Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 13

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 13
ið til og „gefið til gull það, er hann hafði í gröf.“ Með þessu er e. t. v. átt við fingur- gull — biskupshring. Eyiólfur hefur því ver- ið á Völlum 1237. Þriðji prestur, sem nefndur er, er Þór- arinn kaggi Eyjólfsson, ömmubróðir Lár- entíusar biskups. í Lárentíusarsögu er sagt um hann, að hann hafi verið „klerkur góð- ur og hinn mesti nytsemdarmaður til leturs og bókagjörða, sem enn mega auðsýnast margar bækur, sem hann hefur skrifað Hólakirkju og svo Vallastað.“ Er ljóst, að séra Þórarinn hefur verið hinn merkasti bókagerðarmaður og skóla hélt hann á staðnum, sem merkja má af frásögn Lár- entíusar sögu, „að kennslupiltar gjörðu sukk í kirkjunni þar á Völlum; varð svo, að nokkuð það, sem Lárentíus kastaði, kom í líkneski vorrar frú, og brotnaði af laufið af ríkisvendi þeim, er hún hélt á“. Einnig þótti séra Þórarinn örlátur á fé við fátæka frænd ur sína og veitti Kristfé í margar jarðir í Svarfaðardal og víðar. Hann fór frá Völlum 1238. Vera má, að eitthvað af þeim jörðum, er Auðunnarmáldagi telur kirkjunni 1318, hafi verið gjafir hans, en þá eru kirkjunni taldar þessar eignir: Heimaland allt, Upp- salir, Kóngsstaðir, Hánefsstaðir og Stafn. Síðastnefnda jörðin var í Skíðadal, en fyrir langa löngu komin í eyði. Einnig átti kirkj- an reka í Þorgeirsfirði, hálfan sjötta tug bóka og sæmilegan búnað. Lýsistoll og hey- toll átti hún af 30 bæjum, myndarlegan bú- stofn og aðrar eignir, svo sem hálft sautj- ánda hundrað í metfé innan veggja og tvær vættir matar. Fjórði presturinn er Ólafur Hjaltason, er kom að Völlum um 1325. Hann var skóla- meistari á Hólum og Lárentíus biskup fékk honum Vallastað með þeim ummælum, að skólameistarar á Hólum skyldu jafnan hafa og halda þann stað, hvort sem það merkir, að þá hafi enn verið skóli á staðnum. Fimmti presturinn er nefndur Brandur. Þá kom Halldór Loftsson um 1392 og 1419 kemur þangað Páll Teitsson. í hans tíð, eða 1423, gerist það að sögn Jóns Espólíns, að Enskir eyddu Ólafsfjörð og Hrísey og brenndu þar kirkju. Þeir rændu og kirkju í Grímsey og tóku strandhögg mikil hvar- vetna um land, en hertóku margt fólk og þjáðu. Frá 1429 er til máldagi og hafa þá kirkj- unni áskotnast fleiri jarðir, svo sem Hóll, og Birnunes og Selá á Árskógsströnd, sem Halldór prestur Loptsson gaf kirkjunni 1403. Kvikfé er álíka og 1318, en „metfé inn- an veggja“ eða „virðingargóss“ hefur auk- izt úr hálfu sautjánda í 20 hundruð. Þá er til mikill forði af feitmeti og skyri. Búnað- ur kirkjunnar er svipaður, en bækur eru ekki taldar. Heytollar og ljóstollar sem fyrr og lambseldi um allan Svarfaðardal inn til Haga á Strönd, þ. e. Árskógsströnd. Á Völl- um eiga að vera tveir prestar og djákni. Magnús Jónsson er prestur frá 1439— 1491. Á hans tíð eru kirkjunni taldar til við- bótar jarðirnar Hverhóll, Hvarf, Gljúfurá, mikið land í Skíðadal, Trjónubakki fyrir handan á og tveir engjateigar fyrir neðan Sökku. Eitthvað hefur séra Magnúsi gengið þunglega að innheimta landsskuldir, því hann fær biskupsdóm fyrir sumum þeirra, sem og lambfóðraheimild. Þorvarður heitir prestur á staðnum 1481 og Jón Pétursson er þar 1499. Guðmundur Jónsson fer frá Völlum 1522 og Þorbjörn Jónsson ér þar 1522—1538. Árið 1551 tekur Björn Tómasson við staðnum bg er þá kirkjan virt á 15 hundruð, staðurinn með þrem útihúsum og tveim fjósum á 16 hundruð. Búsmali er kýr 10, ásauðarkúgildi 5, tarfur 1 tvævetur, kálfar tveir, hross eitt og annað fornsligað. Vísað er til annarra 15 kúgilda á jörðum staðar- ins, en sum talin ótrygg. Árið 1570 hefur séra Björn látið gera alla nýja veggi innan í kirkjuna og smíðað hana upp að mestu með öllum nýjum viðum, enda er kirkjan þá metin á 35 hundruð í stað 15 er hann tók við henni. Meðan séra Björn situr staðinn, er Brautarhóll byggður úr heimalandi Valla. Heimildum ber ekki alveg saman um F R E Y R 475
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.