Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Qupperneq 31

Skessuhorn - 03.06.2020, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 31 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Síðastliðinn föstudag var skrif- að undir kaupsamning þar sem út- gerðarfélagið Brim hf. selur hópi fjárfesta allt hlutafé í norðanfiski ehf. Fyrirtækið hefur starfsstöð sína við Vesturgötu 5 á Akranesi og eru starfsmenn um þrjátíu talsins. norðanfiskur sérhæfir sig í fram- leiðslu, sölu og dreifingu á úrvals sjávarfangi til veitingahúsa á innan- landsmarkaði ásamt sölu neytenda- pakkninga í verslunum um allt land. Kaupandi fyrirtækisins er nýtt eign- arhaldsfélag í eigu tíu aðila sem all- ir eiga rætur á Akranesi auk fram- kvæmdastjóra norðanfisks, Sigur- jóns Gísla jónssonar, sem áfram mun stýra fyrirtækinu. Formaður stjórnar verður Inga Ósk jónsdóttir en hún og eiginmaður hennar Gísli Runólfsson eru stærstu hluthafar í eignarhaldsfélaginu sem kaupir. Auk framangreindra hluthafa koma að nýju eignarhaldsfélagi: Bifreiða- stöð ÞÞÞ, Eignarhaldsfélag VGj í eigu hjónanna Eiríks Vignissonar og Ólafar Ólafsdóttur, hjónin Karen jónsdóttir og Kristján Baldvinsson, Gestur Breiðfjörð Gestsson auk fjögurra jafnaldra úr árgangi 1971, þeirrra Sævars Freys Þráinssonar, Harðar Svavarssonar, jóns G Ottós- sonar og HH verktaks sem er í eigu Hannesar Birgissonar og Hjartar Lúðvíkssonar. „Það er öflugur hópur sem er að kaupa félagið norðanfisk ehf. Við erum að veðja á þá framtíðarsýn sem Sigurjón Gísli jónsson fram- kvæmdastjóri hefur mótað fyrir fyr- irtækið. norðanfiskur er traust og gott félag. Við teljum afar mikil- vægt að norðanfiskur verði áfram á Akranesi og við sjáum vissulega tækifæri til sóknar,“ sagði Inga Ósk jónsdóttir, formaður stjórnar, sem nú tekur við búsforráðum í norð- anfiski af Brimi. Kristján Þ. Davíðs- son stjórnarformaður Brims hf. gat þess við undirritun samningsins að norðanfiskur ætti langa og farsæla sögu á Akranesi og fagnaði hann því að hópur heimafólks tæki nú við og ætlaði að tryggja rekstur áfram á sama stað. Fram kom við undirritun samn- ingsins að ráðgjafar í söluferlinu hafi verið Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri, KPMG og Örn Gunn- arsson hjá Lex lögmannsstofu. Ís- lensk verðbréf var auk þess ráð- gjafi og stýrði söluferlinu fyrir hönd Brims. Kaupsamningur um norð- anfisk er undirritaður með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Komi ekk- ert út úr slíkri könnun er gert ráð fyrir að gengið verði formlega frá viðskiptunum á næstu vikum. mm Hópur fjárfesta á Akranesi hefur keypt Norðanfisk Fulltrúar kaupenda, seljenda og ráðgjafa við söluferlir stilltu sér upp að undirritun lokinni. Á borðinu fyrir framan má sjá hluta af framleiðsluvörum Norðanfisks. Óskum sjómönnum til hamingju með daginn einangrun – umbúðir

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.