Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Síða 43

Skessuhorn - 03.06.2020, Síða 43
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 2019 43 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn dæmis ekki nema sex til sjö mílur frá Ólafsvík á vertíðinni, svona alla jafnan. Það er gott að sækja fisk frá öllum þessum stöðum hérna á nesinu og hentar vel öllum minni bátum. Menn geta alltaf skotist út, ef veður leyfir,“ segir hann. „Allar veðurspár eru orðnar mjög áreið- anlegar og hægt að treysta vel á þær. Það er algjört bylting frá því sem var þegar ég byrjaði. Þá voru menn oft að vakna til að taka veðr- ið klukkan hálf fimm á morgnana. Ef það var leiðinlegt biðu menn til korter í sjö og þá var kannski far- ið, eða þá eftir 10:10 veðrið,“ segir Pétur og brosir. „nú eru allar spár orðnar mjög nákvæmar og hægt að ganga að þeim í tölvunni allan sólarhringinn. Það auðveldar sjó- sóknina, sérstaklega minni bátum sem þola auðvitað ekki eins mik- il veður og stærri bátarnir,“ segir hann. Nokkur stór skref Pétur er reynslumikill í útgerð, bú- inn að vera að í hartnær fjóra ára- tugi. „Ég er búinn að vera á sjó frá því svolítið innan við tvítugt. Ég byrjaði að róa sjálfur 1982 þegar ég keypti fyrsta Bárð, sem var lít- ill trébátur. Síðan lét ég smíða átta tonna plastbát 1988 og þessi gamli Bárður sem ég er að róa núna var smíðaður 2001. Þessi nýjasti var svo smíðaður í fyrra 2019,“ segir Pétur. Hann vill þó ekki segja að útgerðin hafi vaxið smám saman. „Þetta hefur verið tekið í nokkr- um stórum skrefum,“ segir hann og hlær við. „Sérstaklega núna síð- ast. Það var stór og mikil ákvörð- un að láta smíða nýja bátinn, mik- il stækkun og miklu meiri afkasta- geta. Maður er farinn af 15 metra bát upp í 27 metra bát, í raun- inni af stórri trillu upp í vertíðar- bát. Það er töluvert stökk. Gamli báturinn er 30 brúttótonn en sá nýi er yfir 150,“ segir hann. En hvernig hefur hann haft mögu- leika á að stækka útgerðina svona í gegnum tíðina? „Með endalausri vinnu,“ segir hann. „Til að ná ár- angri í svona löguðu gerir maður ekki mikið annað en að vinna, hún tekur meira og minna allan manns tíma. Það er þannig í sjávarútvegi almennt, maður verður að gera töluvert betur en meðalmaðurinn til að eiga einhverja möguleika til að vaxa og dafna. Slíkt einskorð- ast svo sem ekkert við sjávarútveg, menn verða alls staðar að vera á tánum ef hlutirnir eiga að ganga,“ segir Pétur. „En það er ekki nóg að leggja hart að sér. Maður þarf líka að vera heppinn og taka fleiri stór- ar og réttar ákvarðanir en rangar. Slíkt er ekki sjálfgefið,“ segir hann. „Síðan eigum við Íslendingar sem betur fer stór og öflug sjávarút- vegsfyrirtæki. Þau hafa unnið gríð- arlegt markaðsstarf fyrir íslenskan sjávarútveg sem allir njóta góðs af, bæði litlir og stórir, því samkeppnin um hilluplássið úti í heimi er gríð- arlega hörð og margir að bjóða alls konar fisk til sölu. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að við getum selt aflann okkar þó menn líti stundum þannig á það. Sem betur fer eigum við stór og öflug fyrirtæki sem hafa leitt alla þróun í sjávarútvegi sem hefur orðið til þess að afhending- aröryggi og áreiðanleiki vörunn- ar hefur batnað. Það skiptir öllu að kaupandinn viti að hverju hann gengur,“ segir Pétur. Sjómennskan heillaði En hvað varð til þess að Pétur byrj- aði á sjónum yfirleitt sem ungur maður? „Ég fylgdist alltaf með bát- unum fyrir framan Malarrif þeg- ar ég var lítill strákur, vertíðarbát- um á veturna og snurvoðarbátum á sumrin. Mér fannst þetta eitthvað heillandi, að sjá bátana í bongó- blíðu, alveg uppi í fjöru að mok- veiða fisk. Þetta var spennandi og líf í kringum þetta allt saman,“ seg- ir hann. „Þegar maður byrjaði síð- an sjálfur á sjónum sá maður að það voru tekjumöguleikar í grein- inni. En fyrst og fremst var það umhverfið sem heillaði mig. Að vera á bryggjunni, niðri við sjóinn. Allt saman togar þetta í