Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Page 32

Skessuhorn - 03.06.2020, Page 32
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201932 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Grásleppuvertíðin hófst 20. maí síðastliðinn á innanverðum Breiða- firði og hafa sjómenn í Stykkis- hólmi verið iðnir við að róa, leggja net og veiða grásleppu síðustu daga. Bragi Páll Sigurðarson rithöfund- ur með meiru, rær nú á grásleppu á bát föður síns, Kára SH-78, eins og hann hefur gert undanfarin ár og gerir fastlega ráð fyrir því að ná kvótanum sem þeim er heimilt að afla á þessum 15 dögum sem þeir mega róa. Af hverju að veiða grásleppu? „Í fyrra stofnaði ég ferðaþjón- ustufyrirtæki, keypti skútu á Ít- alíu síðasta vor og sigldi henni svo um sumarið til Íslands. Planið með henni var að hefja nú í sum- ar siglingar með ferðafólk meðfram ströndum landsins, til þess að gefa því nasaþefinn af Íslandi frá öðru sjónarhorni en flestir fá frá þjóð- vegunum. Svo gerist það að örlögin taka fram fyrir hendurnar á mér og hleypa af stokkunum drepsótt um heim allan, sem lokar landamær- um og setur þetta litla framtak mitt með skútuna í talsvert uppnám. Ég er hins vegar heppinn með for- eldra, og pabbi á þennan fína bát, grásleppuleyfi og allar græjur til þess að sækja nokkra fiska, þannig að þegar hann fór að viðra við mig „Ætlaði að sigla með holduga Ameríkana á milli íslenskra sjávarplássa í sumar“ Kórónaveiran setti plön Braga Páls í uppnám en hann rær nú til grásleppuveiða Bragi Páll á Kára SH-78 í Stykkishólmshöfn. Ljósm. glh.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.