Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 14

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 14
hvenær hann lætur af embætti á Völlum. Magnús Ólafsson situr staðinn frá 1599 til 1607. Af tilvísun í Prestatali og prófasta verður að álíta, að hann sé sá sami og segir frá í Sögu íslendinga eftir dr. Pál Eggert Ólason, og var mikill lærdómsmaður. For- eldrar hans bjuggu að Hofsá og andaðist faðir hans áður en drengurinn fæddist og fór móðir hans á vergang með sveininn. — Varð hún úti milli bæja, en höfðingsmaður, sem degi seinna fór um farinn veg, fann sveininn á lífi og tók hann að sér. Þorsteinn Eiríksson er á Völlum 1602 til 1622. Má geta sér til hvernig líf alþýðunn- ar hefur verið á þeirri tíð, ef miðað er við það, sem Espólín segir, að á þremur árum fyrir 1604 hafi fallið níu þúsundir föru- manna, einkanlega norðan lands og austan. Eftir séra Þorstein kemur Jón Egilsson, prestssonur frá Tjörn í Svarfaðardal. Varð hann kynsæll maður. Sonur hans, Pétur, varð prestur að Upsum. Frá 1658 til 1698 gegnir systursonur Þor- láks biskups Skúlasonar, Þorsteinn llluga- son kallinu. Þótti hann mikill lærdómsmað ur. Hann hafði sem aðstoðarprest systur- son sinn, Guðmund Þorláksson, sem síðar fékk Þönglabakka. Ekki er allt sem frið- legast á þeirra tíma, því 1678 ganga Fransk- ir á land á Svalbarðsströnd og ræna þar og þó einkanlega í Hrísey. Arið 1698 kemur á staðinn séra Þórður Oddsson og er þar til 1704. Hafði hann ver- ið heyrari í Skálholtsskóla og kirkjuprest- ur staðarins. Hann var prófastur í Vaðla- þingi og er sagt um hann, að hann hafi ver- ið fyrir öðrum mönnum og hinn ásjálegasti sýnum. Kona hans hét Valgerður og urðu þau að fá konungsleyfi til að giftast, því þau voru systkinabörn. Hún andaðist þrem dögum eftir andlát hans og var talið, að hún hefði dáið af harmi. Þau áttu eina dóttur barna, Ragnheiði, sem giftist Eggerti Bjarnasyni á Skarði á Skarðsströnd. — Þeirra dóttir, Ragnhildur, varð kona Magn- úsar sýslumanns Ketilssonar. Annað barn Ragnheiðar og Eggerts var Jón, faðir séra Eggerts á Ballará, föður séra Friðriks Eggerz. Ekkert vissi móðir mín, Sólveig Pétursdóttir Eggerz, um tilvist séra Þórðar þegar hún kom að Völlum, en dreymdi þann draum, að komið væri til hennar og sagt, að forfaðir hennar, prestur úr Valla- kirkjugarði, vildi hafa tal af henni. Þá tekur við staðnum Eyjólfur Jónsson, kallaður hinn lærði, og heldur staðinn frá 1704 til 1745. Hann fékk þegar í æsku þann vitnisburð, að hann væri manna námfús- astur og kappsamastur við bókiðn og lét faðir hans hann stunda sjóróðra um tíma til að halda honum frá bóklestri. Hann nam í Kaupmannahöfn og fékk þar viðurnefni af grískukunnáttu sinni. Séra Eyjólfi er svo lýst, að hann hafi verið lítill vexti, knár og smár, fimur og léttur á fæti og þóttust mestu göngugarpar 1 Svarfaðardal fá sig fullreynda við hann á göngu í ófærð. Geð- ríkur var hann en stilltur, frásneiddur öllu veraldarvolsi, viðhöfn og tildri, kennimað- ur góður og mesti söngmaður. Fremur þótti hann einrænn, en vinsæll af sóknarmönnum og heimafólki. Gömul kona, sem Guðrún hét og hafði stýrt búi hjá honum, sagði, er vin- kona hennar hugðist veita henni styrk í þungum veikindum, að gott yrði nú fyrir hana að komast í eilífa sælu: „Það má vera gott, ef mér líður betur en hér á Völlum.“ Séra Eyjólfur dó barnlaus og ókvæntur, en eitt sinn á hann að hafa beðið sér stúlku Hún neitaði og varð honum þá að orði: „Það vildi ég, að Guð reyndi mig eigi oftar með því arna“. Almennt var séra Eyjólfur talinn með lærðustu mönnum landsins á fyrra helmingi 18. aldar. Fátt lét hann eftir sig af veraldarauði en mikið af handritum, sem mörg glötuðust eftir andlát hans, þó ýmis hafi varðveitzt. Meðal þeirra merkustu er Vallaannáll, sem nær yfir tímabilið 1659 — 1737 og talinn er með öruggustu árbókum. Segir Espólín, að það hafi verið haldið svo rétt, sem fást mátti, er hans hönd var á. Að engu lætur séra Eyjólfur sjálfs sín getið í ritum sínum. Frá hans dögum er visitasía Steins bisk- 476 F R E Y R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.