Skessuhorn - 03.06.2020, Page 34
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201934
Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn
„Ég var alltaf ákveðinn í því að
fara í Stýrimannaskólann, allt frá
bernsku, og fermingarárið byrj-
aði ég á sjónum. Ég var reyndar
mun yngri þegar ég fór fyrst á sjó
með afa mínum þar sem hann var á
rauðmaganetum, bara átta, níu ára
og bundinn við mastrið. En sem
atvinnu hafði ég sjómennskuna
frá 14. aldursári,“ segir Hafsteinn
Garðarsson, hafnarstjóri í Grund-
arfirði, í samtali við Skessuhorn.
„Pabbi var skipstjóri hér í Grund-
arfirði á bát sem bróðir hans átti.
Ég spurði hann hvort ég fengi ekki
að fara með honum. „nei, farðu
bara í bæjarvinnuna,“ sagði hann,
en ég var nú ekki alveg tilbúinn að
sætta mig við það. Svo ég fór bara
til bróður hans, sem var með ann-
an bát hérna sem hann gerði út á
sumrin. „já, já, ekkert vandamál.
Komdu bara,“ svaraði hann. Þar
hófst minn sjómannsferill, 15. júní
1974, á snurvoð. Mér tókst aðeins
að snúa á pabba þarna,“ segir Haf-
steinn léttur í bragði. Hann segir
að ágætlega hafi gengið hjá ferm-
ingardrengnum fyrsta sumarið á
sjó. Árið eftir taldi hann sig hafa
sigrað slaginn við föður sinn, sem
þá var kominn með nýjan bát. „En
nei, það var sama svarið. Þannig að
ég fór til annars bróður hans, sem
átti líka bát og fékk já hjá honum,“
segir Hafsteinn. „Svo gerðist það
þriðja sumarið, þegar ég var 16 ára,
að ég fékk loksins pláss hjá pabba
á Haukaberginu og var á þeim báti
frá 1976 til 1982, meðfram skólum
og svoleiðis,“ segir hann.
„Hefði orðið helvíti
góður prestur“
Hafsteinn tók sér frí frá skóla einn
vetur til að fara á vertíð áður en
leiðin lá í Stýrimannaskólann 1978.
Tilveran hefði þó getað tekið aðra
stefnu. „Þegar ég var 15 ára fékk ég
hugmynd, sem ég sé stundum eft-
ir að hafa ekki látið verða af. Þá var
ég að spá í að breyta til, fara í guð-
fræðina og verða prestur,“ segir
hann. „Ég held ég hefði orðið hel-
víti góður prestur,“ segir Hafsteinn.
„En svo þegar komið var fram á
djammárin á vertíðunum og svona,
þá rann upp fyrir mér að prest-
ar gætu nú kannski ekki verið að
djamma mikið þannig að ég ákvað
að fara í Stýrimannaskólann,“ bæt-
ir hann við og brosir. En hvað var
það sem heillaði við hempuna? „Ég
veit það ekki alveg, þetta var bara
einhver fluga sem ég fékk í höfuð-
ið. Þegar ég var gutti, ellefu og tólf
ára gamall, þá var prestur hérna
og ég var mikill vinur sonar hans.
Við fórum í allar messur og ég var
bæði hringjari og oft meðhjálpari í
barnamessum. Þetta var alveg í mér
og ég held ég hefði orðið góður í
þessu,“ segir Hafsteinn, sem kveðst
vera trúmaður. „Ég hef alltaf verið
trúaður. Það eru allir trúaðir, það er
bara misjafnt hvað þeir kalla trúna,“
segir hann.
„Alltaf með slysið
á öxlunum“
Hafsteinn lauk námi í Stýrimanna-
skólanum 1980 og fór þá beint aft-
ur um borð á Haukabergið. „Þá var
stýrimaður þar hjá pabba eldri mað-
ur, Gísli Móa. Þegar ég kom um
borð með pokann minn sagði hann;
„ég ætla ekkert að vera fyrir þér, ég
er orðinn gamall og nú bara tekur
þú við þessu.“ Þannig að ég varð
þarna stýrimaður og var til 1982,“
segir Hafsteinn. „Hann steig bara
til hliðar, en getur svo sem vel verið
að hann hafi verið búinn að ákveða
þetta löngu áður,“ bætir hann við.
Eftir veruna á Haukabergi skipti
Hafsteinn yfir á Runólf og var þar
til ársins 1987. „Þá keypti Hrað-
frystihús Grundarfjarðar nýjan bát,
togara sem hét Krossnes,“ segir
hann. Þar var Hafsteinn stýrimað-
ur og skipstjóri allt þar til báturinn
sökk í blíðskaparveðri á Halamið-
um 23. febrúar 1992. Hafsteinn var
þá skipstjóri og sú óhugnanlega lífs-
reynsla fylgir honum alla tíð síðan.
„Hann bara sökk á tveimur, þremur
mínútum. Það kom gat og hann var
bara farinn. Ég missti þrjá menn.
Pabbi var þá kominn með mér um
borð og var hætt kominn í slys-
inu,“ segir Hafsteinn. „Ég stautað-
ist áfram í átta ár til viðbótar. Þá var
keyptur skuttogarinn Klakkur og
við fórum á hann, megnið af áhöfn-
inni sem komst af þegar Krossnesið
sökk. Ég hef alltaf verið lánsamur
að starfa hjá góðum útgerðum og
með mjög góðum mönnum,“ seg-
ir hann. „En ég hefði átt að hætta
á sjónum eftir að Krossnesið sökk
og koma mér í land. Maður er alltaf
með slysið á öxlunum, ég var aldrei
sáttur við sjálfan mig á sjónum eftir
þetta,“ segir hann.
Sinnir sjónum úr landi
Hafsteinn fór í land í ágúst árið
2000. Faðir hans var þá mik-
ið veikur og hann ákvað að taka
sér frí á sjónum. Meðan hann var
í landi greip hann í vinnu á neta-
verkstæðinu þar til einn daginn að
hann sá auglýsta stöðu hafnarvarð-
ar í Grundarfirði. „Þetta var bara
hálfgerð skyndiákvörðun, að sækja
um hér. Ég spurði útgerðarstjór-
ann hvort ég gæti losnað ef ég fengi
stöðuna. Hann sagði að það hlyti
að vera, en sagðist ekki geta svarað
mér alveg strax. Svo hringdi hann
í mig daginn eftir og sagði að það
væri besta mál, ég skyldi bara sækja
um,“ segir Hafsteinn. Það gerði
hann og fékk starfið. „Pabbi lést af
veikindum sínum í september 2000
og ég byrjaði hérna í október sama
ár og hef verið hér síðan, í bráðum
Hafnarstjórinn sem hefði getað orðið prestur
Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri í Grundarfirði. Ljósm. kgk.
Horft yfir Grundarfjarðarhöfn. Næst í mynd má sjá hvar framkvæmdir við lengingu Norðurgarðsins eru í fullum gangi. Þegar þeim verður lokið eiga svo til öll skip að geta lagst að bryggju í Grundarfirði, að sögn
hafnarstjórans. Ljósm. tfk.
Framkvæmdir í gangi við Grundarfjarðarhöfn. Ljósm. tfk.