Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.1967, Qupperneq 24

Freyr - 15.12.1967, Qupperneq 24
bæði vinskapur og framsækni afa gamla, þegar hann tók Torfa í Ólafsdal með tólf unglingspilta, í tvo vetur, innan um kven- fólkið og rokkana. Þetta var veturna áður en Torfi byrjaði Ólafsdalsskólann. Það vildi til, að þetta voru allt sæmdardrengir og skal ég aðeins geta tveggja, fyrir utan þá föður minn og Ólaf bróður hans. Áminnztir tveir voru þeir heiðursmenn: Bjarni Jensson, síðar hrepp- stjóri í Ásgarði, sem enginn hefur tölu á hve mörgum gerði gott, bæði hér í sýslu og utan hennar. Hinn var Guðfinnur Björnsson, frá Ytra- Felli, mesti heiðurs- og sæmdardrengur, að minni reynslu. Þá eru eftir átta af þessum tólf, sem efalaust hafa verið og orðið mætir menn, enda gat varla hjá því farið að öðru- vísi menn framleiddust undir verndarvæng Torfa Bjarnasonar og hans fyrirmyndar- konu, Guðlaugar Zakaríasardóttur. Þeir voru lánsamir, sem nutu þess að hafa dvöl og handleiðslu á þeirra góða heimili, Ólafsdal. Ég tapaði af því, því að ég var svo seinn í tíðinni að öðru leyti en því, sem að efalaust hefur flutzt til mín í gegnum föður minn. Það á ekki annars staðar betur við en um Ólafsdals-heimilið, gömul vísa, sem æði margir kunna og er svona: Mitt skal öllum opið hús engum dvöl mun banna. Ég skal vera faðir fús f öðurleysingj anna. —o— Foreldrar mínir bjuggu á Hvoli eftir að afi minn, Indriði Gíslason, hætti þar bú- skap. Ég man það, þó ungur væri, að á milli fólks á Hvoli og fjölskyldunnar í Ól- afsdal var alla tíð vinskapur. Móðir mín sagði einhvern tíma, að maður hefði gott af því að sjá og vita Torfa, þó ekki væri nema álengdar. Væri Torfi nú risinn úr gröf sinni er ég hræddur um að honum þætti ekki blóm- legt verzlunarástandið hér við Breiða- F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.