Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Side 7

Skessuhorn - 03.06.2020, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 3. júnÍ 2020 7 FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF FASTEIGNAMIÐLUN OG RÁÐGJÖF 26 íbúðir af 37 seldar Þingvangur ehf byggir 10 hæða lyftuhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á Akranesi. Staðsett við verslunarkjarnann Dalbraut 1, Akranesi. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð tilbúin á 1. hæð. 2ja-3ja herbergja íbúðirnar eru frá 93 fm til 96 fm, möguleiki að bæta við öðru svefnherbergi. Sérmerkt bílastæði. Sérgeymsla í kjallara. Verð 39,0 millj. (ein íbúð eftir). 3ja herbergja íbúðirnar 105 fm til 107 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílakjallara og sérgeymslu í kjallara. Verð frá 46,6 millj. til 50,9 millj. 4ra herbergja íbúðirnar eru frá 126 fm til 128 fm. Íbúðunum fylgir stæði í bílskýli og sérgeymslu í kjallara. Verð frá 56,4 millj. til 59,4 millj. Innréttingar og fataskápar frá danska framleiðandnum HTH. Innihurðir og flísar frá Parka. Heimilistæki frá Ormsson. Boðið er upp á einkaskoðun og fólk vinsamlegast beðið um að hafa samband í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is og panta tíma til skoðunar, sýningaríbúð á 1. hæð hússins. Stillholt 21 – Akranesi Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími: 570 4824 | hakon@valfell.is | valfell.is Opinn ársfundur Brákarhlíðar Ársfundur Brákarhlíðar verður haldinn fimmtudaginn 4. júní n.k. kl.16:00 í sam- komusal heimilisins. Dagskrá: Ársfundarstörf samkvæmt skipulagsskrá heimilisins. Allir velkomnir! SK ES SU H O R N 2 02 0 Átta opinber störf færast á Sauðár- krók á næstunni með breytingum á sviði brunavarna, en þær heyra und- ir Húsnæðis- og mannvirkjastofn- un (HMS) eftir sameiningu Íbúðal- ánasjóðs og Mannvirkjastofnunar um síðustu áramót. Sú eining sem sinnir skipulagningu brunaeftirlits verður þar með hluti af starfsstöð HMS á Sauðárkróki. Fyrir starfa þar um tuttugu manns við úthlut- un húsnæðisbóta, í þjónustuveri og bakvinnslu fyrir húsnæðissvið HMS. Fjölgun þeirra sem sinna brunamálum er ein af þeim aðgerð- um sem Ásmundur Einar Daða- son, félags- og barnamálaráðherra, leggur áherslu á til að að efla um- gjörð brunamála og brunavarna á Íslandi. Um er að ræða bæði stjórn- unarstörf og störf sérfræðinga og verða nokkur þeirra auglýst laus til umsóknar á næstunni. Með þessu kveðst ráðherrann vera að bregðast við ábendingum í nýrri skýrslu um málaflokkinn sem gerð verður opinber á næstunni. Í skýrslunni, sem unnin var af starfs- hópi skipuðum af stjórn HMS, kemur m.a. fram að nauðsynlegt sé að efla og stækka slökkviliðin á landsbyggðinni. Einnig þurfi að uppfæra regluverk brunamála og gefa út leiðbeiningar um eftirfylgd reglugerða. Þá þurfi heilt yfir að efla stjórnsýslu málaflokksins. Í skýrslu starfshópsins kem- ur m.a. fram að staða brunamála á Íslandi sé nokkuð góð í saman- burði við nágrannalöndin. Tjón af völdum eldsvoða sé minna hér á landi, hvort sem litið sé til manns- lífa eða eigna. Þó telja skýrsluhöf- undar það áhyggjuefni að síðustu ár hafi tjón vegna bruna verið að aukast og brýnt sé að finna leiðir til að stöðva þá þróun. nauðsynlegt sé að stórefla brunaeftirlit og gerð brunavarnaráætlana. Vilja skýrslu- höfundar koma í veg fyrir að tjón vegna eldsvoða aukist enn frekar hér á landi vegna stærri, flóknari og dýrari bygginga sem reistar hafa verið á síðustu árum. mm Ráðherra er hér eftir fund í liðinni viku ásamt starfsfólki HMS og Slökkviliði Skagafjarðar. Nauðsynlegt að efla og stækka slökkvilið á landsbyggðinni Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.