Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1967, Side 37

Freyr - 15.12.1967, Side 37
Svona vinnubrögð voru algeng fyrrum eins og við þekktum þau. Það var svo í Svíþjóð eins og hjá okkur, að fyrir 50 árum var unnið að bústörfum þar í landi á sama hátt og gerzt hafði áður um áratugi eða jafnvel árhundruð, og að minnsta kosti byggingarnar voru í gömlum hefðbundnum stíl, því að árið 1917 var tækni nútímans aðeins að örlitlu leyti komin á al- mennan vettvang við bústörf. Það var plógurinn og herfið, sláttuvélin og sjálfbindarinn, hið síðast- nefnda þó aðeins á stærri búum, annars voru það handverkfæri og hestaverkfæri, sem mannsaflið notaðizt við í þágu hverskyns búverka til þess tíma. Ljósmyndarinn hefur verið svo heppinn að ná myndum af fyrri tíma aðbúnaði og störfum, en í því sambandi má þó segja, að einnig hefur verið safnað gömlum myndum til þess að geta gert gamla tímanum viðeigandi skil í umræddri bók. —o— Fimmtíu ár er ekki langur tími í sögu þjóðar, og þá ekki heldur í sögu búskapar, en þetta 50 ára skeið, sem sambandsbúnaðarfélögin hafa haldið uppi félagslegum athöfnum, hefur verið byltinga- tími og eðlilega eru nútímahættirnir gjörólíkir þeim, sem viðgengust fyrir fáum áratugum. Enn er til sitthvað af því gamla, sem ljósmyndað hefur verið vegna þess, að viðeigandi hefur þótt að sýna sem gleggstan mun þess sem var og hins sem er. Ekki þannig að skoða, að valið hafi verið til fyrir- myndar af útjöðrum tilverunnar, heldur hefur ljós- myndarinn gengið hreint til verks, frá nyrstu héruð- um til hinna syðstu, og fundið fyrirmyndirnar við veginn, en eðlilega eru buhættir breytilegir á þess- ari 2000 km vegalengd, sem er frá nyrstu til syðstu byggða landsins. Myndir bókarinnar sýna raunar einnig viðhorfið til framtíðarinnar svo að bókin er bæði saga liðins tíma og opinn gluggi til framtíðarlandsins við hin ýmsu skilyrði. Þar er bóndinn að starfi, húsmóðir- in einnig, tækin og tæknin á öllum ársins tímum Þau eru senn öll horfin, lágu húsin með þröngum um dyrum. F R E Y R 499

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.