Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Síða 18

Freyr - 15.12.1967, Síða 18
Eldhús er 8 álnir á lengd í þrem staf- gólfum og veggir töluvert gallaðir, bæjar- göng til anddyra 13 álnir, þar af 9 áln- ir nýlegt. Skáli er suður af bæjardyrum, 9 álnir á lengd í þrem stafgólfum, sæmilegt hús og eitt stafgólf afþiljað upp að bitum. Austur úr skálanum er kofi, tæpar 4 álnir á lengd. Norður úr bæjardyrum er stofa, átta álnir á lengd og 3Vi alin á breidd í þrem stafgólfum, standþil rámað framund- an með vindskeiðum yfir og tveim fjög- urra rúðu gluggum. Stofan er öll þiljuð innan og gólfið lagt með gömlum fjölum. Þar er rúmstæði, borð með skúffu á stólum og bekkur fyrir gafli og lítið frammeð beggja megin. Bæjardyr eru sagðar 6j4 úr alin á lengd og 4 álnir á breidd, portbyggðar. Framund- an er rámað standþil og vindskeiðar yfir, hurð á járnum og vönduð skrá. Frammi á hlaði er smiðja, sem þá gerist hrörleg, fimm álnir á lengd og þrjár á breidd, mannhá. Fjós er fyrir 10 kýr og all stæðilegt, en ranghali fyrir dyrum og brunnhús út úr honum er að kalla fallið að viðum og veggjum.Hesthús úti og uppávelli liggur niðri, fjárhús beint suður á velli er fyrir 18 kindur, mjög lélegt, annað fjárhús rétt ofar er fyrir 20 ær og er sýnu skárra. Þriðja fjárhúsið, næst bænum suður og niður á velli, er fyrir 26 kindur og er það sæmilegt. — Staðsetningu allra þessara úti- 480 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.