Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Side 38

Skessuhorn - 03.06.2020, Side 38
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 201938 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Borgnesingurinn Þorbergur Lind Egilsson, eða Beggi eins og hann er oftast kallaður, varði stærsta hluta af sinni starfsævi á ferðinni, bæði á þjóðvegum landsins og á miðunum. Hann hóf ungur störf á Akraborg- inni sem sigldi milli Borgarness og Reykjavíkur og svo seinna milli Akraness og Reykjavíkur. Lengst af starfaði hann þó hjá Hafskipum og sigldi frá Íslandi til Evrópu með fisk, timbur, mjöl og salt svo fátt eitt sé nefnt. Beggi keyrði einnig tímabundið mjólkurbíl fyrir Mjólk- ursamsöluna auk þess sem hann ók vöruflutningabíl fyrir Kaupfélag- ið þegar hann tók sér hlé frá sjón- um. Hann hugsar hlýlega til þess- ara tíma þegar hann rifjar þá upp við blaðamann Skessuhorns. Viðvaningur á sjó „Árið 1964 byrjaði ég á sjó, þá á Akraborg,“ segir Beggi um leið og hann flettir upp í sjóferðabók- inni sinni við eldhúsborðið á þriðju hæðinni í blokk við Hrafnaklett í Borgarnesi. Beggi byrjaði ungur pjakkur að vinna í Borgarnesi við að afferma og setja vörur í skipin sem komu þar í höfn. „Ég fór og talaði við skipstjórann á Akraborginni og fékk strax vinnu sem viðvaningur. Ég hafði náttúrlega aldrei verið á sjó svo ég byrjaði sem viðvaningur. Svo þurfti maður að vinna sig upp með tíma og reynslu,“ útskýrir Beggi og rýnir betur í sjóferðabókina sína. „Fyrsta skráningin var 29. apríl á MS Akraborg frá Borgarnesi. Ég sé svo að ég hef ekki verið lengi að vinna mig upp. Ég er skráður háseti þann 30. júní sem þýddi í rauninni bara hærri laun,“ bætir hann við og viðurkennir jafnframt í leiðinni að háseti hljómaði sem mun virðulegri titill en viðvaningur. Beggi starf- aði á Akraborg meira og minna til 1966. „Akraborgin var góður skóli. Þar lærði maður til dæmis að stýra skipinu.“ Meiri kröfur á sjómenn í dag Miklar breytingar hafa verið á reglum sem fylgja því að starfa á sjó bæði erlendis og hér á landi, reglur sem setja mun meiri kröfur á sjó- menn. Þeir þurfa að sýna fram á að hafa ákveðin réttindi og að hafa tekið ýmis námskeið til þess að mega starfa á sjó. Beggi segir þetta breytta tíma í dag miðað við hvern- ig þetta var í gamla daga. „nú er krafist erlendis frá að maður fari á námskeið uppi í Sjómannaskóla til að geta staðið vakt upp í brú. Það koma eftirlitsmenn um borð í skip- in erlendis og skipstjóri þarf að geta sýnt fram á að menn séu með rétt- indi og mega yfir höfuð vera um borð. Það var ekkert svoleiðis þegar ég byrjaði á sjó,“ rifjar Beggi upp. Hann minnist þess að í gamla daga þá var það alltaf bátsmaðurinn í áhöfninni sem stýrði inn í hafn- ir erlendis og hérna heima. „Það var til dæmis engin sjálfstýring þegar við sigldum í gegnum stóru skurðina, svo við hásetarnir skipt- umst á um að stýra. Bátsmaður- inn tók svo við og stýrði okkur inn í hafnir. Ég lærði að stýra á Akra- borginni þegar ég var að byrja á sjó svo ég fékk stundum að stýra þarna á Selánni hjá Hafskipum. Eitt skiptið stýrði ég Selánni í um átta klukku- stundir þegar við sigldum í gegnum Kílarskurðinn sem liggur frá Elbu í Þýskalandi og yfir í Eystrasaltið, þá sat ég bara rólegur á stól.