Freyr - 15.12.1967, Síða 17
til Sveinsstaðamerkis og Trjónubakki fyrir
handan á og 2 teigar fyrir neðan Sökku á
bökkunum, er heita Nautateigur og Breiða-
teigur og einn hólmi í ánni, er Lambhagi
heitir og annar er heitir Hrúthólmur þar
uppfrá. Þetta er í rekum í Þorgeirsfirði:
fyrir vestan árós áttung í hval frá árósi til
Torfdæla, en fjórðung þaðan vestur til
Súlna, en þessu bæta máldagar Auðunnar
og Péturs biskups við: hálfa reka alla og
flutning við Birnunes.
Séra Jón hafði setið staðinn tvö ár þegar
þessi visitasía fór fram og tekjur hans fyrir
þann tíma eru taldar þessar: Fasteignatí-
und 114 álnir, lausafjártíund 163V2 alin,
ljóstollur 204 álnir og legkaup 130 álnir. Á
móti leggur prestur fram reikninga fyrir
því, sem hann hefur lagt kirkjunni, svo sem
vín, bakstur og ljós, og að lokum lýsir hann
því yfir, að kirkjan „behaldi“ óátalið hálf-
um reka hvals fyrir Gunnólfsá í Ólafsfirði
og að hún eigi Kóngsstaðadal og á honum
hafi jafnan verið brúkuð selstaða frá staðn-
um.
Þó að þetta kunni að hafa verið sæmileg-
ar tekjur, þá var séra Jón jafnan fátækur
maður, enda var ómegðin mikil. Tólf börn
hans komust upp og var eitt þeirra séra
Þórður Jónsson, eftirmaður hans á Völlum.
Séra Þórður var aðstoðarprestur hjá föð-
ur sínum frá 1765, en tók við staðnum eftir
andlát hans og sat þar sína ævitíð til 1814.
Hann var afburða raddmaður og frábær að
næmi. Sonur hans var Páll Melsted amt-
maður, en dóttir Páls var fyrri kona Péturs
Eggerz. Séra Þórður var þríkvæntur, og
hafði síðasta kona hans, Elín Halldórsdóttir
frá Skógum, líka verið tvígift áður en þau
gengu að eigast. Hún var ekkja eftir Þor-
stein prest Hallgrímsson í Stærra-Árskógi,
sem kallaður var prestafaðir, og var afi
Jónasar skálds Hallgrímssonar. Móðir séra
Þorsteins prestaföður var Ólöf dóttir séra
Jóns Halldórssonar á Völlum, hálfsystir
séra Þórðar.
Sigurður Sigurðsson var aðstoðarprestur
hjá séra Þórði ein þrjú ár. Hann var vel að
sér, skáldmæltur og drengur góður og mik-
ill búmaður, en nokkuð forn í skapi. Annar
aðstoðarprestur séra Þórðar var Ingjaldur
Jónsson og gegndi hann kallinu eftir lát
séra Þórðar veturinn 1814—15. Hann var
mikill gáfumaður og kennimaður góður, en
hvikull í ráði, drykkfelldur og kvenhollur.
Næstur kemur í Velli, árið 1815, séra
Stefán Þorsteinsson Hallgrímssonar prests
í Stærra-Árskógi. Hann var mikill gáfu-
maður og vel að sér, hagmæltur og hneigð-
ur til fræðistarfa og eru til eftir hann all-
mörg handrit í söfnum. Sonur hans var
Skapti Tímótheus stúdent, sem drukknaði
í Kaupmannahöfn tæplega þrítugur og var
meðal gáfuðustu og ástsælustu manna í
hópi Hafnarstúdenta.
Frá 1838—1844 var Sig\irður Arnórsson
aðstoðarprestur séra Stefáns, gáfaður og
skáldmæltur, en nokkuð slarkfenginn.
Kona hans var einnig skáldmælt, Elínborg
Pétursdóttir frá Víðivöllum, svo ekki er ó-
líklegt að vísnaskemmtun hafi verið um
hönd höfð á Völlum þau misseri.
Eftir andlát séra Stefáns 1846 fékk bróðir
hans, Kristján, Velli. Hann er sagður drjúg-
ur að gáfum og allgóður kennimaður, en
mikill búhöldur, gestrisinn og vel metinn.
Þegar séra Kristján tók við staðnum, var
að sjálfsögðu gerð rækileg úttekt á bæ og
búi, er ekki verður öll rakin hér. Þá er húsa-
kostur sá, að baðstofa er llVs alin á lengd
neðan stafnþilja og breidd milli áfella
5% alin liðug. Að hæð er hún af bita til
mænis 2V2 alin, en stafir undir langholtum
eru 2% alin. Baðstofan er í fjórum stafgólf-
um, öll lögð með reisifjöl gagnlegri, fjala-
gólf í þremur stafgólfum, en í dyrastaf-
gólfi ekki nema að hálfu leyti. Þrjú staf-
gólf. eru með þiljum umhverfis, en það
fjórða óþiljað. í suðurenda er afþiljið hús
og loft uppyfir. Átta rúmstæði fylgja bað-
stofunni og sjö glergluggar misstórir.
Suður úr göngum fyrir framan baðstofu-
dyr er klefi — það mun vera búr — 4%
alin á lengd og 2x/2 alin á breidd, hálf lé-
legur og með gömlu árepti.
F R E Y R
479