mann. Sjó- mennskan á við mig, það er bara svoleiðis,“ segir Pétur. „Maður er frjáls, en samt kannski ekki því það getur verið erfitt að vera eigin hús- bóndi,“ segir hann og brosir. „Mað- ur þarf að vera helvíti harður stund- um svo letin verði ekki yfirsterk- ari. En sem betur fer hefur maður hana oftast nær undir,“ segir hann og bætir því við að þar hjálpi mikið að honum þyki enn jafn skemmti- legt að róa og þegar hann hóf sjó- sókn. „Mér finnst þetta svakalega gaman,“ segir Pétur og brosir sínu breiðasta. „Það er líka skemmtileg tilbreyting fyrir mig að geta kom- ið hingað á Stapann á vorin, skipta aðeins um umhverfi og sjá annað landslag,“ segir hann. „Hérna hitt- ir maður 30 trillukarla á bryggj- unni sem eru mættir alveg ferskir á miðin, nýsloppnir úr vinnu annars staðar og mættir á sjóinn yfir sum- arið. Sumir að veiða kvótann sinn og aðrir beint á strandveiðar. Menn eru alltaf ferskir þegar þeir mæta og kapp í þeim,“ segir hann. „Mér sýnist að það sé auðveldara að byrja í útgerð í dag en þegar ég byrjaði 1982, vegna strandveiðikerfisins og makrílsins. nú geta menn keypt sér strandveiðibát og byrjað að róa og fiskað fyrir honum á fyrsta ári ef vel gengur,“ segir Pétur. Kvótasetningin gæfuspor Pétur hóf sína útgerð sem fyrr segir árið 1982. Tveimur árum síðar var kvótakerfið innleitt í greininni, en tilkoma þess verður að teljast ein- hver stærsta breytingin í íslenskum sjávarútvegi í seinni tíð. Tilgangur þess var fyrst og fremst að vernda fiskistofnana fyrir ofveiði. Pétur telur að tilkoma kvótakerfisins hafi verið mikið gæfuspor. „Menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að hér hafi ekki tekist að byggja upp stóra og sterka fiskistofna. Stærsta breyt- ingin frá því ég byrjaði er hvað þorskstofninn, og fleiri stofnar, eru orðnir miklu stærri en þeir voru. Það sést best á því hvað veiðist vel í öll veiðarfæri. Það er auðveldara að ná fisknum því það er miklu meira af honum. Hann er líka vel haldinn, virðist hafa nóg að éta,“ segir Pétur. „Fyrir tíma kvótakerfisins voru líka allt of margar litlar einingar í sjáv- arútvegi og ekki nógu hagkvæmar. Það þarf að stækka einingarnar til að hægt sé að keppa á alþjóðamark- aði, þó menn sjái rómantík í því að allir séu trillukarlar. Það er gott og blessað að hópur manna vilji gera út á trillu. Hann verður alltaf til staðar og það er bara hið besta mál,“ seg- ir hann. „Fiskveiðistjórnunarkerfið sem er við lýði í dag gerir mönnum kleift að stjórna sér svolítið sjálfir og gera vel í bæði veiðum og vinnslu. Þá verður til hagnaður í greininni. Ég vona að menn fari ekki út af þessari braut,“ segir Pétur. „En þegar verð- ur til hagnaður þá myndast tækifæri til skattlagningar. Ef það væri ekki hagnaður þá væri ekkert til að skatt- leggja,“ segir hann. „Þegar framsal aflaheimilda var leyft á sínum tíma voru þau orð látin falla að greinin yrði að sjá um sig sjálf, ríkið ætl- aði ekkert að koma að henni. Sum- ir keyptu kvóta, aðrir seldu. Sumir voru heppnir og aðrir ekki. Smám saman þjappaðist þetta saman og varð arðbærara. Fjárfest var í nýjum skipum og búnaði. Peningar urðu til í greininni, sem betur fer. En það er alltaf svoleiðis að þegar peningar verða til í einni grein þá vilja aðrir ná peningnum út úr greininni til að færa í eitthvað annað,“ segir Pétur. „Síðan hafa menn oft verið smeykir í kringum kosningar og selt kvót- ann sinn. Því hefur stundum verið hótað að hækka veiðigjöldin og hér áður fyrr að afnema kvótakerfið. Þá verða menn smeykir og ég hef horft upp á marga kunningja mína selja rétt fyrir kosningar í gegnum ára- tugina. Mér sýnist flestir þeirra sjá eftir því í dag,“ segir hann. Skattur á landsbyggðina En hvaða skoðun hefur Pétur þá á veiðigjöldum? „Þau eru bara krafa frá þjóðfélaginu, en í mínum huga eru þau skattur á landsbyggðina og menn virðast vera alveg sáttir við að hafa þann háttinn á. Sem betur fer hafa þau lækkað aðeins en þau draga máttinn