífinu erum vér á bernskustigi til-
verunnar. Þegar vér eldumst og komumst
hærra upp í eilífðarstigann, greinum vér
allt glöggvara.
Líkindi eru fyrir því, að guðleg for-
sjón hafi komið heiminum svo fyrir, að
œðri verur stig af stigi vaki yfir þeim, sem
enn eru styttra komnar. Bæri ekki slík nið-
urröðun vott um vísdómsfullan kærleika?
í kvöld eigum vér hægast með að trúa
þessu. Jólaboðskapurinn hefir frá bernsku
vanið oss við þá hugsun. Og hún er hverri
hugsun huggunarmeiri. Þú ert aldrei látinn
afskiptalaus, aldrei einn. Það er yfir þér
vakað. Það er alltaf einhver að hugsa um
þig i œðri tilveru. — — Einhver sem er
kœrleiksríkari en mennirnir og meira hef-
ur séð af Guðs dýrð.
Og bænin er hinn þráðlausi sími, sem ber
hugsanir þínar og óskir til æðri heima.
Og Guð sjálfur er uppi yfir tilverustig-
anum og boðar enn sem fyrir: „Sjá, eg er
með þér og varðveiti þig, hvert sem þú fer.
Víða í sveitum þessa lands hélzt lengi sá
siður að láta Ijós loga alla jólanóttina í
baðstofunni. Ljósið, sem logaði meðan allir
sváfu, var ímynd gæzku Guðs og speki,
sem vakir yfir oss öllum.
Við þá hugsun sofna börnin róleg í kvöld,
með gleði og frið í hjarta. En vér, sem eldri
erum, getum vér ekki líka orðið börn í
þeim skilningi-------- um jólin?
F R E Y R
471