Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 19

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 19
Kirkjugarðurinn á Völlum, um langt skeið fyrirmynd að um- gengni, og þar eru tré til skjóls og prýði, er gera hann að unaðs- reit. húsa könnumst við vel við, sem þekkjum Velli á þessari öld. í þessari úttekt kemur í ljós, að kúgildi staðarins, sem voru 26 árið 1748, eru nú að- eins 20V2, þó jarðir stólsins séu hinar sömu og við fyrri úttekt. Þórarinn sonur séra Kristjáns var aðstoð- arprestur föður síns frá 1842 til 1846, vel gefinn maður og vel látinn. Hans son var séra Kristján Eldjárn, síðasti prestur á Tjörn. Er sú ætt vel kunn. Eftirmaður séra Kristjáns var Páll Jóns- son sálmaskáld. Hann sat staðinn frá 1858— 1878 og hann stóð fyrir byggingu þeirrar kirkju, sem enn stendur, auk þess sem hann byggði nýja baðstofu. Kirkjusmíðin hófst vorið 1861 og var lokið síðla um haustið. Er kirkjan því 106 ára á þessu hausti og heldur að verulegu leyti sinni upprunalegu mynd, nema hvað hvelfing var sett í austurenda hennar þrjátíu árum eftir að hún var byggð. Einnig má segja, að hún geymi nokkurn svip hinna eldri kirkna, svo sem það, að gluggar eru á austurstafni, einn yfir altari og tveir til hliðar, neðan bita. í kórn- um eru líka fastir bekkir umhverfis og milligjörð með pílárum milli kórs og kirkju. Séra Páll var vel að sér og kenndi mörg- um piltum undir skóla, kennimaður góður og skyldurækinn, en lengst munu sálm- arnir, sem hann orkti halda nafni hans á lofti. Nægir að nefna nokkra þeirra, svo sem, „Ó, Jesú bróðir bezti“, „Enn í trausti elsku þinnar“, „Fögnum, bræður, frelsis- degi“, „Sólin hylst í hafsins djúpi“, „Sigur- hátíð sæl og blíð“, „Sjá nú er runninn nýj- ársdagur“. — Sálmar hans eru flestir lof- gjörð til lífsins herra og gæzku hans. Árið 1878 tekur séra Hjörleifur Gutt- ormsson við Völlum og er þar til 1883. Hann var mjög vel látinn maður og út af honum er komið margt ágætt og merkilegt fólk. Ein dætra hans var Petrína Soffía, kona séra Kristjáns Eldjárns, önnur var Þórunn, kona Arngríms málara Gíslasonar og er af þeim skemmtileg ástarsaga. Tvær dætur, Anna og Björg, giftust bræðrum að Lóni í Kelduhverfi, Árna og Guðmundi Kristjáns- sonum og Oddný varð kona Björns Björns- sonar á Breiðabólstað á Álftanesi. Séra Tómas Hallgrímsson fékk staðinn 1884 og gegndi honum til ársins 1901. Séra Tómas var glæsimenni, skáldmæltur, söng- maður með afbrigðum, enda hrókur alls fagnaðar á mannfundum. Hann var ást- F R E Y R 481
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.