úr öllum sem standa aðeins veikar fyrir, sérstaklega ein- staklingsútgerðum,“ segir Pétur, en myndi hann þá vilja sjá þrepa- skiptingu veiðigjaldsins? „nei, það á bara að vera eitt gjald. Það verð- ur eitt yfir alla að ganga, en gjaldið á bara að vera hóflegt ef menn vilja hafa það á annað borð. Ég er sjálf- ur algerlega á móti þessum veiði- gjöldum,“ segir hann. „Það er kerfi í gangi í landinu sem á við allar at- vinnugreinarnar og það er tekju- skatturinn. Ef það gengur vel þá borgar maður háan tekjuskatt, en ef það gengur illa þá borgar mað- ur ekki tekjuskatt. Það er mjög eðli- legt,“ bætir hann við. „Fínt að fara aðeins í pólitíkina líka, ég hef gaman af henni,“ segir Pétur og brosir. Við höldum enda áfram á þeirri braut. næsta um- ræðuefni hefur verið nokkuð eld- fimt; málsókn nokkurra útgerðar- fyrirtækja á hendur íslenska ríkinu vegna ágreinings um úthlutun afla- heimilda í makríl, en skaðabóta- skylda ríkisins vegna úthlutunar- innar var viðurkennd í Hæstarétti árið 2018. Pétri þykir ekki mikið til umræðunnar um málsóknina koma. „Hér í landi eru í gildi lög sem all- ir eiga að fara eftir. Svo brýtur rík- ið lögin, en þegar menn ætla síðan að leita réttar síns er risið upp til handa og fóta og þeir sakaðir um græðgi og dónaskap,“ segir Pétur. Að endingu féllu nokkur fyrirtæki frá málsókninni, eftir að hafa sætt mikilli gagnrýni á opinberum vett- vangi. „Af hverju skyldu menn ekki leita réttar síns?“ spyr Pétur. „Þessi fyrirtæki hafa lagt í mikinn kostnað til að afla veiðireynslu fyrir þjóð- arbúið í samkeppni við önnur lönd og þar með styrkt samningsaðstöðu Íslands við skiptingu makrílkvótans milli landa,“ segir hann. Afastrákarnir áhugasamir Að lokinni líflegri pólitískri um- ræðu er léttara hjal tekið upp að nýju. Aðspurður kveðst Pétur ekki hafa annað í hyggju en að halda áfram útgerð um ókomna tíð, á meðan hann nýtur þess enn að sækja sjóinn. næstu kynslóðir eru farnar að láta að sér kveða við út- gerðina og Pétur segir ánægjulegt að vita af áhuga þeirra. Selma dótt- ir hans hefur reyndar lagt aðra hluti fyrir sig í lífinu en Pétur sonur hans hefur um árabil róið með föður sín- um. „Pétur hefur verið með mér í þessu til fjölda ára. Hann er áhuga- samur og duglegur og hefur bæði metnað og dugnað til að ná árangri í þessu, ég sé ekki annað. Hann er að koma inn sem skipstjóri núna og stýrir nýja Bárði, en hann hef- ur reyndar verið skipstjóri á móti mér sum árin þegar ég hef verið frá,“ segir Pétur. „Það er hentugt fyrirkomulag og svo þarf að gefa yngri mönnum tækifæri til að vera þeir sjálfir og vera ekki að trufla þá í því,“ segir hann og brosir. Þá segir Pétur yngstu kynslóð fjölskyldunn- ar einnig áhugasama með eindæm- um. „Ég á fjóra afastráka sem eru mjög spenntir yfir þessu öllu sam- an,“ segir Pétur og brosir, en dreng- irnir eru þó ekki farnir að róa með afa sínum enn sem komið er. „Þeir eru svo litlir að þeir eru ekki farnir að koma með mér á sjóinn. En þeir koma á bryggjuna og eru mikið að hjálpa afa sínum í verbúðinni. Það vantar hvorki áhugann þar né vilj- ann til að bjóða fram krafta sína, þó oft sé mismikill flýtir af því,“ segir hann og hlær. „En það þarf að leyfa þeim að glíma við hlutina,“ segir hann. „Ég vona að þeir hafi áhuga á að leggja þetta fyrir fyrir sig þegar þar að kemur,“ segir Pétur Péturs- son að endingu. kgk/ Ljósm. af. Með fulla lest af fiski. Ljósm. úr safni/ af. Nýr Bárður SH-81 kemur til hafnar í Ólafsvík á Þorláksmessu. Ljósm. úr safni. Nýi Bárður var aflahæsti netabáturinn á gömlu vetrarvertíðinni, með 2. 311 tonn af óslægðum fiski upp úr sjó. Áhöfnin stillti sér upp í myndatöku af því tilefni. F.v. Pétur Pétursson yngri, Eiríkur Gautsson, Guðjón Arnarson, Sveinbjörn Benedikts- son, Pétur Pétursson eldri, Jóhann Eiríksson, Helgi Bjarnason, Sæbjörn Ágústson, Kristján Helgason og Höskuldur Árnason. Ljósm. úr safni/ af.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.