“ Smyrjari á Mælifelli Beggi starfaði um tíma sem smyrj- ari á Mælifelli, vöruflutningaskipi í skipaflota Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. „Ég var í raun þarna til að aðstoða vélstjórann. Helstu skyldur mínar voru þrif, mála, fylgjast með olíu á vélum og svona. Dytta að þessu og hinu og vera á vakt niðri í vél,“ segir Beggi frá. „Ég man að eitt sinn misstum við skipið upp á sker við Djúpa- vog áður en við áttum að leggja af stað til Írlands með sekkjað mjöl. Þá lak sjórinn inn í skipið og þurfti að rífa undan því. Það voru gerð- ar bráðabirgða viðgerðir á skipinu svo hægt væri að halda áfram með flutningana. Tank-dekkið hélt skip- inu og steypt var í götin í vélrúm- inu áður en haldið var áfram. Við komum við í Cork á Írlandi, lest- uðum þar og héldum svo áleiðis til Rheinsberg í Þýskalandi. Þar fórum við fimm vikur í dokk svo hægt væri að gera varanlegar viðgerðir á skip- inu,“ rifjar Beggi upp. „Við vorum þrír smyrjarar á Mælifelli. Ég man eftir því þegar við strönduðum þarna á Djúpa- vogi, að einn smyrjarinn, eldri karl frá Ísafirði, var öllum stundum með peningaveskið og vegabréfið í rass- vasanum til að hafa það örugglega með ef við þyrftum svo allir að fara í björgunarbátinn á einhverj- um tímapunkti á leiðinni. Hann var svo lífhræddur karlinn og gat ekki hugsað sér að skilja neitt eftir um borð.“ Kaupið var lágt Beggi hefur verið á þónokkuð mörgum skipum í gegnum tíðina. Má þar nefna Urriðafoss og Goða- foss, Helgafell og Arnarfell, Gjaf- ar og Skuld. Lengst starfaði Beggi þó hjá Hafskipum. „Ég var meira og minna á skipum Hafskipa frá 1967-1983. Fyrst á svokölluðum tramp túrum en eftir 1970 fór að verða meira um áætlanir hjá Haf- skipum. Þá var siglingaleiðin: Reykjavík-Ísafjörður - Akureyri - Antwerpen - Hamborg - Hull - Reykjavík. Það voru mun styttri stopp í þessum rútusiglingum. Þá sigldum við tvo túra og einn frí og maður var bara um borð í skip- inu. Það voru hafnarfrí og svoleið- is en þegar það var ákveðið að fara kannski á fimmtudagskvöldi í miðri viku, þá þurfti maður að vera mætt- ur tvo tíma fyrir brottför til að sjó- búa, setja keðjur á farminn og und- irbúa siglinguna framundan. Mað- ur fór ekkert einn og einn túr, þetta var bara eins og hver önnur vinna,“ segir Beggi. Hann segir að alltaf hafi verið frítt fæði og húsnæði um borð. Engin útgjöld, en að kaup- ið hafi verið lágt. „Við áttum rétt á 30% af kaupinu í gjaldeyri og feng- um það frá skipinu,“ útskýrir hann. Það var mismunandi hvað hver túr var langur en samkvæmt sjó- ferðabók Begga þá var lengsti túr- inn yfir 200 dagar. „Áhöfnin var eins og fjölskylda manns. Vissulega gat þetta orðið einhæft, en það var ýmiskonar afþreying fyrir okkur um borð þegar við vorum ekki á vakt. Við vorum með myndbönd til að horfa á og alltaf fengum við kassa af bókum frá Borgarbókasafninu í Reykjavík fyrir hvern túr. Svo kom fyrir að maður fékk sér einn og einn bjór,“ segir Beggi og glottir. Garmurinn á Langá „Það var einu sinni kokkur á Lang- ánni sem var kallaður Garmurinn. Hann var búinn að vera hjá Haf- skipum mjög lengi og orðinn svo- lítið einhæfur í fæði. Alltaf þegar það átti að vera ýsa í hádeginu þá tók hann fiskinn út kvöldinu áður til að þíða hann. Eitt skiptið þá vor- um við strákarnir alveg búnir að fá nóg af ýsu í matinn og brugðum á það ráð að henda fiskinum í sjóinn um nóttina. Svo kom að hádegis- matnum degi síðar. Þá var Garm- urinn búinn að leggja til borðs fjór- ar tegundir af feiti; tólg, hamsatólg, hnoðmör og brætt smjör ásamt kartöflum og rófum. Þegar hann gekk svo í burtu þá sneri hann sér hratt við og sagði öskuvondur; „þið vitið svo hvar ýsan er!“ Við fengum „Að vera á sjó var eins og hver önnur vinna“ Beggi Egils rifjar upp farsælan feril á flutningaskipum Akraborg kemur til hafnar á Akranesi á sjöunda áratugnum. „Ég fór og talaði við skipstjórann á Akraborginni og fékk strax vinnu sem viðvaningur, en varð síðar háseti.“ Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness/Jósef Þorgeirsson. Þorbergur Lind Egilsson á heimili sínu í Borgarnesi. Langá er hér siglt til Hamborgar. Ljósm. Rick Cox.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.