Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 21

Freyr - 15.12.1967, Blaðsíða 21
fengju veitingar og hvernig sem á því stóð, þá vissum við aldrei af því, að húsnæði væri af skornum skammti, enda minna við að jafna en nú gerist. Kappkostað var að bæta jörðina og hýsa eftir getu. Það er erfitt að segja svo frá sínu bernskuheimili, að sá þáttur beri ekki ofur- liði aðra þætti í langri sögu staðarins. Ekki tel ég ofmælt, að Vellir hafi verið okkur systkinunum öllum hjartfólgnir og þó að hið fagra stækki gjarna í endurminning- unni, en hitt smækki, sem miður fer, þá er það ekki rangminni, að í tíð foreldra okkar var heimilislífið á staðnum að jafnaði glatt og gott og alúð var af þeim lögð við að koma þeim til nokkurs þroska, sem hjá þeim áttu athvarf, hvort sem það voru vandamenn eða vandalausir. Vorið 1941 tók séra Stefán Snævarr við Vallastað. Hann er kvæntur Jónu Gunn- laugsdóttur frá Sökku og eru þau hjón mjög samtaka um gestrisni og greiðasemi alla, enda vinsæl að verðleikum. Þau bjuggu allmörg ár góðu búi, en nú styttist í veru þeirra á Völlum, því ákveðið hefur verið að flytja prestssetrið að Dalvík. Verð- ur því séra Stefán að líkindum síðasti prest- urinn á staðnum. Vegna þessarar ráða- breytni hefur fátt af húsum staðarins ver- ið endurbyggt hin síðari ár og jarðnæði leigt út. Gólf og undirstöður kirkjunnar eru nú teknar að fúna og þarf verulegrar viðgerð- ar, en svo vel er kirkjan varðveitt að öðru leyti, að hryggilegt væri, ef ekki tækist að vernda hana. Sóknarfólk Vallasóknar hefur fyrr sýnt kirkju sinni umhyggju og tekst vonandi að afla þess fjár, sem þarf til þess, að þetta gamla guðshús hverfi ekki fyrr en nauð- syn krefur. Hvorki mun það okkur, sem heimili höf- um átt á Völlum, né sóknarmönnum Valla- sóknar sársaukalaust, að prestur hverfi af staðnum, enda hefðin orðin löng, frá því að Guðmundur góði réðzt árið 1190 til vistar með Arnþrúði Fornadóttur og söng tíðir 1 Ólafskirkju. Þó skiptir það meginmáli, að heill fylgi starfi þeirra presta, sem þjóna eiga hinni gömlu Vallasókn. Séra Páll Jónsson orkti þetta vers, e. t. v. á Völlum: Drottinn, nú er dimmt í heimi, Drottinn, vertu því hjá mér. Mig þín föður forsjón geymi, Faðir, einum treysti ég þér. Eilíf náð og elskan þín, Ein skal vera huggun mín, Eg því glaður mig og mína, Minn Guð, fel í umsjón þína. Honum sé falinn Vallastaður og íbúar Svarfaðardals. F R E Y R 483
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.