Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 28. oKtÓBER 202010 Spólað á hafnar- svæði AKRANES: Að kvöldi síðast- liðins miðvikudags barst Neyð- arlínu tilkynning um glæfraakst- ur við Akratorg á Akranesi. Þeg- ar lögregla kom á staðinn höfðu ökumennirnir fært sig niður á hafnarsvæði Akraneshafnar. Sögðust hafa fengið ábendingu um að það svæði hentaði bet- ur fyrir glæfraakstur. Lögregla benti ökumönnum á að hafn- arsvæðið hentaði ekki á neinn hátt betur til glæfraaksturs frek- ar en nokkurt annað svæði. Enn fremur var ökumönnunum bent á hina miklu hættu sem getur stafað af slíkum akstri sem getur hæglega endað með skelfilegum hætti lendi bifreiðar í sjónum. -frg Akstur undir áhrifum BORGARFJ: Lögregla stöðv- aði för ökumanns í Borgar- firði að kvöldi laugardagsins 24. október. Við nánari athugun reyndist ökumaður vera und- ir áhrifum áfengis. Ökumaður var handtekinn og síðan fékk mál hans hefðbundna með- ferð. Þá stöðvaði lögregla einn- ig för ökumanns á Akrafjalls- vegi. Ökumaður svaraði jákvætt fyrir amfetamíni við fíkniefna- próf. Mál hans fékk á sama hátt hefðbundna meðferð þar sem í framhaldi er m.a. tekin blóð- prufa. Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi eru ökumenn hand- teknir vegna ölvunar- og fíkni- efnaaksturs nánast í hverri viku, heyrir til undantekninga ef svo er ekki. -frg Þakplötur fuku í Ólafsvík SNÆFELLSBÆR: Um kl. 19:00 á sunnudag barst Neyð- arlínu tilkynning um fjúk- andi þakplötur við Lindarholt í Ólafsvík. Ekki er kunnugt um frekara tjón af völdum fljúgandi þakplatna. -frg Útafakstur við Hvanneyri BORGARFJ: Ökumaður ók bifreið sinni út af Hvanneyr- arvegi um kl. 22 á laugardags- kvöld. Að sögn ökumanns hafði sími hans hringt og hann nauð- synlega þurft að svara símanum. Við það missir hann stjórn á bif- reiðinni og ekur út af. Enginn slasaðist við útafaksturinn en ökumaður var handtekinn grun- aður um ölvun og að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. -frg Reyndu að aka á börn AKRANES: Lögreglu barst á laugardag tilkynning um að ökumaður Ford pallbifreiðar hefði reynt að aka á börn á Akranesi á föstudagskvöld- ið. Börnin hefðu náð að forða sér frá bifreiðinni og yfirgefið vettvanginn. Stuttu síðar þeg- ar sömu börn voru stödd í stræ- tóbiðskýli bar að sömu bifreið með sömu aðilum. Í þetta sinn hentu þeir flugeldum að börn- unum. Enginn slasaðist við að- farirnar. Málið er til rannsóknar lögreglunnar. -frg Ofsaakstur með krana AKRANES: Neyðarlínu barst tilkynning á mánudag um ofsaakstur hvítrar Volkswagen pallbifreiðar á hafnarsvæðinu á Akranesi. Bíllinn var með krana á pallinum. Bifreiðin fannst ekki þrátt fyrir eftir- grennslan lögreglu . -frg Kú hljóp á bifreið HVALFJ.SV: Aðfararnótt þriðjudags barst Neyðarlínu tilkynning um að kú hefði hlaupið á bifreið og horfið síðan út í myrkrið. Atvikið átti sér stað á Akrafjallsvegi. tals- vert tjón varð á bifreiðinni en engin slys á fólki. Kýrin fannst ekki þrátt fyrir leit og ekki hafði náðst í eigendur hennar þegar blaðið fór í prentun. -frg Ekið of hratt við skóla AKRANES: Á þriðjudag var myndavélabifreið lögreglunn- ar lagt á móts við Brekkurbæj- arskóla við Vesturgötu á Akra- nesi. Alls óku 34 bílar framhjá og voru fjórir bílar myndaðir. Sá sem hraðast ók var á 45 km/ klst. hraða en hámarkshraði á þessum kafla er 30 km/klst. Að sögn lögreglu er nokkuð um að bæjarbúar óski eftir að myndavélabíll verði til eftirlits í tilteknum götum bæjarins og er oftast orðið við þeim beiðn- um ef mögulegt er. -frg Menningarhátíðin Rökkurdagar í Grundarfirði hófst á mánudag- inn og lýkur á sunnudag. Í ljósi að- stæðna er hátíðin með breyttu sniði í ár en Grundfirðingar gera það besta úr aðstæðum og hafa nú birst veglega dagskrá á heimasíðu bæjar- ins. Þar eru íbúar hvattir til að vera duglegir með myndavélina á með- an Rökkurdögum stendur og birta myndir á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #rökkur2020. Börnin á Leikskólanum Sól- völlum hafa sett upp listasýningu í gluggum Kjörbúðarinnar, grunn- skólakrakkar fara í kærleiksgöngu og skilja eftir kærleiksorð við hús bæjarins. Íbúar eru hvattir til að lýsa upp skammdegið með hvítum seríum og einnig að setja upp eig- in útfærslu af hjörtum í glugga húsa sinna. Þá er fólk hvatt til að ganga á Gráborg með sínu nánasta fólki og taka skemmtilegar myndir þar og birta á samfélagsmiðlum. Verðlaun verða veitt fyrir frumlegustu eða skemmtilegustu myndina. Líkams- ræktin í Grundarfirði bauð í gær í Þríhyrningnum upp á heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri og þá sem búa við örorku. Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg með búningadegi í leik- og grunnskólanum föstu- daginn 30. október og daginn eft- ir munu börn ganga í hús til þeirra sem vilja, og fá nammi. Hægt er að skrá sitt heimili á Facebook síðunni Hrekkjavaka Grundarfirði 2020. Ef veðrið leyfir verður kirkjukór- inn með söngstund fyrir utan dval- ar- og hjúkrunarheimilið Fellaskjól. Þá verður einnig boðið upp á rökk- ursund í sundlauginni og vasaljósa- göngu ef veðrið stendur ekki í vegi fyrir því. Líkamsræktin í Grund- arfirði ætlar að bjóða upp á Rökk- urbyrjendaspinning fimmtudag- inn 29. október og Rökkurspinn- ing föstudaginn 30. október en tak- mörkuð pláss eru í boði og því mik- ilvægt að skrá sig á Facebook síðu Líkamsræktarinnar í Grundarfirði. Að lokum verður rafræn söngstund þar sem bæjarbúar syngja íslensk lög á upptöku sem sett verður á netið. arg Lista- og menningarhátíðin Vöku- dagar er haldin á hverju ári en hún var fyrst haldin 2002. Í ár stend- ur hátíðin frá 29. október til 8. nóvember. tilgangur hátíðarinn- ar er ekki síst að efla menningarlíf- ið í bænum og lífga um leið upp á skammdegið. Umfang hátíðarinnar hefur aukist ár frá ári og hefur hún notið vaxandi vinsælda meðal bæj- arbúa. Reyndar hefur hróður henn- ar borist langt út fyrir bæjarmörkin enda sækir fólk úr nágrannasveitar- félögum og jafnvel víðar að hátíð- ina. Dagskrá hennar og viðburð- ir hafa sömuleiðis orðið viðameiri með hverju árinu og einnig hefur þátttaka fyrirtækja og stofnana auk- ist jafnt og þétt. Þannig hafa Vöku- dagar öðlast sinn fasta sess í bæjar- lífinu. Í samtali við Skessuhorn segir Ella María Gunnarsdóttir, forstöðu- maður menningar- og safnamála hjá Akraneskaupstað, að hátíðin sé óvenjuleg í ár vegna CoVID-19 en aðstandendur séu að gera sitt ít- rasta til þess að bæjarbúar njóti há- tíðarinnar sem allra best. Það sé þó ljóst að dagskráin geti breyst með afar litlum fyrirvara vegna ástands- ins og leggur Ella María áherslu á að fólk fylgist vel með viðburða- dagatali Akraneskaupstaðar, skaga- lif.is en þar er að finna nýjustu upp- lýsingar um viðburði hátíðarinnar. Þá upplýsir Ella María að bæjarbú- ar megi eiga von á því að víða verði kveikt á ljósum í bænum þegar há- tíðin gengur í garð. Dagskrá Vökudaga 2020 tek- ur mið af fjöldatakmörkunum og öðrum fyrirmælum sóttvarnaryfir- valda. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru í dagskránni. Myndlistarsýningar Aldís Petra og Gróa Dagmar sýna málverk í gluggum verslunarinn- ar Nínu. Silja Sif sýnir málverk í gluggum Bílvers. Málverkasýn- ing Jóhönnu L. Jónsdóttur, Fant- asía, fer fram á Fésbókarsíðunni Hanna málverk. Myndlistarsýn- ingin Strand by Jaclyn Poucel Árnason verður í Gallerý Bjarni Þórs. Zentangle, listsýning Borg- hildar Jósúadóttur og Steinunnar Guðmundsdóttur, verður á Bóka- safni Akraness. Leirbakaríið býð- ur upp á sýninguna Áfram með smjörið. Ljósmyndasýningar Kaffibolli á Kóvidtímum, ljós- myndasýning Helgu Ólafar oli- versdóttur verður í gluggum tónlistarskóla Akraness. Svona er Akranes, útiljósmyndasýning Friðþjófs Helgasonar, verður við Langasand. Ljósmyndasýning starfsbrautar FVA verður í glugg- um Bókasafns Akraness. Tónleikar og upp- lestur Sigurbjörg Þrastardóttir stýr- ir upplestri rithöfunda úr nýj- um bókum í streymi. Jazzkvartett Halla Guðmunds heldur tónleika í Vinaminni. Valgerður Jónsdótt- ir lítur við með gítarinn og spilar ljúfa tóna fyrir gesti í Café Kaju. Annað sem má nefna er tísku- hönnuðurinn Kristín Ósk Hall- dórsdóttir sem sýnir hluta af vörum sínum á Bókasafninu. Þessi upptalning er ekki tæm- andi og er áhugasömum bent á viðburðadagatal Akraneskaup- staðar og auglýsingu hér í blaðinu varðandi nánari upplýsingar um viðburði og tímasetningar. frg Vökudagar hefjast á Akranesi í þessari viku Meðfylgjandi mynd tók Tómas Freyr Kristjánsson fréttaritari í gærmorgun þegar þær Ágústa og Rut frá Líkamsræktinni mættu út til að stýra æfingum. Við fyrstu sýn er engu líkara en að Donald Trump sjálfur hafi leitt leikfimina, en skýringin var hins vegar sú að þær Ágústa og Rut mættu með forláta grímur þar sem hrekkjavakan er nú á næsta leiti. Rökkurdagar standa nú yfir í Grundarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.