Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 28.10.2020, Blaðsíða 19
 5 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is FASTUS ÓSKAR BRÁKARHLÍÐ TIL HAMINGU MEÐ 50 ÁRA AFMÆLIÐ! Þökkum ánægjulegt og farsælt samstarf í gegnum tíðina. Í Brákarhlíð hefur síðustu tíu ár verið unnið eftir Eden hug-myndafræðinni. Heimilið mun brátt fá alþjóðlega viðurkenningu sem slíkt. „Við kynntumst Eden hugmyndafræðinni fyrst árið 2010 og höfum verið að vinna í anda hennar síðan þá. Hugmyndafræðin byggir fyrst og fremst á virðingu fyr- ir einstaklingnum, að hann geti lif- að lífinu með reisn. Hér vinnum við á heimili fólks en það dvelur ekki á okkar vinnustað,“ útskýrir Jórunn María Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri í Brákarhlíð. Stuðla að sjálsákvörðunarrétti íbúa „Eden hugmyndafræðin fókusar á að útrýma plágunum þremur; einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða með áherslu á líf sem vert er að lifa. Þetta snýst í raun fyrst og fremst um að breyta viðhorfi og menningu hjá starfsfólki, aðstandendum og samfélaginu öllu. Við erum að koma hingað inn á heimili fólks en þau eru ekki stödd á okkar vinnustað og það erum við sem eigum að taka tillit til þeirra en ekki öfugt,“ segir Jórunn og bætir við að hugmyndafræðin gangi einnig út á að halda sjálfsvirðingu sinni og stuðla að sjálfsákvörðunarrétti íbúa. „Það eiga allir að geta haft eitthvað um sitt að segja. Það er ótrúlega gott að vera á hóteli í smá tíma og fá fulla þjónustu en það er ekki gott til lengdar. Það er okkur mikilvægt að hafa hlutverk, þó það sé bara að stafla diskum, rétta vatnskönnuna eða eitthvað slíkt. Allir þurfa að fá að taka þátt í heimilislífinu en ekki bara vera þiggjendur,“ segir Jórunn. Þá segir hún það fara eftir getu hvers og eins hvaða hlutverki hann gegnir. „Vissulega geta ekki allir gert allt en allir geta samt eitthvað, hvort sem er að stafla diskum, veita öðrum félagsskap eða í raun bara hvað sem er. Það er okkur mikilvægt að hafa hlutverk, og eiga innihaldsrík samskipti,“ segir hún. Einmanaleiki og einvera ekki það sama Einmanaleiki getur verið erfiður fyrir marga, sérstaklega á efri árum og þess vegna er lögð áhersla í Eden hugmyndafræðinni á að stuðla að samskiptum. „Öll samskipti eru mikilvæg, hvort sem er á milli íbúa, við starfsfólk, ástvini eða aðra. Við leggjum okkur fram við að stuðla að innihaldsríkum samskiptum,“ segir Jórunn en tekur fram að einmanaleiki og einvera sé ekki sami hluturinn. „Þetta snýst ekki um að hafa standandi partí öllum stundum heldur að fólk upplifi sig sem hluta af heild. Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum og erum við því með fjölbreytta nálgun. Til dæmis er hægt að fara í söngstundir með Vigni húsverði, hópastarf með Aldísi, jóga, morgunleikfimi, upplestur úr Skessuhorni og margt margt fleira. Svo er sest saman við borðið í hádegis- og kvöldmat og rætt saman eins og gert er á flestum heimilum,“ útskýrir hún. „Við tölum ekki um deildir og sjúklinga eins og þekktist áður, heldur heimili og íbúa. Heimilin í Brákrarhlíð eru ólík, eins og önnur heimili, hvert og eitt hefur sinn brag. Á einu heimilinu er til að mynda alltaf hlustað á fréttirnar á slaginu og þögn á meðan. En á öðru heimili er frekar hlustað á tónlist en fréttir. Það er alveg allur gangur á þessu og svo breytist heimilisbragurinn með heimilismeðlimum,“ segir Jórunn. Viðurkenning fyrir heimilið „Þetta er ánægjulegt og fróðlegt ferðalag sem við erum rétt að byrja á,“ segir Jórunn en bætir við að hún sjái þó mörg stór og lítil skref hafa verið tekin síðasta áratug. „Árið 2010 hættum við með starfsmannafatnað. Þá höfðu starfsmenn lengst af verið í hvítum sloppum en núna eru allir í sínum fötum. Þetta eykur heimilislegan brag en fólki líður ekki eins og þetta sé heimili þegar fólk um allt er í hvítum sloppum,“ segir hún. Eden hugmyndafræðin er ekki bundin við formlegar reglur eða ramma. „Þetta snýst í raun ekki um að heimilið þurfi að vera með einum eða öðrum hætti heldur snýst þetta um hugarfar og viðhorf til heimilisins og íbúanna,“ segir Jórunn. En af hverju skiptir þá máli að verða formlega Eden heimili? „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning fyrir okkar starf og á því sem við erum að gera, eiginlega eins og klapp á bakið. Það er alltaf gott að fá slíka viðurkenningu og það hvetur okkur áfram, heldur okkur við efnið, rammar inn það starf sem við erum að vinna og leiðir okkur áfram veginn,“ svarar Jórunn. Covid andstæðan við Eden Hvernig hefur gengið að vinna eftir Eden hugmyndafræðinni á tímum kórónuveirufaraldursins? „Það má segja að Covid sé alveg andstæðan við Eden,“ svarar Jórunn. „Eden hugmyndafræðin snýst um samskipti, að gefa af sér og nærveru en núna erum við að leggja áherslu á fjarlægð og skertari samskipti. Ég er þó ánægð hversu vel okkur hefur gengið að finna nýjar leiðir og ég held að það hjálpi til hversu margir starfsmenn héðan hafa sótt námskeið í Eden hugmyndafræðinni,“ segir Jórunn. „Þó þetta sé hjúkrunarheimili er þetta samt heimili og hér eru alla jafna allir velkomnir svo það er mikil svipting fyrir íbúa að loka heimilinu svona. En starfsfólkið hefur staðið sig mjög vel að gera það sem hægt er til að gera dagana sem besta, og gera aðstæðurnar eins heimilislegar og góðar fyrir íbúana og hægt er,“ segir Jórunn. arg Brákarhlíð fullgilt Eden heimili Jórunn María Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.