Skessuhorn - 03.06.2020, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201914
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
Stefán Viðar Ólason fæddist á Ísa-
firði 1992 og bjó í Bolungarvík.
Hann fluttist átta ára gamall til
Grundarfjarðar þegar útgerð Guð-
mundar Runólfssonar hf. keypti
bátinn Heiðrúnu ÍS, en faðir Stef-
áns, Óli Fjalar Ólason, var skip-
stjóri á þeim báti sem síðar fékk
nafnið Ingimundur SH. Stefán ólst
upp í mikilli nálægð við sjóinn og
sjómannslífið, en faðir hans var sjó-
maður alla tíð. Eldri bróðir Stefáns,
Samúel Karl, fékk að fara á sjó með
föður þeirra þegar hann var sjö ára
gamall og Stefán vildi að sjálfsögðu
að það sama gengi yfir hann. „Ég
var rúmlega óþolandi þangað til að
ég fékk að fara með,“ segir Stefán
er hann rifjar þetta upp. „Sammi
bróðir er átta árum eldri og ég ætl-
aði sko ekki að vera minni maður
en hann,“ bætir hann við.
Ætlaði að verða eins
og pabbi
„Ég fékk að fara á sjó með pabba
þegar ég var sjö ára gamall og þá
kom ég fyrst til Grundarfjarðar þeg-
ar báturinn landaði þar í eitt skipt-
ið,“ segir hann. „Ég fór einu sinni
til tvisvar á ári á sjó með pabba þeg-
ar ég var gutti þangað til að ég fékk
loksins pláss hjá honum sem háseti.
Það var á Helga SH en pabbi var
þá stýrimaður þar. Á tímabili vor-
um við þrír þar um borð; ég, pabbi
og Sammi bróðir,“ bætir hann við.
Stefán fékk snemma að kynnast sjó-
mennskunni enda er hún honum í
blóð borin. „Ég ætlaði alltaf að
verða sjómaður frá því að ég man
eftir mér. Ég ætlaði alltaf að verða
eins og pabbi sem var mín helsta
fyrirmynd í lífinu.“
Leysti af samhliða námi
Það lá því alltaf fyrir að sjórinn
yrði starfsvettvangur framtíðarinn-
ar og árið 2012 fór Stefán í Stýri-
mannaskólann. „Ég tók alla lausa-
túra sem ég fékk og vann svo í fisk-
vinnslu með skólanum þess á milli.
Ég hef alltaf unnið við sjávarútveg
frá því að ég fór á vinnumarkaðinn
en ég leysti mikið af á Helga SH
og Hring SH hérna í Grundarfirði
samhliða náminu.“ Skólagangan í
Stýrimannaskólanum hófst þó ekki
með glæsibrag, en Stefán átti við
nokkra námsörðugleika að stríða.
„Ég var með mikinn athyglisbrest
og gekk illa í skóla. Það var ekki
fyrr en ég leitaði mér aðstoðar og
fékk lyf árið 2013 að allt varð miklu
léttara og einkunnirnar hækkuðu,“
segir Stefán.
Stefán Viðar Ólason í Grundarfirði:
„Ég var rúmlega óþolandi þar til ég fékk að fara á sjó“
Gallinn hefði ekki gert
mikið gagn
Hann segist hafa prófað ýmislegt
á sjó. „Ég hef verið á nánast öllum
veiðarfærum nema snurvoð,“ seg-
ir Stefán en hann hefur einnig ver-
ið á strandveiðum frá norðurfirði
þaðan sem hann á ættir að rekja.
„Það er líklega sá tími sem var
hvað skemmtilegastur þegar ég og
Sammi bróðir vorum á strandveið-
um frá norðurfirði á Hafsól ST-42
sem er bátur í eigu fjölskyldunnar.“
Þetta var sumarið 2010 og fiskuðu
þeir bræður nokkuð vel þrátt fyrir
að vera ekkert sérstaklega vel bún-
ir. „Ég man þegar við vorum að út-
búa okkur fyrir strandveiðarnar og
það eina sem vantaði í bátinn til að
fá leyfi var björgunargalli. Þetta
var á þeim tíma að margir voru að
hefja strandveiðar og voru í sömu
sporum og við bræður. Við Sammi
fórum í Viking Life saving equip-
ment til að versla okkur flotbún-
ing en þá var nánast allt uppselt hjá
þeim og eina sem þeir áttu var galli
af minnstu stærð. Við bræður erum
hins vegar frekar stórir um okkur
og sterklega vaxnir og það var ekki
fræðilegur möguleiki fyrir hvor-
ugan okkar að troða okkur í galla
af þessari stærð. Við létum þó slag
standa og versluðum einn galla af
minnstu gerð til að fá leyfið, en það
er alveg á hreinu að hann hefði ekki
gert neitt gagn fyrir hvorugan okk-
ar í neyðartilfelli, því að hvorugur
okkar komst í hann,“ rifjar Stefán
upp og hlær.
Stefnir á full réttindi
Árið 2016 bjó Stefán í Bolungar-
vík og réri á Sirrý ÍS. „Faðir minn
veikist alvarlega árið 2016 og ég tók
strax þá ákvörðun að flytja heim til
Grundarfjarðar til að vera hjá for-
eldrum mínum,“ segir Stefán. Hann
réði sig þá á Hamar SH á línuveið-
ar en eftir sjómannaverkfallið 2017
skipti hann um vettvang. „Ég fæ
þá pláss á Farsæli SH sem 2. stýri-
maður og leysi þá af sem stýrimað-
ur þegar þurfti,“ segir Stefán. „Fað-
ir minn fellur svo frá í febrúar 2018
eftir stutta baráttu við krabbamein
og var það mikið áfall fyrir okkur,
en hann var aðeins 53 ára þegar
hann dó,“ segir Stefán. „Hann var
minn helsti stuðningsmaður í lífinu
og því var missirinn mikill,“ bætir
hann við.
Stefán stefnir á að klára skip-
stjórnarréttindin sín á næstunni.
„Ég er með réttindi á 45 metra skip
en á eftir nokkrar einingar í við-
bót til að fá réttindi á ótakmark-
aða stærð fiskiskipa,“ segir hann, en
stefnir ótrauður á að ljúka náminu í
fjarnámi samhliða sjómennskunni.
Annað kemur ekki til greina.
tfk
Á landleið með fullfermi mánudaginn
25. maí síðastliðinn. Grundarfjörður í
baksýn.
Stefán fyrir framan Farsæl SH þar sem hann er 2. stýrimaður. Stefán Viðar stýrir Hafsól ST-42 að bryggju á Norðurfirði sumarið 2010.
Hér eru þeir bræður Stefán Viðar og Samúel Karl að ganga frá eftir góðan dag á
strandveiðum sumarið 2010. Stebbi við vinnu um borð í Farsæli SH.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6
Akraneskaupstaður sendir
sjómönnum og fjölskyldum þeirra
hamingjuóskir í tilefni dagsins