Skessuhorn


Skessuhorn - 03.06.2020, Side 54

Skessuhorn - 03.06.2020, Side 54
MIÐVIKUDAGUR 3. júnÍ 202054 Hvernig fiskur þykir þér bestur? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Jónína Pálsdóttir „Þorskurinn er held ég bestur.“ Síðastliðinn föstudag voru 65 nemendur braut- skráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Vegna samkomutakmarkana var fjöldi við- staddra takmarkaður við 200 manns og var at- höfnin því send út í streymi. Áður en formleg athöfn hófst fluttu nýstúdentar tónlistaratriði þar sem sungin voru nokkur lög við undirleik Birgis Þórissonar. Þorbjörg Ragnarsdóttir að- stoðarskólameistari setti athöfnina og Steinunn Inga Óttarsdóttir skólameistari flutti ávarp. Ey- rún Sigþórsdóttir flutti ávarp fyrir hönd útskrift- arnema og Líf Lárusdóttir ávarpaði útskriftar- nema, en hún útskrifaðist sjálf frá FVA fyrir tíu árum. Freyja María Sigurjónsdóttir og Ragna Benedikta Steingrímsdóttir sungu lagið Líttu sérhvert sólarlag, Eyrún Sigþórsdóttir söng lag- ið Ástarsæla og Hrönn Eyjólfsdóttir söng lag- ið Okkar nótt. Undirleikur var í höndum Birg- is Þórissonar. Við lok athafnarinnar ávarpaði Steinunn Inga útskriftarnemendur og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar í framtíðinni. Viðurkenningar jóhanna Ingisól Sævarsdóttir hlaut viðurkenn- ingu skólans fyrir bestan námsárangur á stúd- entsprófi auk þess sem hún og Guðmundur Þór Hannesson hlutu námsstyrk frá Akraneskaup- stað fyrir góðan námsárangur. Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun og viður- kenningar fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum (nöfn þeirra sem gáfu verðlaunin eru innan sviga): Amalía Sif jessen fyrir ágætan árangur í ensku, dönsku og sögu (FVA), fyrir ágætan árangur í félagsgreinum (Terra umhverfisþjónusta) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minn- ingarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Andrea Dís Elmarsdóttir fyrir ágætan árangur í spænsku (FVA). Brimrún Eir Óðinsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (Danska sendiráðið). Brynhildur Traustadóttir fyrir ágætan árangur í stærðfræði (Íslenska stærðfræðafélagið), fyrir ágætan árangur í afreksíþróttum (FVA) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minn- ingarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Erika Bjarkadóttir fyrir ágætan árangur í tungu- málum (FVA). Erla Signý Lúðvíksdóttir fyrir ágætan árangur í málmiðgreinum (Akraborg). Erna Björk Markúsdóttir fyrir ágætan árangur í sérgreinum sjúkraliðabrautar (Apótek Vestur- lands). Eyrún Sigþórsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (FVA), ágætan árangur í stærðfræði (norðurál) og fyrir góð störf að félags- og menn- ingarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Freyja María Sigurjónsdóttir fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Guðmundur Þór Hannesson fyrir ágætan ár- angur í tungumálum (FVA), ágætan árangur í ensku (FVA), ágætan árangur í viðskiptagrein- um (Landsbankinn) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Hrönn Eyjólfsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (FVA), ágætan árangur í líffræði (So- roptomistar), ágætan árangur í stærðfræði (VS Tölvuþjónustan) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Einnig hlaut Hrönn við- urkenningu úr verðlaunasjóði Guðmundar P. Bjarnasonar frá Sýruparti Akranesi fyrir ágætan árangur í raungreinum. jóhanna Ingisól Sævarsdóttir fyrir ágætan ár- angur í tungumálum, ensku og þýsku (FVA), fyr- ir ágætan árangur í sögu (FVA) og fyrir ágætan árangur í félagsgreinum (Terra umhverfisþjón- usta). Marín Birta Sveinbjörnsdóttir fyrir ágætan ár- angur í þýsku og dönsku (FVA), fyrir ágætan árangur í ensku (Penninn Eymundsson), fyrir ágætan árangur í efnafræði (Efnafræðifélagið) og fyrir ágætan árangur í íslensku (FVA). Maron Snær Harðarson fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Oddný Guðmundsdóttir fyrir góð störf að fé- lags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Ólafur Þór Pétursson fyrir ágætan árangur í málmiðgreinum (Meitill og GT tækni). Regína Ösp Ásgeirsdóttir hlaut hvatningarverð- laun til áframhaldandi náms frá Zontaklúbbi Borgarfjarðar. Sóley Brynjarsdóttir fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristinn Kristjánsson) og fyrir almenna kurteisi, jákvæðni og að vera góð fyrirmynd (Minningar- sjóður Lovísu Hrundar). Thelma Rakel Ottesen fyrir góð störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson). Ylfa Claxton fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (FVA), fyrir ágætan árangur í efnafræði (Elkem), fyrir ágætan árangur í íslensku (FVA) og fyrir góðan árangur í raungreinum (Háskól- inn í Reykjavík). arg/ Ljósm. Blik studio. Jóhanna Ingisól Sævarsdóttir dúx FVA. Hér er hún ásamt Steinunni Ingu Óttarsdóttur skólameistara og Þor- björgu Ragnarsdóttur aðstoðarskólameistara. Brautskráð frá Fjölbrautaskóla Vesturlands Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Kristjana Andrésdóttir „Þorskur og lax.“ Árni Ormsson „Laxinn er alltaf góður.“ Cinzia Epis „Lax.“ Virginio Mariosson „Lax.“

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.