Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2020, Page 24

Skessuhorn - 28.10.2020, Page 24
10 Til hamingju með 50 árin! Margrét Guðmundsdótt-ir var framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, þá Dval- arheimilis aldraðra í Borgarnesi, í 30 ár frá 1977-2007. „Ég kom þar fyrst til starfa í ársbyrjun 1977 og þá til að sjá um launaútreikninga og annað bókhald,“ segir Margrét og fær sér sæti í stofunni á heimili þeirra Jóhannesar Ellertssonar við Þórðargötu í Borgarnesi. Það var svo í september sama ár sem þá- verandi framkvæmdastjóri, Þórður Pálmason, lét af störfum og Mar- grét tók við. Mikil uppbygging og breytingar áttu sér stað í Brákar- hlíð þessa þrjá áratugi undir stjórn Margrétar. „Breytingarnar gerðust smátt og smátt fyrstu árin,“ segir Margrét og rifar upp fyrstu árin. „Heimilið tók fyrst til starfa 31. janúar 1971 og þá með rými fyrir 29 heimilismenn, allt tveggja manna herbergi nema eitt. Annar áfangi heimilisins var opnaður árið 1975 og þá fjölgaði heimilismönnum töluvert. Í byrjun árs 1983 tókum við svo þriðja áfangann í gagnið og þá vorum við með pláss fyrir 55-60 heimilismenn,“ segir hún. „Með þessum stækkunum voru fleiri eins manns herbergi tekin í notkun, sem var mjög jákvætt,“ bætir hún við. Heimilið var fyrstu árin aðeins dvalarheimili en 1. janúar 1989 fékkst leyfi til að breyta 12 plássum í hjúkrunarrými og fjölgaði þeim svo í 20 árið 1996. „Og það var rekið með þessum hætti næstu árin. Það fjölgaði líka töluvert í hópi starfsmanna. Þegar ég byrjaði voru líklega innan við 20 starfsmenn en þegar ég hætti voru upp undir 70 á launaskrá en margar í hlutastörfum,“ segir Margrét. „Þetta var bæði vegna þess að hjúkrunarrýmum fjölgaði og það þarf meiri umönnun með hjúkrunarrýmum en dvalarrýmum og svo bættum við þjónustuna. Við fórum að leggja meira upp úr iðjuþjálfun og allskonar afþreyingu, handavinnu og slíku,“ bætir hún við. Leið vel í starfi „Við vorum lánsöm með samstarfsfólk þessi ár og við vorum samheldinn og skemmtilegur hópur,“ svara Margrét spurð hvað standi uppúr þessi 30 ár í starfi. „Okkur hélst vel á starfsfólki og það voru margar konur sem unnu þarna árum og áratugum saman, og gera jafnvel enn í dag. Það mynduðust náin vinasambönd og ég held að það sé stór ástæða þess hversu vel mér leið í starfi,“ bætir hún við. Aðspurð segist hún sem stjórnandi hafa lagt mikið upp úr því að hafa góðan anda á vinnustaðnum. „Ég trúi því að ef fólki líður vel í vinnunni þá skilar það sér margfalt til baka. Við lögðum mikið upp úr því að bæði starfsfólki og heimilisfólki liði vel á heimilinu og það held ég að hafi tekist mjög vel. Við vorum öll góðir vinir og heimilið var alltaf opið aðstandendum og öðrum gestum,“ segir Margrét. Þá bætir hún við að samfélagið allt hafi átt stóran þátt í því hversu vel hefur gengið að halda góðum anda í Brákarhlíð. „Ég fann alltaf fyrir miklum hlýhug frá Borgnesingum, héraðsbúum og öðrum aðstandendum heimilisins. Það voru allir svo jákvæðir og tilbúnir að leggja sitt að mörkum fyrir okkur,“ segir Margrét og bætir við að stjórn heimilisins hafi einnig alla tíð unnið vel saman. Kvenfélögin sérstaklega mikilvæg Upphaflega var það Samband borgfirskra kvenna sem stóð að stofnun heimilisins með fjáröflun á árunum 1966 og 1967. Þá var stofnuð nefnd til að hefja undirbúning að byggingu heimilisins og í kjölfarið komu hrepparnir í Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu og seinna Hnappadalssýslu að undirbúningi heimilisins. „Þessir bakhjarlar heimilisins hafa allar götur síðan veitt heimilinu mikinn stuðning og hlýhug,“ segir Margrét en bætir við að kvenfélögin á svæðinu, aðrir klúbbar og félög hafa einnig lagt mikla vinnu í að gera heimilið eins gott og raunin er. „Við eigum mörgum að þakka fyrir það hversu gott heimili Brákarhlíð er,“ segir Margrét og brosir. „Kvenfélögin koma til að mynda enn í heimsóknir og þegar ég var framkvæmdastjóri komu konurnar reglulega í heimsókn með kaffiveitingar og skemmtiatriði. Þetta er ómetanlegt fyrir heimilisfólkið,“ segir hún. Skírði dóttur sína á heimilinu Aðspurð segir Margrét margar góðar minningar standa eftir en ætli sú eftirminnilegasta sé ekki þegar hún lét skíra yngstu dóttur sína á heimilinu. „Mér leið svo vel þarna og átti marga góða vini sem mér þótti vænt um. Það voru haldnar messur einu sinni í mánuði á dvalarheimilinu og við ákváðum að láta skíra dóttur okkar í einni messunni,“ segir Margrét. „Annars á ég í raun fátt annað en góðar minningar frá þessum tíma. Maður er ekki í 30 ár í starfi nema líða vel og mér leið sannarlega vel þarna,“ segir hún og bætir við að hún hafi þó ekki klárað starfsferil sinn í Brákarhlíð. „Ég var ákveðin í að vilja ekki verða alltof gömul í starfi og ákvað því að hætta eftir 30 ár. Ég hafði reyndar ætlað að hætta fyrr en það dróst aðeins,“ segir hún og brosir. „Eftir það ákvað ég að snúa mér að því sem mér hafði þótt svo gaman sem unglingur, að vinna í búð. Það fór þannig að ég fékk starf hjá Lyfju í Borgarnesi og endaði starfsferilinn því þar, fyrir innan búðarborðið. Mér líkaði það mjög vel líka,“ segir Margrét. arg Samheldinn og skemmilegur hópur Margrét Guðmundsdóttir var framkvæmdastjóri í Brákarhlíð í 30 ár. Björn Bjarki Þorsteinsson, framkvæmdastjóri í Brákarhlíð, tekur við lyklunum af Mar- gréti Guðmundsdóttur 1. október 2007.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.