Skessuhorn - 03.06.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201910
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
Sjómenn
til hamingju með daginn!
Afgreiðslutímar:Virka daga 9–18Laugardaga 10–14Sunnudaga 12–14
Öll þjónusta við skip og báta með lyf
og hjúkrunarvörur.
Smiðjuvellir 32 -300 Akranes -Sími 431 5090 -Fax 431 5091 -www.apvest.is
Venju samkvæmt er sjómannadag-
urinn fyrsta sunnudag júnímán-
aðar, sem að þessu sinni ber upp á
7. júní. Víðast hvar í sjávarbyggð-
um hefur verið hefð að halda upp á
daginn með pompi og prakt. Fyrir
sakir þeirra fordæmalausu tíma sem
við lifum nú er hins vegar fyrirséð
að hátíðarhöld í tilefni sjómanna-
dags verði með öðrum hætti en ver-
ið hefur.
Grundarfjörður
Í Grundarfirði fer sjómannadag-
urinn fram með nokkuð hefð-
bundnu sniði. Verið er að fínpússa
dagskrána en búast má við krakka-
sprelli í vélsmiðjunni, keppni verð-
ur á bryggjunni og leikhópurinn
Lotta mun stíga á svið. nánari upp-
lýsingar má finna á Facebook síð-
unni, Sjómannadagurinn í Grund-
arfirði.
Snæfellsbær
Í Snæfellsbæ verða hátíðarhöld með
einföldu sniði í ár. Engir viðburð-
ir fara fram niður við höfn í Ólafs-
vík eins og hefð hefur verið fyrir
síðustu ár. Þess í stað verður ein-
göngu stutt athöfn á sjómannadag-
inn í Sjómannagarðinum kl. 13:30.
Þar verður blómsveigur lagður að
styttunni til minningar um látna
sjómenn. Sigurður Páll jónsson al-
þingismaður heldur ræðu í tilefni
dagsins ásamt því að sjómenn verða
heiðraðir fyrir störf sín. Á milli at-
riða munu krakkar leika sjómanna-
lög undir stjórn Evgeny Makeev.
Að dagskrá lokinni verður messað
í Ólafsvíkurkirkju þar sem sjómenn
lesa ritningarorð.
Stykkishólmur
Í Stykkishólmi hefjast hátíðarhöld-
in á laugardagskvöldinu með sjó-
mannalagapartíi í miðbænum kl.
21:00. Dagskráin í ár verður í rólegri
kantinum. Kl. 10:30 á sjómannadag-
inn verður lagður blómsveigur að
minnismerki sjómanna í kirkjugarð-
inum. Í framhaldi hefst sjómanna-
messa kl. 11 þar sem meðal annars
sjómaður verður heiðraður. Að lok-
um verður lagður blómsveigur að
minnismerki sjómanna við Stykk-
ishólmshöfn kl. 14 og nokkur sjó-
mannalög spiluð. Frekari upplýs-
ingar má finna á viðburðardagatali
Stykkishólms og á heimasíðu bæj-
arins.
Akranes
Á sjómannadaginn kl. 10 fer fram
minningarstund við minnismerki
um týnda sjómenn í kirkjugarð-
inum á Akranesi. Í framhaldi að
því verður blómsveigur lagður að
minnismerki sjómanna á Akra-
torgi. Hátíðargestir eru hvattir til
að koma við hjá Akraneshöfn og
líta augum þá fiska sem verða þar
til sýnis. Siglingafélagið Sigur-
fari mun setja sína báta á flot kl.
11 og hvetur aðra bátaeigendur
til að gera slíkt hið sama. Að auki
hvetja skipuleggjendur íbúa Akra-
ness til að eiga góða stund saman
á sjómannadaginn og deila mynd-
um á Instagram sem tengjast sjón-
um með einhverjum hætti og nota
millumerkin, #sjóak2020 og #visi-
takranes. nokkrir myndaeigendur
verða síðan dregnir úr pottinum af
handahófi og fá vinning.
glh/ Ljósm. úr safni tfk.
Hátíðarhöld á Vesturlandi á sjómannadaginn